Linda Ben

Tromptoppar, lakkrístoppar með Trompi

Recipe by
| Servings: Unnið í samstarfi við Nóa Siríus

Tromptoppar, lakkrístoppar með trompi.

Skemmtileg útgáfa af hinum klassísku lakkrístoppum sem við öll ættum að kannast vel við. Lakkrístoppar er órjúfanlegur hluti af jólahaldi margra en það þýðir ekki að það sé ekki hægt að víkja aðeins út frá klassíkinni, prófa eitthvað nýtt og jafnvel örlítið betra.

Það að setja Trompkurl í lakkrístoppana, gerir þá ennþá seigari.

Ég er forfallin Tromp aðdáandi, ég er viss um að þetta nammi passi vel með öllu og er ég alsæl að Trompið sé komið í þessa kurl útgáfu.

Þessi uppskrift er örlítið frábrugðin klassísku uppskriftinni að því leyti að ég bætti við cream of tartar og örlitlu salti. Cream of tartar-ið gerir það að verkum að marengsinn er stöðugari, eggjahvíturnar verða stífari og það eru minni líkur á að marengsinn falli.

Tromptoppar, lakkrístoppar með trompi

Tromptoppar, lakkrístoppar með trompi

Tromptoppar, lakkrístoppar með trompi

Tromptoppar:

 • 3 eggjahvítur
 • 200 g púðursykur
 • ¼ tsk cream of tartar
 • ¼ tsk salt
 • 150 g Siríus Sælkerabakstur Trompkurl
 • 150 g Siríus Suðusúkkulaði

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir yfir hita.
 2. Setjið eggjahvíturnar í tandurhreina skál ásamt cream of tartar og salti. Þeytið eggjahvíturar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar.
 3. Saxið suðusúkkulaðið niður.
 4. Bætið trompkurlinu og suðusúkkulaðinu út í, blandið varlega saman við með sleikju.
 5. Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum.
 6. Bakið í 16-17 mín.
 7. Best er að geyma toppana í lokuðum umbúðum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Tromptoppar, lakkrístoppar með trompi

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5