Linda Ben

Lífstíll

Innlit heim og nokkrar hugmyndir að kertastjaka uppröðunum

No Comments

Kostuð umfjöllun af Iittala

Mig langar að sýna ykkur nokkrar útfærslur á því hvernig hægt er að raða saman Iittala kertastjökum í mismunandi útfærslum og gefa ykkur örlítð innlit heim í leiðinni. Við nefninlega fluttum í aðal rými hússins, það er að segja neðri hæðina, fyrir ekki svo löngu. Við erum ennþá að vinna í að klára efri hæðina og því þurftum við að loka á milli tímabundið. En við erum búin að koma okkur afar vel fyrir hér á neðri hæðinni, búin að koma fyrir bráðabirgða eldhúsi og setja bráðabirgða gólfefni þar sem við ætlum að leggja gólfefnið á allt húsið í einu. En það er efni í heila færslu að segja ykkur frá stöðunni hér heima og ætla ég að geyma það þangað til síðar og segja ykkur þá miklu nánar frá.

Continue reading

12 hugmyndir af bragðgóðum og einföldum fiskréttum

No Comments

Hér er að finna allskonar fiskrétti sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég hef alltaf jafn gaman að því að búa til svona lista og rifja upp gamlar uppskriftir í leiðinni. Það vakna yfirleitt hjá mér minningar, hvernig það var þegar við fjölskyldan borðuðum þennan mat og hvernig stemmingin var. Eftir að hafa sett saman þennan lista er ég komin með óstjórlega mikla löngun í góðan fiskrétt og mun ég að sjálfsögðu elda einn slíkan á morgun.

Continue reading

Nýtt eldhús og nýjar græjur

No Comments

Fyrir ekki svo löngu fluttum við inn í húsið okkar sem við erum að byggja. Húsið er þó langt frá því að vera tilbúið ennþá, en við gerðum hluta af því tilbúið svo við gætum flutt inn. Eins gaman og það var að búa í miðbænum, þá var það líka óþægilegt þar sem lífið okkar var alltaf í Mosfellbænum. Það fór því óttarlegur tími í það að sitja í umferð til dæmis.

Continue reading

Flórída yfir jólin

No Comments

Seinustu jól voru með örlítið öðru sniði þetta árið þar sem við fengum að njóta þeirra í Flórída í 28°C með fjölskyldu minni. Mig hefur lengi langað að deila þeirri upplifun með ykkur þar sem þetta var alveg frábært og mæli ég heilshugar með því að upplifa jól í öðru landi að minnsta kosti einu á ævinni, helst oftar.

Continue reading

Vikumatseðill nr. 6

No Comments

Hér finnur þú hugmyndir af kvöldmat, eftirrétt og bakstri fyrir vikuna. Til þess að gera hlutina ennþá einfaldari þá set ég tímann sem það tekur að elda réttinn fyrir aftan nafnið á réttinum. Þannig getur þú skipulagt vikuna með einföldum hætti.

Continue reading