Linda Ben

Túnfiskasalat með kotasælu og lime

Um daginn ákvað ég að gera túnfiskasalat með kotasælu til þess að hafa það örlítið hollara en yfirleitt gengur og gerist. Salatið er ferskt og virkilega bragðgott. Ég mæli með að þið prófið!

_MG_1168

_MG_1178

Hollt túnfiskasalat með kotasælu og lime

 • 1 dós túnfiskur í vatni
 • 4 egg
 • 2 msk kotasæla
 • 1 msk sýrður rjómi
 • 1 lítill laukur
 • ½ gul paprika
 • ¼ tsk pipar
 • ¼ tsk kóríander krydd
 • börkur af 1 lime

Aðferð:

 1. Hellið vatninu af túnfisknum og setjið í skál, rífið hann í sundur.
 2. Skerið laukinn og paprikuna smátt niður og setjið út í skálina.
 3. Skerið eggin niður í teninga og setjið út í skálina.
 4. Setjið öll hin innihaldsefnin í skálina og blandið saman, setjið salatið í hreina og fallega skál.

_MG_1181

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar Linda Ben.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5