Linda Ben

Eggja og mjólkurlausar súkkulaðibitasmákökur (v)

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Hér höfum við alveg ómótstæðilegar eggja- og mjólkurlausar smákökur, þær flokkar þess vegna líka sem vegan smákökur. Þær eru stökkar á endum en mjúkar og seigar í miðjunni. Alveg svakalega góðar!

Þær innihalda mikið af súkkulaðibitum eins og allar góðar súkkulaðibitakökur gera. Þær eru afar einfaldar að gera eins og svo margar vegan kökur. Maður blandar fyrst saman þurrefnunum og bætir svo blautu hráefnunum út í, hnoðar deigið saman og sker svo súkkulaðið út í. Það er óþarfi að kæla deigið, en það má samt gera deigið daginn áður og geyma inn í ísskáp yfir nótt ef það hentar betur.

Ég notaði hafrajógúrtina frá Örnu í þessar smákökur en ég elska að nota jógúrtina frá þeim í vegan bakstur. Bragðið af jógúrtinni er svo gott sem skilar sér í baksturinn.

Vegan súkkulaðibitasmákökur

Vegan súkkulaðibitasmákökur

Vegan súkkulaðibitasmákökur

Vegan súkkulaðibitasmákökur

 • 200 g hveiti
 • 70 g möndlumjöl
 • 200 g hrásykur
 • 1 tsk lyftiduft
 • 60 g kókosolía
 • 1 dl Veru hafrajógúrt með vanillu og kókos
 • 100 g suðusúkkulaði

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
 2. Setjið hveiti, möndlumjöl, hrásykur og lyftiduft í skál, hrærið saman.
 3. Bræðið kókosolíuna og bætið henni út á skálina ásamt hafrajógúrtinu, blandið öllu vel saman, það tekur smá stund.
 4. Skerið súkkulaðið nokkuð gróft niður og bætið því út í deigið, blandið saman við.
 5. Útbúið kúlur úr deiginu, 1 msk hver kúla, og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu með góðu millibili, þrýstið kúlurnar svolítið niður svo þær fletjist aðeins. Bakið í ofninum í 7 mín, takið þá plötuna út úr ofninum og látið plötuna skella fast á boðið (gott að setja stórt viðarskurðarbretti á borðið fyrst) til þess að fletja kökurnar svolítið meira út ef ykkur finnst það þurfa. Bakið áfram í u.þ.b. 3 mín eða þar til endarnir eru orðnir smá stökkir en miðjan ennþá vel mjúk.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Vegan súkkulaðibitasmákökur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5