







-
Papaya skyrskálar
10 mínÉg er búin að vera rekast á papya í búðum undanfarið en þetta er alveg dásamlega góður ávöxtur, minnir mig bæði á mangó og gula melónu. Það er æðislega gott að setja hafraskyr í papya, toppa með ávöxtum, berjum, múslí og möndlusmjöri. Þetta er algjör lúxus morgunmatur, hádegismatur eða sem millimáltíð seinnipartinn. Uppskriftin miðast við […]
Recipe by Linda -
Heilsusamleg möndlu og hinberjakaka
1 klstHér höfum við alveg dásamlega góða og ljúffenga köku sem er heilsusamlegri en þær flestar. Hún inniheldur ekkert hvítt hveiti, heldur er notað möndlumjöl í hana. Kakan er því glúteinlaus. Möndlumjölið gerir hana einnig næringarríkari og ég elska bragðið af möndlumjöli. Ég geri alltaf möndlumjölið mitt sjálf, og möndlumjólkina reyndar líka, en það er alveg […]
Recipe by Linda -
Trufflu sveppa risotto
40 mínHér höfum við uppskrift sem örugglega nokkur ykkar þekkja, en þetta er gamla góða sveppa risottið sem hefur veirð hér á síðunni lengi. Mér fannst upplagt að rifja þessa uppskrift upp þar sem þetta er einfaldlega það góður réttur. Ég gerði smávægilegar breytingar á uppskriftinni núna sem gera hana ennþá betri. Ég notaði í uppskriftina ítölsku […]
Recipe by Linda -
Smurt brauð með páskasíld, hleyptu eggi og hollandaise sósu
30 mínEf þú ert að velta fyrir þér hvað þú eigir að hafa í morgunmat á páskunum þá hef ég svarið fyrir þig. Hér höfum við nefninlega dásamlega gott smurt brauð með páskasíld og hleyptu eggi, toppað með hollandaise sósu. Ég velti því fyrir mér hvort við séum hér komin með íslenska útgáfu af egg benedikt? […]
Recipe by Linda -
Bleiku mini marengssnitturnar hennar Eyvarar
1 klst og 30 mínHér höfum við dásamlega góðar mini marengskökur með karamellukurls rjóma og hindberjum sem henta alveg frábærlega veislur og standandi boð. Hver marengskaka er það lítil að hún hentar sem fingramatur en hún er u.þ.b. 1-2 munnbitar. Það er því kjörið að raða þeim á bakka þar sem fólk getur tekið sér og stungið beint upp […]
Recipe by Linda -
Sítrónubaka
2 klstEf þú ætlar að baka í páskafríinu þá mæli ég alveg svakalega mikið með þessari dásamlegu sítrónuböku. Hún er einföld og einstaklega ljúffeng, fersk og vorleg 🌸🌸 Botninn er úr muldu kremkexi, bæði kexinu sjálfu og kreminu sem er á milli en það gerir botninn alveg svakalega góðan. Sítrónuremið sjálft samanstendur svo aðallega af eggjum, […]
Recipe by Linda -
Linsubaunaréttur með naan brauði
Hér höfum við virkilega góðan grænmetisrétt sem er fullur af hollustu og góðu bragði. Þetta er ódýr og hollur kvöldmatur sem inniheldur hátt hlutfall próteina, er mjög nærandi og seðjandi. Það borða allir í fjölskyldunni vel af þessum rétt þar sem hann er svo góður og þægilegt að borða hann. Ég smelli yfirleitt í naan […]
Recipe by Linda -
Quinoa grænmetissúpa
40 mínHér höfum við alveg ótrúlega góða grænmetissúpu sem er hlaðin af allskonar góðgæti. Hún er mjög matarmikil og saðsöm, full af próteini, trefjum og auðvitað vítamínum, andoxurnarefnum og steifefnum. Það er í algjöru uppáhaldi hjá mér núna að bæta quinoa í tærar súpur, áferðin og bragðið á quinoanu út í súpu minnir mig svolítið á […]
Recipe by Linda -
Hollustu nammibitar
