Linda Ben

Skírnarveisla Birtu – veitingarnar sem boðið var upp á og skraut

Litla glaða og síbrosandi dóttir okkar var skírð um helgina og fékk hún nafnið Birta. Við héldum við litla og krúttlega veislu hér heima að tilefni þess. Mér þykir ótrúlega gaman að undirbúa veislur, bæði að baka fyrir þær og skreyta heimilið.

Skírnin var lítil og krúttleg, en við ákváðum að vera með hana hér heima. Við vorum eitthvað um 40 manns með börnum og því miðuðust veitingarnar við það. Ég hef áður skrifað um skírnarveislu og hvernig maður undirbýr slíka frá A-Ö og mæli ég með að lesa þá grein líka.

Ég byrjaði snemma að undirbúa veitingarnar enda langaði mig að hafa þær allar heimatilbúnar og því var skipulag og góður undirbúningur nauðsynlegur.

Skírnarveisla nafnaveisla Linda Ben

Veitingarnar sem boðið var upp á:

  • Mini Djöflatertu bollakökur
    • Hægt að baka bollakökurnar með fyrirvara, pakka vel inn og geyma í frysti án krems þar til daginn fyrir veisu. Setja svo kremið á kvöldið fyrir veisluna, pakka aftur vel inn og geyma í kæli yfir nótt, muna að taka úr kæli með góðum fyrirvara svo kremið sé orðið mjúkt í veislunni
    • A.t.h. það er nóg að setja aðeins 1 tsk af deigi í hvert mini bollakökuform og baka í örfáar mín.
    • Ég sleppti kaffinu í kremið og setti rjóma í staðinn.
  • Ostakakan hennar mömmu
    • Hægt að gera þessa köku með mjög góðum fyrirvara og geyma í frysti þar til á veisludeginum, taka þá út úr frysti með 2 tíma fyrirvara.
    • Ég setti Daim í ostakökuna sjálfa og skipti bláberjum út fyrir hindber þar sem ég vildi hafa hana bleika.
  • Franskar Makkarónur
    • Uppskrift hefur ekki verið opinberuð, en mögulega verður það gert í náinni framtíð.
  • Prinsessuterta
    • Gerð daginn fyrir veislu og geymd í ísskáp, skreytt klukkutíma fyrir.
  • Marengsbomba með brownie, jarðaberjum og salt karamellu sósu
    • Hægt að gera marengsinn með mjög góðum fyrirvara og geyma.
    • Brownie kökuna er líka hægt að baka með góðum fyrirvara og geyma í frysti
    • Einfalt að smella svo saman veisudaginn og skreyta með salt karamellunni.
  • Rækjubrauðterta
    • Uppskrift væntanleg
  • Pepperóní brauðrétturinn hennar mömmu (ekki myndaður)
    • Gott að gera kvöldið áður, setja plastfilmu yfir og geyma inn í kæli.
    • Baka inn í ofni 20 min fyrir veislu.
  • Papriku brauðrétturinn hennar ömmu Eddu (ekki myndaður)
    • Uppskrift væntanleg

Skreytingarnar pantaði ég frá Partývörum. Blöðruborðann er best að hengja upp daginn áður til að spara tíma á veisludeginum sjálfum.

Blómvendirnir saman standa af eucalyptus greinum með berjum, weeping baeckea (þekki því miður ekki íslenska heitið) og bleikum snjóberjum. Blómin klippti ég líka til og notaði sem skreytingar á veitingunum.

Prinsessuterta, skírnarterta

Skírnarveisla nafnaveisla Linda Ben

Skírnarveisla nafnaveisla Linda Ben

Skírnarveisla nafnaveisla Linda Ben

Skírnarveisla nafnaveisla Linda Ben

Prinsessuterta, skírnarterta

Skírnarveisla nafnaveisla Linda Ben

Skírn skírnarveisla nafnaveisla Linda Ben

Mér hafa borist fjölmargar fyrirspurnir um gullfallega skírnarkjólinn sem hún er í en hann var keyptur árið 2007 í sérstakri skírnarkjólabúð sem er því miður ekki ennþá starfandi.

Skírnarveisla nafnaveisla Linda Ben

Skírnarveisla nafnaveisla Linda Ben

Skírnarveisla nafnaveisla Linda Ben

Skírnarveisla nafnaveisla Linda Ben

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5