Linda Ben

Appelsínukryddleginn lambabógur með grænu kryddjurtapestói

Recipe by
3-4 klst
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 3 manns

Þessi appelsínukryddlegni lambabógur er einstaklega ljúffengur. Kryddmarineringinn sem lambabógurinn er í gerir kjötið alveg svakalega bragðmikið og gott. Lambabógurinn er hentugur biti fyrir 2-3 manns.

Ég fór svolítið óhefðbundnar leiðir með meðlætið en ég smellti í maísbaunasalat og kryddjurtapestó með lambakjötinu og hlaut alveg svakalega mikið lof fyrir. Það er svo gaman að breyta til og þá sérstaklega þegar maturinn er svona góður.
Appelsínukryddleggin lambabóggur með fersku kryddjurtapestó og maíssalati

Appelsínukryddleggin lambabóggur með fersku kryddjurtapestó og maíssalati

Appelsínukryddleggin lambabóggur með fersku kryddjurtapestó og maíssalati

Appelsínukryddleggin lambabóggur með fersku kryddjurtapestó og maíssalati

Appelsínukryddleggin lambabóggur með fersku kryddjurtapestó og maíssalati

Appelsínukryddleginn lambabógur með grænu kryddjurtapestói

 • Appelsínukryddlegin lambabógur
 • Grænt kryddjurtapestó (uppskrift hér fyrir neðan)
 • Maísbaunasalat

Aðferð:

 1. Gott er að taka lambabóginn út úr kæli a.m.k. 2 tímum fyrir eldun svo hann nái stofuhita.
 2. Byrjið á því að brúna kjötið á pönnu og komið svo fyrir í steikarpotti (ofnheldum potti með loki), bakið steikina inn í ofni við 180°C í 20 mín. Lækkið svo hitann niður í 120°C og bakið þar til kjarnhiti kjötsins nær 65°-72°.
 3. Berið fram með grænu kryddjurtapestó og maísbaunasalati.

Grænt kryddjusta pestó

 • 30 g fersk basil
 • 15 g fersk steinselja
 • 1 msk sítrónusafi
 • Sítrónubörkur af 1/2 sítrónu
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 2 msk rifinn parmesan
 • u.þ.b. 1 dl bragðgóð extra virgin ólífu olía

Aðferð:

 1. Setjið öll innihaldsefnin í blandara og maukið á lágum styrk, blandan á að vera nokkuð gróf maukuð.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5