Linda Ben

Tortellini með stökkri pestó skinku

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: fyrir 3 manns

Tortellini með stökkri pestó skinku í bragðgóðri hvítvínsrjómasósu.

Einfalt og ótrúlega gott tortellini pasta með stökkri pestó skinku í hvítvínsrjómasósu. Þetta bragðgóða pasta á alltaf vel við. Það er fljótlegt og eitthvað sem allir eiga að geta gert.

Þetta pasta er fyrir alla fjölskylduna þó svo að hvítvín sé eitt af innihaldsefnunum, en hvítvínið er soðið niður svo allt áfengi gufar upp úr víninu og aðeins bragðið situr eftir. Hvítvínið virkar því eins og einskonar kraftur í sósuna sem er létt og góð.

Tortellini með stökkri pestó skinku

Tortellini með stökkri pestó skinku

Tortellini með stökkri pestó skinku

Tortellini með stökkri pestó skinku

Tortellini með stökkri pestó skinku

 • 250 Tortellini frá Barilla fyllt með osti
 • 100 g Pestóskinka frá SS
 • 2-3 msk smjör
 • ½ rauðlaukur
 • 250 g sveppir
 • 200 g brokkolí
 • 2-3 hvítlauksgeirar
 • 2 dl hvítvín
 • Salt og pipar
 • 2 dl rjómi
 • Parmesan ostur

Aðferð:

 1. Sjóðið pastað þar til það er næstum því tilbúið, ennþá smá bit í því.
 2. Steikið skinkuna á pönnu á báðum hliðum þar til hún byrjar örlítið að brúnast, takið hana af pönnunni.
 3. Skerið rauðlaukinn smátt niður og steikið upp úr 1 msk smjöri.
 4. Skerið sveppina gróft niður og steikið, bætið 1 msk af smjöri á pönnuna.
 5. Skerið brokkolíið niður og bætið á pönnuna, bætið við 1 msk af smjöri á pönnuna.
 6. Rífið hvítlauksrifin út á pönnuna og steikið.
 7. Setjið hvítvínið úr á pönnuna og sjóðið það niður um u.þ.b. helming.
 8. Bætið pastanu út á pönnuna og rjómanum, sjóðið saman í örfáar mín, rífið parmesan ost yfir og kryddið til með salti og pipar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

Tortellini með stökkri pestó skinku

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5