Linda Ben

Karamellu kropps bollur

Recipe by
| Servings: Unnið í samstarfi við Nóa Siríus

Karamellu Kropp bollur fyrir bolludaginn.

Æðislegar karamellu kropp bollur fyrir alla sem elska karamellu. Þær eru fylltar með karamellu rjóma og Nóa Kroppi, toppaðar með karamelluglassúr og karamellukurli.

karamellu kropps bolludags bollur

karamellu kropps bolludags bollur

karamellu kropps bolludags bollur

karamellu kropps bolludags bollur

 

Karamellu kropp bolludags bollur

 • Vatnsdeigsbollur
 • 500 ml rjómi
 • 200 g Nóa Kropp
 • 150 g Nóa rjóma kúlur
 • 50 ml rjómi
 • 2 dl flórsykur
 • 50 g Síríus karamellukurl

Aðferð:

 1. Setjið rjóma kúlurnar í pott og bræðið með 50 ml rjóma, leyfið henni að kólna örlítið.
 2. Létt þeytið rjómann og bætið út í 2 msk af karamellunni, fullþeytið rjómann.
 3. Brjótið Nóa Kroppið og setjið ofan í rjómann, blandið varlega saman.
 4. Skerið bollurnar í helminga og fyllið þær með rjómanum, lokið bollunum.
 5. Setjið flórsykur ofan í karamelluna og blandið saman. Setjið karamelluna ofan á bollurnar og skreytið með karamellukurli.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

karamellu kropps bolludags bollur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5