Linda Ben

Dásamleg marengsterta með karamellu sósu og súkkulaði

Recipe by
4 klst
Prep: 1 klst | Cook: 1 klst

Þessi jólalega marengsterta er unnin frá þessari uppskrift sem ég gerði í vor. Það er einhvernveginn endalaust hægt að leika sér með góða grunn uppskrift.

_MG_2963

Í þessari útfærslu sem ég súkkulaði kex frá Cloetta í deigið sem kom alveg virkilega vel út! Í rjómann setti ég svo meira af kexinu, jarðaber og toppaði rjómann með heimsins bestu og einföldustu karamellu sósu, namm!

_MG_2948

Marengsinn gerði ég með því að sprauta hluta af deiginu með hringlaga sprautustút og fékk þannig þessa skemmtilegu toppa áferð. Svo skreytti ég mareingsinn með mikið af matarglimmeri og silfur kúlum. Einfalt og virkilega fallegt.

_MG_3009

_MG_2998

_MG_2980

_MG_3015

_MG_3014

Marengs (2 botnar):

  • 6 eggjahvítur
  • 3,5 dl sykur
  • 2 tsk kornsterkja
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 tsk hvítt borðedik
  • Matarlitur (val)
  • 120 g súkkulaði frauðkex

Fylling:

  • 300 ml rjómi
  • 200 g jarðaber
  • 1 – 1½ dl karamellu sósa
  • 120 g súkkulaði frauðkex

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 120ºC og blástur.
  2. Notið fullkomlega hreina hrærivéla skál, setjið eggjahvíturnar í skálina og notið þeytarann.
  3. Blandið kornsterkjunni út í sykurinn, hrærið saman.
  4. Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst, setjið 1 tsk af sykri út í eggjahvíturnar í einu á ca ½ mín fresti, aukið hraðann hægt og rólega eftir því sem þið setjið meiri sykur út í (þolinmæðisverk en þó þess virði).
  5. Blandið saman vanilludropum og hvíta borðedikinu, hellið blöndunni út í þegar eggjahvíturnar hafa náð stífum toppum og hrærið saman við í ½ mín lengur.
  6. Teikniði tvo 22 cm hringi á sitthvoran smjörpappírinn, snúið smjörpappírnum við (svo pennastrikið sé niður) festiði smjörpappírinn á ofnplötu með því að setja örlítið deig undir hornin á smjörpappírnum og klessið við ofnplötuna.
  7. Skiptið deiginu í tvö hluta, hafið annan hlutan 2/3 og hinn hlutann 1/3.
  8. Brjótið Cloetta kexið í litla bita og blandið saman við stærri marengshlutann. Setjið matarlit í deigið og hrærið lítillega saman svo hann verði tvílitur. Skiptið svo því degi aftur í 2 hluta þannig að annar hlutinn sé 2/3 af deiginu og hinn sé 1/3. Smyrjið báðum hlutunum á smjörpappírana (hinn er þá þynnri).
  9. Setjið deigið með engu kexi ofan í þrjá sprautupoka, setjið matarlit í deigið fyrst og hrærið lítillega saman, skiljið eftir einn hlutann ólitaðan. Ég notaði hringlaga stúta í mismunandi stærðum. Ath. að það er hægt að nota einn sprautupoka og einn hringlaga stút líka, klára þá eitt degið og setja svo næsta aftur ofan í pokann.
  10. Sprautið toppum út um allt og frekar óreglulega um allan botninn, skiptist á að nota mismunandi litað deig. Til að gera topp sprautar maður stórri doppu af deigi og dregur svo hratt upp til að myndist toppur.
  11. Bakið í 60 mín, slökkvið svo á ofninum en ekki opna ofninn. Látið kökurnar kólna með ofninum. Takið þær út þegar ofninn hefur kólnað fullkomlega.

Fylling

  1. Þeytið rjómann.
  2. Skerið jarðabetið smátt niður í teninga og blandið út í rjómann.
  3. Setjið 1 tsk af rjóma á kökudiskinn og svo neðri marengsinn á diskinn, festið hann niður.
  4. Setjið rjómann á neðri marengsinn og jafnið vel úr honum.
  5. Hellið karamellunni yfir rjómann, helst þannig að hann er allur þakinn karamellu.
  6. Setjið efri marengsinn á, þrýsið honum létt niður svo hann festist.

_MG_3014

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_2978

Njótið vel!

Ykkar Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5