Linda Ben

Grillaður þorskur í afar bragðgóðum kryddlegi

Recipe by
40 mín
| Servings: 3 manns

Grillaður þorskur í afar bragðgóðum kryddlegi sem þú átt eftir að elska. Lykillinn er að leyfa kryddleginum að marinerast vel inn í fiskinn, nokkra klukkutíma ef möguleiki er.

Grillaður þorskur

Grillaður þorskur

Grillaður þorskur

Grillaður þorskur í kryddlegi

 • 700 g þorskur
 • ¼ tsk hvítlaukskrydd
 • ¼ tsk engifer krydd
 • ¼ tsk salt
 • ¼ tsk pipar
 • ¼ tsk paprika
 • ¼ tsk kóríander fræ
 • örlítið túrmerik
 • 2-3 msk ólífu olía
 • 1 sítróna

Aðferð:

 1. Byrjið á því að setja saman öll kryddin í skál, setjið ólífu olíu út á kryddið, rífið börkinn af sítrónunni og hrærið saman.
 2. Penslið kryddleginum á þorskinn, á báðar hliðar, það er gott að leyfa kryddinu að marinerast á fiskinum í nokkra klukkutíma ef tími leyfir.
 3. Kveikið á grillinu, notið grillgrind undir fiskinn, smyrjið hana vel fyrst með ólífu olíu. Grillið fiskinn í 4-5 mín á hvorri hlið eða þar til hann er eldaður í gegn.
 4. Kreystið safann úr sítrónunni yfir fiskinn áður en hann er borin fram.
 5. Gott að bera fiskinn fram með fersku salati og til dæmis þessari sósu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Grillaður þorskur

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5