Linda Ben

Heilsteikt nautalund og klassísk sveppasósa

Recipe by
8 klst
Prep: 7 klst |

Heilsteikt nautalund

Hér er að finna klassíska uppskrift af síðunni en kominn var tími á að taka hana örlítið í gegn, smella inn nýjum myndum og betri útskýringum.

Þessi uppskrift er algjör klassík, við fjölskyldan höfum gert þessa í fjölda mörg ár og hefur hún aldrei klikkað. Það er upplagt að gera heilsteikta nautalund þegar von er á gestum í mat þar sem eldamennskan er frekar einföld. Það þarf einfaldlega að loka kjötinu á pönnu og stinga kjöthitamæli í það, baka það inn í ofni þar til kjarnhiti verður 53°C og láta það svo jafna sig við stofuhita áður en það er skorið. Á meðan kjötið er inn í ofninum er upplagt að græja meðlætið og sósuna.

Við berum kjötið yfirleitt alltaf með sveppasósunni klassísku en uppskriftin af henni er að finna hér fyrir neðan.

Einnig má bera kjötið fram með þessari bernaise sósu eða þessari trufflu bernaise sósu

Hvað varðar meðlæti þá mæli ég til dæmis með

Heilsteikt nautalund

Heilsteikt nautalund

Marinering

  • Nautalund
  • 1/2 dl ólífu olía
  • 1 msk dijon sinnep
  • 1 msk ferskt rósmarín
  • nóg af svörtum pipar

Aðferð:

  1. Setjið innihaldsefnin saman í skál og blandið saman, nuddið marineringunni á kjötið og leyfið kjötinu að marinerast í u.þ.b. 6 klst.
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 170°C og undir+yfir hita.
  3. Hitið pönnu og setjið svolítið af ólífu olíu á pönnuna. Steikið nautalundina á öllum hliðum í u.þ.b. 30 sek á hvorri hlið til þess að loka kjötinu.
  4. Setjið kjötið í eldfast form og setjið kjöthitamæli í það.
  5. Bakið inn í ofni þangað til kjarnhitinn nær 53°C, látið standa í 10-15 mín við stofuhita og látið jafna sig.
  6. Skerið kjötið í sneiðar.

Rjómasveppasósan

  • 1/2 laukur
  • 250 g sveppir
  • 2 msk smjör
  • 3 hvítlauksrif
  • 500 ml rjómi
  • vökvinn sem fellur til af nautakjötinu inn í ofninum
  • 2 stk nautakrafts teningar eða eftir smekk, fer eftir því hversu mikið af vökva fellur til af kjötinu.
  • 1 dl rauðvín
  • svartur pipar og salt eftir smekk
  • 1 msk gráðostur
  • Sósulitur eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið laukinn fínt niður og steikið hann upp úr örlitlu smjöri.
  2. Skerið sveppina niður og bætið þeim út á pönnuna ásamt restinni af smjörinu, steikið þangað til mesta vatnið af sveppunum er gufað upp.
  3. Pressið þrjú hvítlauksrif út á og steikið létt í 1-2 mín, hellið svo rjómanum út á. Bætið kraftinum sem féll af nautakjötinu út í sósuna ásamt teningunum rauðvíninu, smá pipar og salt og gráðostinum.
  4. Látið sósuna sjóða svolítið og bætið svo meira af kjötkrafti, salt og pipar, rauðvíni og gráðosti eftir smekk.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Heilsteikt nautalund

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5