Linda Ben

Æðisgengilega góðar Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Innnes | Servings: 20 kökur

Þetta eru klárlega nýju uppáhalds smákökurnar mínar, þær eru alveg hættulega góðar!

Dumle bitarnir bráðna um kökuna og gera hana einstaklega klístraða á meðan Tyrkisk Peber molarnir koma með sitt einkennadi bragð í kökurnar sem enginn getur staðist!

Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

Æðisgengilega góðar Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

 • 150 g smjör
 • 300 g hveiti
 • ½ tsk matarsódi
 • ½ tsk vanillusykur
 • ¼ tsk sjávar salt
 • 150 g ljós púðursykur
 • 100 g sykur
 • 1 egg
 • 1 eggjarauða
 • 2 msk nýmjólk
 • 1 dl Tyrkisk Peber
 • 120 g Dumle

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið og leyfið þvi að kólna svolítið.
 2. Blandið saman hveiti, matarsóda, vanillu og salti í skál.
 3. Setjið sykurinn, púðursykurinn og smjör saman í hrærivélaskál og hrærið vel saman.
 4. Bætið eggjunum út í sykurblönduna ásamt mjólkinni og blandið vel saman við.
 5. Setjið hveitiblönduna út í varlega og hrærið vel saman við.
 6. Brjótið Tyrkisk Peber molana niður meðal fínt, það eiga að vera grófir bitar inn á milli, og setjið í deigið.
 7. Skerið hvern Dumle mola í 3 bita og setjið úr í deigið.
 8. Kveikið á ofninum og stillið á 190°C.
 9. Skiptið deiginu í kúlur, um það bil 40 g hver, það eiga að myndast um 20-22 kúlur. Passið að setja a.m.k. einn Dumle bita í hverja köku.
 10. Setjið kúlurnar á smjörpappír og látið vera um það bil 5 cm á milli hverrar kúlu.
 11. Bakið í 8-10 mín, takið út úr ofninum þegar þær eru byrjaðar að verða gullnar á litinn og takið þá strax úr ofninum og setjið á grind svo þær byrji að kólna strax.

Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér!

Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5