Linda Ben

Unaðslega góð heimabökuð humarpizza

Recipe by
2 klst og 30 mín
| Servings: 2 manns

Unaðslega góð heimabökuð humarpizza sem þú átt eftir að elska!

Það besta við að gera humarpizzu heima er að þá ræður maður nákvæmlega hversu mikið af humri er sett á pizzuna.

Þessi humarpizza fagnar einfaldleikanum sem mér finnst alltaf best þegar notuð eru svona góð hráefni eins og humar. Hvítlaukur, mosarella, humar og gott rauðvín, það getur bara ekki klikkað!

Humarpizza heimabökuð uppskrift

Humarpizza heimabökuð uppskrift

Humarpizza heimabökuð uppskrift

Heimabökuð humarpizza

 • 125 ml volgt vatn
 • 1 msk olífu olía
 • 3 ½ dl hveiti
 • 1 tsk þurrger
 • 1 tsk salt
 • Hvítlauksolía
 • Rifinn ostur með hvítlauk
 • Ferskar mosarella perlur
 • 200 g skelflettir humarhalar
 • 2 hvítlauksgeirar
 • ¼ tsk þurrkað chili krydd
 • 2 msk ólífu olía
 • Pizza kryddblanda (eða oreganó)
 • Fersk steinselja (sem skraut, má sleppa)

Aðferð:

 1. Takið humarhalana úr frosti séu þeir frosnir.
 2. Setjiði gerið út í vatnið og hrærið saman.
 3. Blandiði hveiti og salt saman í skál.
 4. Hellið gerblöndunni út í hveitið með hrærivélina í gangi.
 5. Bætið ólífu olíunni útí og hnoðið saman þangað til gott pizzadeig hefur myndast, það á ekki að vera of klístað en auðvelt að hnoða það.
 6. Leyfið deiginu að hefast í a.m.k 2 klst.
 7. Stilltu ofninn á 240°C og undir&yfir.
 8. Setjið humarhalana í skál, rífið hvítaukinn út á, kryddið með þurrkuðu chili kryddi og setjið olífu olíu yfir, blandið öllu saman.
 9. Fletjið pizzadeigið út, setjið vel af hvítlauksolíu á botninn, rifinn ost og ferskar mosarella perlur.
 10. Setjið humarinn á pizzuna og kryddið með pizzakryddi.
 11. Bakið inn í ofni þar til osturinn er orðin gullinbrúnn.
 12. Skreytið með ferskri steinselju (má sleppa)

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5