Linda Ben

Vanillu bollakökur með freyðivíns smjörkremi

Recipe by
45 mín
| Servings: 20 bollakökur

Þessar vanillu bollakökur með freyðivíns smjörkremi eru svo einstaklega ljúffengar.

Þær eru búnar til úr ljúffenga vanillu kökumixinu mínu en það er ótrúlega einfalt að breyta því í bollakökumix. Maður breytir engu hvað varðar uppskriftina, maður bara setur deigið í bollakökuform og bakar kökurnar í u.þ.b. 15 mín.

Það sem mér finnst svo gott við bollakökur er þessi stökki toppur ofan á hverri köku, ljúffenga mjúka kakan og auðvitað nóg af kremi ofan á, allt í hæfilegu magni.

Bollakökur henta mjög vel í til dæmis veislur þar sem hver gestur getur gripið sér bollaköku og notið beint án þess að þurfa að nota endilega disk og gaffal.

Freyðivíns smjörkrem er virkilega gott. Það er bragðmilt og fágað.

Allir geta notið þessa krems þar sem það er mjög lítið af víni í kreminu, aðeins 1/2 dl í allri kremuppskriftinni, auk þess geri ég ráð fyrir að allt áfengi gufi upp úr freyðivínu þegar maður þeytir það saman við kremið.

Ég kann alltaf svo mikið að meta einfaldar skreytingar þegar kemur að kökum og bollakökur. Ég skreytti þessar með hindberjum og rifnum sítrrónuberki, þannig voru þær bæði fallegar og skreytingin gaf þeim ennþá betra bragð.

Vanillu bollakökur með frreyðivíns smjörkremi Linda Ben vanillu kökumix

Vanillu bollakökur með frreyðivíns smjörkremi Linda Ben vanillu kökumix

Vanillu bollakökur með frreyðivíns smjörkremi Linda Ben vanillu kökumix

Vanillu bollakökur með freyðivíns smjörkremi

 • Ljúffeng vanillukaka þurrefnablanda frá Lindu Ben
 • 3 egg
 • 150 g smjör
 • 1 dl vatn

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
 2. Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
 3. Setjið pappírsbollakökuform í bolllakökuálbakka. Setjið deig í formin þannig þau fyllist um helming þar sem deigið lyftist mikið í ofninum. Bakið í u.þ.b. 15 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
 4. Kælið kökurnar að stofuhita og útbúið kremið á meðan.

Freyðivíns smjörkrem

 • 400 g mjúkt smjör
 • 500 g flórsykur
 • 1/2 dl bragðgott freyðivín (ég elska Kylie rósafreyðivínið í þetta krem)
 • Ferks hindber
 • Sítrónubörkur af 1 sítrónu

Aðferð:

 1. Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst.
 2. Bætið flórsykrinum saman við og hrærið þar til létt og loftmikið.
 3. Bætið freyðivíninu út í og hrærið saman.
 4. Setjið deigið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút, sprautið tvo hringi af kremi á hverja köku.
 5. Setjið 1 hindber á hverja köku og rífið sítrónubörk yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5