Linda Ben

Private: Lífstíll

Dekur hreinlætisvörur fyrir líkama og heimili

No Comments

Ég vil að hreinlætisvörurnar sem ég nota séu umhverfisvænar, einfaldar í notkun og fegra heimilið. Humdakin fyllir upp í alla þá dálka ásamt því að ilma dásamlega og vera virkilega vandaðar vörur.

_MG_2018

Ég hef lengi leitað mér af góðri og fallegri lausn til þess að hafa þvottaefnin í þvottahúsi. Mér finnst umbúðir af þvottaefnum oft á tíðum óþarflega óspennandi og eitthvað sem maður þarf nauðsynlega að fela inn í skáp. Ég var því ekkert smá ánægð þegar ég sá þvottaefnið og mýkingarefnið frá Humdakin en umbúðirnar eru hreint út sagt dásamlega fallegar! Svo stílhreinar, einfaldar og akkurat eins og maður vill hafa þær.

_MG_1997

Lyktin af Humdakin vörunum er alveg æðisleg. Það er erfitt að lýsa lyktinni en mér dettur helst í hug hrein náttúra og silki þegar ég þefa af henni. Lyktin er fáguð og falleg rétt eins og umbúðirnar.

_MG_2009

Þvottaefnið hreinsar fötin vel og mýkingarefnið skilur þau eftir dásamlega mjúk og ilmandi. Ilmurinn umleykur þvottahúsið á meðan maður er að hengja upp fötin og á meðan þau þorna á snúrunum. Svo þegar ég klæði mig í fötin þá lifnar hún við aftur og dvelur með mér út daginn á mildan hátt án þess að vera truflandi eða of mikil.

_MG_2037

Uppþvottalögurinn frá Humdakin er virkilega góður. Hann er mjög sterkur og því þarf aðeins hálfa pumpu í heilan líter af vatni. Því endist hann mjög lengi og er því umhverfisvænni en venjulegir uppþvottalegir. Eitthvað sem mér finnst alveg virkilega sniðugt!

_MG_2046

Ég er virkilega hrifin af tuskunum og viskustykkinu frá Humdakin og gjörsamlega kolféll fyrir þessum ljós gráa lit. Mér finnst hann passa fullkomlega inn í eldhúsið. Tuskurnar eru hannaðar í 1950 stíl þar sem þær eru svolítið grófar og vandaðar. Leður hankinn og miðinn setja svo alveg punktinn yfir i-ið í glæsileikanum.

_MG_2041

_MG_2062

Mér finnst alveg nauðsynlegt að hafa handáburð hliðiná handsápunni inn á baði. Ég þríf á mér hendurnar mjög mikið og því vilja hendurnar mínar oft þorna. Þessi handsápa þurrkar hendurnar samt ekki eins mikið og hefðbundnar sápur þar sem innihaldsefnin eru sérstaklega valin til þess að gera það ekki. Handáburðurinn gengur svo hratt og örugglega inn í húðina og heldur rakanum vel inni. Ég gæti því ekki verið ánægðari með að hafa þessa tvennu á baðvaskinum mínum.

_MG_2038

Ef þú prófar þessar vörur, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Humdakin vörurnar fást í Epal

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5