Linda Ben

Kryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas

Recipe by
2 klst og 30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 5-6 manns

Kryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas.

Þið sem hafið smakkað kryddlegna lambalærið frá SS vitið að það er einstaklega bragðgott, þetta er mín uppáhalds marinering frá SS. Ef þú átt eftir að smakka þá vil ég hvetja þig til þess að gera það við fyrsta tækifæri.

Ég bar þetta lambalæri fram með æðislegu kartöflusalati, það er virkilega ljúffengt, bragðmikið og passar fullkomlega með lambalærinu. Einnig gerði ég aspas og græjaði sveppasósu með.

Kryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas

Kryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas

Kryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas

Kryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas

Kryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas

Kryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas

Kryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas

  • SS kryddlegið lambalæri
  • Kartöflusalat (uppskrift hér fyrir neðan)
  • Bakaður aspas (uppskrift hér fyrir neðan)

Kartöflusalat

  • 600 g parísarkartöflur
  • 4 msk majónes
  • 1-2 tsk gróft sinnep
  • 2-3 vorlaukar
  • 1 msk ferskt timjan
  • 1 msk ferskt dill
  • Salt og pipar
  • 2 tsk hvítvínsedik
  • 3-4 dropar hot sauce
  • Skreyta með örlítið meira af dilli, rósmarín og vorlauk

Bakaður aspas

  • U.þ.b. 250 g ferskur aspas
  • 2-3 msk ólífu olía
  • Salt
  • Parmesan ostur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Takið lambalærið út úr kæli og leyfið því að standa við stofuhita í u.þ.b. 2-3 tíma.
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 160°C.
  3. Setjið lambalærið í eldfastmót og setjið kjöthitamæli inn í miðjuna á kjötinu, bakið þar til kjarnhiti nær 60°C (meðalsteikt), tími fer eftir hversu stórt lærið er og hversu kalt það var þegar það fór inn í ofninn, en við erum alltaf að tala um klukkutíma +.
  4. Setjið kartöflurnar í skál ásamt majónesi, sinnepi, smátt söxuðum vorlauk, timjan og dilli. Kryddið til með salti og pipar, bætið hvítvínsediki út í og nokkrum dropum af hot sauce, blandið öllu vel saman og setjið í fallega skál, skreytið með meira af fersku kryddjurtunum.
  5. Skolið aspasinn vel og setjið í eldfast mót, setjið ólífu olíu yfir, salt og rífið parmesan ost yfir. Bakið inn í ofninum í u.þ.b. 20 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Kryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5