Matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Innnes | Servings: 3 manns

Matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa stútfull af grænmeti og hollustu.

Það er upplagt að bera þessa súpu fram með ilmandi hvítlauksbrauði eða jafnvel þessum ostafylltu brauðstöngum ef þú vilt hafa matinn extra djúsí.

Fyrir þá sem vilja hafa kjöt í súpunni er til dæmis mjög gott að hafa kjúkling eða lambakjöt í henni. Það er þá best að nota foreldað kjöt eða elda það fyrst, taka af pönnunni og gera svo súpuna. Skera kjötið og setja kjötið svo í súpuna eftir að búið er að mauka grænmetið.

matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa

matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa

matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa

Matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa

 • 2 msk Filippo Berio ólífu olía
 • ½ laukur
 • ½ blaðlaukur (hvíti hlutinn)
 • 2 gulrætur
 • ½ sæt kartafla
 • 1 paprika
 • 1 dós Hunt’s niðursoðnir tómatar í bitum
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 líter vatn
 • 2 tsk grænmetiskraftur frá Oscar
 • 1 tsk kjúklingakraftur frá Oscar
 • Salt og pipar eftir smekk
 • ¼ tsk Þurrkaðar chillí krydd flögur (má sleppa)

Aðferð:

 1. Byrjið á því að skera laukinn og blaðlaukinn niður, setjið í pott ásamt olíu og steikið.
 2. Flysjið gulræturnar og sætu kartöflurnar og skerið í bita, bætið út á pottinn. Skerið paprikuna og bætið henni einnig út á og hrærið reglulega í.
 3. Opnið dósina af tómötunum, hellið út á og hrærið reglulega í.
 4. Pressið hvítlaukinn í gegnum hvítlaukspressu, pressið út á og hrærið reglulega í.
 5. Bætið vatninu saman við ásamt grænmetiskraftinum og kjúklingakraftinum, hrærið vel í og leyfið súpunni að sjóða í 10-15 mín.
 6. Takið töfrasprota og maukið súpuna.
 7. Smakkið til með salti og pipar og örlitlu þurrkuðu chillí ef áhugi er fyrir því að hafa súpuna örlítið sterka.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5