Linda Ben

Private: Lífstíll

Vikumatseðill 1

No Comments

Við þekkjum öll spurninguna “Hvað eigum við að hafa í matinn?” og flestum finnst hún ekkert sérlega skemmtileg. Því hef ég útbúið lista sem saman stendur af einföldum og gómsætum uppskriftum sem allri fjölskyldunni mun líka vel við.

Einnig er það mikill tíma og peningasparnaður sem felst í því að fylgja vikumatseðlum. Ef maður útbýr nákvæman innkaupalista með öllu sem þarf fyrir vikuna má komst upp með að fara aðeins einu sinni í viku í búðina. Útgjöldin virðast kannski meiri ef maður er vanur að fara mörgum sinnum í viku í búðina en ég lofa ykkur þegar upp er staðið felst mikill sparnaður í þessu fyrirkomulagi þar sem maður kaupir minni óþarfa og matarsóun verður minni.

Mánudagur: 

Grilluð bleikja í bragðmiklu sítrónu raspi

Þriðjudagur:

Matarmiklar bakaðar grænmetisvefjur

Miðvikudagur:

Unaðslega djúsí lasagna með hvítri ostasósu

Fimmtudagur:

Indversk kjúklingasúpa með nan brauði

Föstudagur: Hnoðið einnig í pizzadeigið sem verður á laugardaginn, það tekur enga stund og marg borgar sig!

Rósmarín & lime kjúklingaréttur í einu fati

Laugardagur:

Heimabökuð dekur pizza samkvæmt Peter Reinhart

Sunnudagur:

Rósmarín lambaskanki með kartöflumús

Með kaffinu:

Klassískar íslenskar pönnukökur

Kveðja Linda Ben

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5