Linda Ben

mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu

Mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu.

Þessir snúðar eru einstaklega góðir! Hér er komið nýtt afbrigði af einni vinsælustu uppskrift síðunnar fyrr og síðar, ég ætla rétt að vona að þið séuð öll búin að smakka þá og vitið nákvæmlega um hvaða uppskrift ræðir en fyrir ykkur sem eigið eftir að kynnast uppskriftinni þá getið þið nálgast hana hér.

Þessi útgáfa gefur upprunalegu snúðunum ekkert eftir. Persónulega elska ég að leika mér með uppskriftir og prófa nýjar útfærslur og er þessi uppskrift fyrir alla þá sem vilja gera slíkt hið sama.

Það er að sjálfsögðu hægt að baka snúðana alla saman í einu formi eins og í upprunalegu uppskriftinni en ég vildi sýna ykkur hvernig er hægt að baka þá sem hefðbundna snúða þar sem ég hef fengið mjög mikið af spurningnum um hvort það sé hægt.

Svo eins og alltaf, það er um að gera að gera snúðana tilbúna daginn áður og geyma óbakaða inn í ísskáp yfir nótt, það eina sem þarf að passa er að loka þeim vel með plastfilmu svo þeir þorni ekki. Eftir að snúðarnir eru búnir að vera inn í ísskáp yfir nóttina þá er best að leyfa þeim að ná stofuhita áður en þeir eru bakaðir.

mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu

mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu

mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu

mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu

mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu

mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu

Mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu

  • 7 g þurrger
  • 120 ml volgt vatn
  • 120 ml volg mjólk
  • ½ dl sykur
  • 80 g brætt smjör
  • 1 tsk salt
  • 1 egg
  • 450 g hveiti
  • 100 g mjúkt smjör
  • 2 dl sykur
  • 2 msk kanill
  • 100 g suðusúkkulaði frá Nóa Siríus
  • 150 g Siríus sælkerabaksturs rjómatöggur
  • 1 dl rjómi
  • Siríus sælkerabaksturs karamellukurl

Aðferð:

  1. Byrjað er á að setja volgt vatn og volga mjólk ásamt gerinu í litla skál og hrært smá til að þurrgerið blotni.
  2. Setjið sykur, smjör, salt og egg í stóra skál og hrærið saman.
  3. Bætið svo nánast öllu hveitinu út í, skiljið um það bil 50 g eftir, og hellið gerblöndunni líka ofan í stóru skálina. Hnoðið deigið saman þangað til allt hefur blandast vel. Deigið á að vera klístrað en ef það er ennþá mjög blautt setjið þá restina af hveitinu út í.
  4. Látið deigið hefast í 1 – 1 ½ klst eða þangað til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
  5. Þegar deigið hefur hefað sig dreifið þið svolítið af hveiti á borðið, takið deigið úr skálinni og fletjið það út í um það bil 20×40 cm flöt.
  6. Blandið saman mjúku smjöri, sykri og kanil í skál, hrærið þar til blandað saman. Smyrjið fyllingunni yfir allt deigið.
  7. Saxið suðusúkkulaðið niður og dreifið yfir allt deigið.
  8. Rúllið svo upp deiginu frá 40 cm endanum í lengju og skerið hana svo í 12 – 15 bita.
  9. Setjið frekar stór muffinsform í muffinsálbakka og setjið einn snúð í hvert form.
  10. Leggið hreint viskustykki yfir og látið snúðana hefast í um það bil 30 mín.
  11. Stillið ofninn á 175°C og undir og yfir hita.
  12. Setjið snúðana í ofninn og látið bakast í u.þ.b. 20-30 mín (tími fer eftir hversu þykkir snúðarnir eru) eða þangað til þeir eru orðnir fallega gullnir á litinn.
  13. Setjið rjómatöggur í pott ásamt rjóma og bræðið saman varlega. Skiptið karamellunni á milli snúðanna og skreytið með karamellukurli.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5