1 klstÞessir hollustu nammibitar eru alveg einstaklega bragðgóðir! Þeir eru mjúkir og klístraðir, sætir og stökka dökka súkkulaðið utan um gerir þá algjörlega ómótstæðilega. Þeir eru búnir til úr aðeins 5 innihaldsefnum og það er mega einfalt að smella í þá. Maður setur döðlur, kasjúhnetur, kakó og tahini í blandara og maukar saman. Svo pressar maður […]
Recipe by Linda -
Sykurlaus súkkulaði ostakaka
3-4 klstHér höfum við alveg dásamlega góða súkkulaði ostaköku sem inniheldur engan sykur. Hún smakkast þó eins og venjuleg ostakaka, áferðin er silkimjúk og sæt á bragðið. Það sem gerir hana svona góða er súkkulaðismjörið frá Good Good en það er gert út stevíu. Til þess að gera þessa ostaköku þá mylur maður kex úr höfrum […]
Recipe by Linda -
Linguine og kjötbollur
30 mínHér höfum við alveg virkilega gott linguine og kjötbollur í dásamlegri ekta ítalskri tómatsósu, svolítið eins ítölsku ömmurnar gera þær. Með fáum en virkilega góðum innihaldsefnum. Kjötbollurnar sjálfar eru í átt við gömlu góðu kjötbollurnar sem þið mörg þekkið hér af síðunni. Sérlega djúsí, bragðmiklar og góðar. Ég er viss um að þessi réttur eigi […]
Recipe by Linda -
Besta brownie kakan
1 klstGóð brownie á alltaf vel við, sérstaklega extra góð, djúsí og svolítið klessuleg sem er með stökkum köntum. Þessi brownie er einmitt þannig. Þétt, djúsí og klessuleg þannig að hún heldur vel lögun á disk en bráðnar strax í munni. Það sem ég elska mest við brownie, svona fyrir utan bragðið, er hversu svakalega einfalt […]
Recipe by Linda -
Nauta quesadilla
15 mínHér höfum við ljúffengar nauta quesadillas sem er afar einfaldur og fljótlegur kvöldmatur. Það tekur einungis 15 mín að smella í þennan kvöldmat. Maður byrjar á því að steikja nautakjötið (líka hægt að nota afgangs nautakjöt í þessa uppskrift), bætir svo lauk, papriku, hvítlauk og gulum baunum á pönnuna, ásamt auðvitað taco kryddblöndu. Svo setur […]
Recipe by Linda -
Mjólkur og eggjalausir mjúkir kanilsnúðar með glassúri (vegan)
2 klst og 30 mínHér höfum frægu mjúku kanilsnúðana mína nema án mjólkurafurða og eggja. Þetta eru nákvæmlega sömu mjúku og djúsí snúðarnir nema í þetta skiptið eru þeir fyrir alla! Ofnæmispésa, vegan og alla aðra. Það kemur í ljós að egg eru alls ekki nauðsynleg í þessa uppskrift og því var því einfaldlega sleppt hér, en í staðin […]
Recipe by Linda -
Mangó og ástaraldin marengsrúlluterta
1 1/2 klstHér höfum við alveg dásamlega góða marensrúllutertu sem sómir svo aldeilis vel á svona góðviðrisdögum eins og þessum. Marengsinn sjálfur er mjúkur, þ.e. hann er stökkur að utan en ekki alveg bakaður í gegn, en það eru bestu marengsarnir að mínu mati. Svo djúsí og góðir. Rúllurtertan er svo fyllt með mangóbitum og ástaraldin sem […]
Recipe by Linda -
Döðlukaramellufyllt heilsukaka
45 mínHér höfum við dásamlega góða köku sem inniheldur nánast engan viðbættan hvítan sykur en er alveg svakalega góð og náttúrulega sæt á bragðið. Kakan er einnig vegan, er merkilega einföld og inniheldur fjöldan allan af hollum innihaldsefnum. Maður byrjar á því að baka botninn sem er að mestu leyti úr höfrum, hnetusmjöri, kókoshveiti, hafrajógúrti. Svo maukar […]
Recipe by Linda -
Mini súkkulaði ostakökur
