Linda Ben

Vegan taco veisla með mangó salsa og jalapenó lime sósu

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Ísam | Servings: 4 manns

Vegan taco veisla með mangó salsa og jalapenó lime sósu er fljótlegur og einfaldur kvöldmatur á 15 mín sem allir elska og allir geta notið, líka þeir sem ekki borða kjöt eða vilja minnka kjötneyslu sína. “Hakkið” frá Oupmh er alveg svakalega bragðgott og áferðin á því er virkilega lík alvöru hakki. Það er gott að elda það eins og það kemur beint úr pakkanum á pönnu með vel af kryddi en það er líka hægt að afþýða það fyrst og útbúa kjötbollur úr “hakkinu”.

Þetta taco með mangó salsa og jalapenó lime sósu er svo svakalega gott! Þú bara verður að smakka.

oumph vegan taco veisla með mangó salsa og jalapenó lime sósu

oumph vegan taco veisla með mangó salsa og jalapenó lime sósu

oumph vegan taco veisla með mangó salsa og jalapenó lime sósu

oumph vegan taco veisla með mangó salsa og jalapenó lime sósu

oumph vegan taco veisla með mangó salsa og jalapenó lime sósu

Vegan taco veisla með mangó salsa og jalapenó lime sósu

 • 400 g Oumph formbar fars
 • 2 msk taco kryddblanda
 • Litlar taco vefjur

Mangó salsa

 • 3 tómatar (meðalstórir)
 • 1 mangó
 • 1/2 rauðlaukur
 • U.þ.b. 20 g kóríander
 • Safi úr 1 lime
 • Jalapenó (ég nota jalapenó í krukku, magn eftir smekk, má líka sleppa alveg eða bera fram til hliðar)

Jalapenó lime sósa

 • 200 ml vegan sýrður rjómi
 • 2 tsk safi af jalapenó í krukku
 • Safi úr 1/2 lime
 • Salt og pipar
 • 1 tsk hunang

Aðferð:

 1. Setjið Oumph farsið á pönnu ásamt taco kryddblöndu og steikið upp úr örlítið af olíu.
 2. Skerið niður tómata, mangó, rauðlauk og kóríander og setjið í skál. Kreystið lime yfir og blandið öllu saman.
 3. Setjið vegan sýrðan rjóma í skál ásamt safanum af jalapenó og lime, hunangi og kryddið til með salti og pipar.
 4. Raðið sósunni á vefjurnar, svo oumph farsinu og síðast salsanu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

oumph vegan taco veisla með mangó salsa og jalapenó lime sósu

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5