Linda Ben

Vegan “túnfiska”salat sem er svo ótrúlega gott!

Recipe by
10 mín
| Servings: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Vegan “túnfiska”salat sem er svo ótrúlega gott!

Hér höfum við í kjúklingabaunasalat sem mætti líkja við vegan útgáfu af túnfiskasalati. Salatið er algjör bragðsprengja og ekki skemmir fyrir að það er virkilega hollt.

Það saman stendur meðal annars af gróft stöppuðum kjúklingabaunum, papriku, rauðlauk, ljúffengum súrum gúrkum. Súru gúrkurnar eru frá Maille en þær eru einstaklega góðar. Gúrkurnar eru afar smáar og stökkar en þær eru mjög góðar sem ljúffengt og safaríkt snarl einar og sér. Í salatinu koma þær með þetta ómótstæðilega salta og súra bragð sem er svo gott.

Vegan "túnfiska"salat

Vegan "túnfiska"salat

Vegan “túnfiska”salat

 • 280 g soðnar kjúklingabaunir (t.d. úr dós/krukku)
 • 2 msk ferkst dill
 • ½ rauð paprika
 • ¼ rauðlaukur
 • Safi úr ½ sítrónu
 • 1 dl súrar gúrkur frá Maille
 • Salt og pipar
 • 1 dl vegan majónes

Aðferð:

 1. Stappið kjúlingabaunirnar nokkuð gróft með gaffli eða kartöflustappara.
 2. Skerið dillið, paprikuna, rauðlaukinn og súru gúrkurnar mjög smátt niður og setjið út á kjúklingabaunirnar.
 3. Kreistið sítrónusafa yfir, kryddið með salti og pipar, setjið majónes út á og blandið öllu mjög vel saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Vegan "túnfiska"salat

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5