3 klstHér höfum við alveg dásamlega góðar litlar súkkulaði ostakökur. Þær saman standa af póló kexbotni sem er nýja uppáhalds kexið mitt til að hafa í botninn á ostakökum, það er svo ótrúlega gott! Þú getur gert þessar ostakökur daginn áður og geymt í frysti yfir nótt. Tekið svo úr frystinum og skreytt þær svo með […]
Recipe by Linda -
Nautatacos með mangósalsa
15 mínHér höfum við svakalega góð nautatacos sem eru með sýrðum rjóma, mangósalsa, fersku króríander og hot sauce. Þetta er afar fljótlegur og einfaldur réttur, en það tekur um það bil 15 mín að elda hann. Maður byrjar á því að útbúa mangósalsað með því að skera niður mangó, rauðlauk, papriku og kóríander, kreystir svo lime […]
Recipe by Linda -
Bláberjahafragrautur
15 mínHér höfum við alveg einstaklega góðan hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur. Ég geri þennan graut reglulega fyrir son minn en hann er einn af þessum sem venjulega þolir ekki hafragraut, en hann alveg elskar þennan sem […]
Recipe by Linda -
Próteinríkar browniekúlur
30 mínEf þú ert að leita þér að einhverju ótrúlega ljúffengu sælgæti sem er samt ekki óhollt þá skaltu endilega smella í þessar hollu og próteinríku browniekúlur. Þær eru algjörlega sykurlausar en bragðast samt eins og alvöru browniekúlur. Þær samanstanda að mestu af kjúklingabaunum og döðlum sem gerir áferðina á þeim alveg einstaklega djúsí og mjúka […]
Recipe by Linda -
Sykurlausar súkkulaðibombubollur
2 klstHér höfum við skotheldar súkkulaðibollur sem eru alveg lausar við viðbættan sykur. Það kemur í ljós að sykur í bollum er ekki ómissandi! Þær eru afskaplega bragðgóðar og rjóminn sérstaklega ljúffengur með súkkilaðismjörinu frá Good Good. Súkkulaðirjóminn passar alveg dásamlega vel með sykurlausu jarðaberjasultunni og fersku jarðaberjunum. Enda eru súkkulaði og jarðaber alveg skotheld blanda […]
Recipe by Linda -
Karamellusúkkulaði vatnsdeigsbollur
2 klstHér höfum við einstaklega góðar vatnsdeigisbollur fylltar með tvennskonar karamellusúkkulaði og karamellukurli. Maður byrjar á því að bræða Pralín saltkaramellufyllta súkkulaðið saman við þeyttan rjóma og fyllir bollurnar, toppar þær svo með karamellukurli og bræddu Doré karamellusúkkulaði. Ef þú elskar karamellu og súkkulaði þá er það algjörlega borðliggjandi að þú verður að smakka þessar! Karamellusúkkulaði […]
Recipe by Linda -
Tiramisu vatnsdeigsbollur
2 klstHér höfum við dásamlega góðar vatnsdeigsbollur fylltar með klassíska eftirréttinum Tiramisu! Algjörlega fullkomnar með ljúffengum kaffibolla. Fyllingin er útbúin að svipaðan hátt og þegar maður gerir ostakökur, þ.e. maður hrærir flórsykur saman við mascapone ostinn sem maður hrærir svo saman við þeyttan rjóma. Þannig engin hrá egg hér. Svo drekkir maður lady finger kexkökunum í […]
Recipe by Linda -
Vatnsdeigsbollur með karamelluðum eplum
30 mínHér höfum við alveg ótrúlega góðar vatsndeigsbollur sem eru fylltar með epla og kanilsultu, þeyttum rjóma og karamelluðum eplum sem eru einstaklega ljúffeng! Maður byrjar á því að baka vatnsdeigsbollurnar en ég gerði mjög góða lýsingu á því hvernig þær eru útbúnar hér: https://lindaben.is/recipes/hinberja-bolludags-bollur-med-vanillukremsrjoma/. Ef baksturinn er þér ekki hliðhollur þá er líka alveg í […]
Recipe by Linda

























