Linda Ben

Vinkonu pastasalatið

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfið við Sigma ekta grískt

Vinkonu pastasalatið

Vinkonu pastasalatið

Hér höfum við alveg einstaklega bragðgott og matarmikið pastasalat, sem er á sama tíma alveg ótrúlega hollt og næringarríkt.

Ég smakkaði þetta pastasalat um daginn hjá vinkonu og varð algjörlega ástfangin af þessu salati. Hún fékk uppskriftina hjá vinkonu sinni því fannst mér upplagt að láta þetta salat heita vinkonu pastasalatið.

Þetta pastasalat er svo sniðugt upp á það að gera að það hentar við svo mörg tilefni. Hægt er að bera það fram strax eftir að maður matreiðir það, en það hentar líka svo vel til að matbúa og geyma. Það er því alveg frábært sem nesti, hvort sem er fyrir krakkana til að taka með sér í skólann eða til að taka með í lautarferð og bera fram með hvítvínsglasi.

Þetta salat er líka sniðugt til að bera fram í veislum. Þá er hægt að gera þetta salat daginn áður og vinna sér þannig í haginn til að minnka stressið á sjálfan veisludaginn.

 

Vinkonu pastasalatið

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og setjið í stóra skál.
  2. Skerið kirsuberjatómatana í 4 hluta og bætið út á skálina ásamt klettasalati, ferskri basilíku, mosarella perlum, fetaosti og furuhnetum.
  3. Skerið kjúklinginn smátt niður og steikið hann á pönnu upp úr volcani sjávarsaltinu þar til hann er eldaður í gegn. Ef þið viljið nota kjúklingabaunir þá steikiði þær upp úr sjávarsaltinu þar til þær eru orðnar svolítið stökkar. Bætið út í skálina.
  4. Bætið ólífu olíunni út á ásamt balsamik vinegarinu, blandið öllu vel saman.
  5. Hægt er að bera salatið strax fram eða setja það inn í kæli og bera það fram kalt.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Vinkonu pastasalatið

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5