Linda Ben

Vefjubitar – góð nestis hugmynd

Recipe by
5 mín

Þessar vefjur eru fullkmnar í nesti, það er ótrúlega þægilegt að skera þær niður í litla bita og raða í nestisbox, börnin alveg elska þær og fullorðnir líka þar sem þær eru virkilega góðar.

Ég notaði vegan vörur í þessar vörur en vegan uppskriftir er það sem er lang mest um beðið hjá mér. Ég fór því á stúfana og fann virkilega góða vegan skinku og ost í Nettó frá Vegan Deli og notaði svo Oatly smurostinn góða til að smyrja vefjurnar.

Vefjubitar gott nesti

Vefjubitar – góð nestis hugmynd

  • Vefjur
  • Smurostur, þykkt lag
  • Ostur
  • Skinka
  • Gúrku sneiðar
  • Papriku sneiðar

Aðferð

  1. Smyrjið vefjurnar ríkulega af smurosti
  2. Setjið ostsneiðar og skinku á vefjurnar, ásamt grænmeti og rúllið upp. Skerið í 3 cm bita, setjið smjörpappír í nestisbox og pakkið vefjunum inn í nestisboxið, geymið í kæli.

Vefjubitar gott nesti

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5