Linda Ben

Vegan Vanillukaka með ástríðuávexti

Hér höfum við tveggja hæða vegan vanilluköku sem er einstaklega ljúffeng en á milli lagana er settur ástríðuávöxtur sem kemur alveg svakalega vel út. Ef þið viljið þá er líka hægt að setja ástríðuávöxtinn út í kremið og hræra honum saman við.

Vegan Vanillukaka með ástríðuávexti

Vegan Vanillukaka með ástríðuávexti

Vegan Vanillukaka með ástríðuávexti

Vegan Vanillukaka með ástríðuávexti Vegan Vanillukaka með ástríðuávexti Vegan Vanillukaka með ástríðuávexti

Vegan Vanillukaka með ástríðuávexti

 • 350 g hveiti
 • 300 g sykur
 • 2 tsk matarsódi
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • ½ tsk salt
 • 4 ½ dl hafrajógúrt með vanillu og kókos
 • 1 ½ dl bragðlítil olía
 • 1 msk vanilludropar
 • 1 ½ msk eplaedik

Vegan smjörkrem með ástríðuávexti

 • 350 g vegan smjör
 • 500 g flórsykur
 • 2 msk síróp
 • 3 ástríðuávextir

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
 2. Setjið hveiti, sykur, matarsóda, lyftiduft og salt í skál.
 3. Bætið haframjólkinni, olíu, vanilludropum og eplaediki út í og blandið saman.
 4. Smyrjið tvö 20 cm smelluform. Bakið í u.þ.b. 30-35 mín eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunni þegar honum er stungið í hana miðja. Kælið kökuna alveg niður áður en kremið er sett á hana.
 5. Setjið vegan smjörið í hrærivél og þeytið þar til mjúkt, bætið þá flórsykrinum saman við og þeytið. Bætið því næst vanilludropum og sírópi út í, þeytið þar til létt og loftmikið.
 6. Setjið 1 botn á kökudisk og setjið 1/3 af kreminu á botninn og sléttið. Setjið innihald úr 2 ástríðuávöxtum á kremið. Setjið seinni botninn á kremið og hjúpið kökuna með restinni af kreminu. Setjið innihaldið af 1 ástríðuávexti ofan á kökuna.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Vegan Vanillukaka með ástríðuávexti

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5