Linda Ben

Marengsbomba með brownie, jarðaberjum og salt karamellusósu

Recipe by
2 kist
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 15 manns

Hér er ein mesta bomba sem ég hef bakað í lengri tíma! Marengsbomba með brownie, jarðaberjum og salt karamellusósu, hvað gæti farið úrskeiðis? Ekki margt því þessi er alveg ótrúlega góð þó ég segi sjálf frá! ❤️

Þessa köku er hægt að baka með góðum fyrirvara. Marengsbotninn er hægt að baka mörgum dögum áður og geyma, brownie kökuna er best að baka daginn áður eða samdægurs.

Að sjálfsögðu er í góðu lagi að stytta sér svolítið leið í þessari marengsbombu með því að kaupa brownie mix og tilbúna salt karamellusósu ❤️

Marengsbomba men brownie bites, jarðaberjum og salt karamelllu sósu

Marengsbomba með brownie, jarðaberjum og salt karamellusósu

Aðferð:

  1. Bakið marengsbotnana, sjá uppskrift og leiðbeiningar hér fyrir neðan.
  2. Bakið brownie, sjá uppskrift og leiðbeiningar hér fyrir neðan. Leyfið kökunni að ná stofuhita og skerið svo í litla bita.
  3. Þeytið rjómann, skerið jarðaberin í u.þ.b. 1×1 cm bita og bætið þeim út í rjómann ásamt 3/4 af brownie bitunum (skiljið nokkra bita eftir til að skreyta kökuna.
  4. Setjið helminginn af rjómablöndunni í stóra skál eða disk með háum kannti. Brjótið annann marengsbotninn gróft og setjið yfir rjómablönduna. Setjið afganginn af rjómablöndunni yfir og brjótið hinn marengsbotninn yfir.
  5. Dreifið salt karamellusósu yfir og skreytið með restinni af brownie bitunum.

Marengsbomba men brownie bites, jarðaberjum og salt karamelllu sósu

Marengs (2 botnar):

  • 6 eggjahvítur
  • 3,5 dl sykur
  • 2 tsk kornsterkja
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 tsk hvítt borðedik

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 120ºC.
  2. Notið fullkomlega hreina hrærivéla skál, setjið eggjahvíturnar í skálina og notið þeytarann.
  3. Blandið kornsterkjunni út í sykurinn, hrærið saman.
  4. Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst, setjið 1 tsk af sykri út í eggjahvíturnar í einu á ca ½ mín fresti, aukið hraðann hægt og rólega eftir því sem þið setjið meiri sykur út í (þolinmæðisverk en þó þess virði).
  5. Blandið saman vanilludropum og hvíta borðedikinu, hellið blöndunni út í þegar eggjahvíturnar hafa náð stífum toppum og hrærið saman við í ½ mín lengur.
  6. Teikniði tvo 22 cm hringi á sitthvoran smjörpappírinn, snúið smjörpappírnum við (svo pennastrikið sé niður) og skiptið deiginu á hringina tvo, sléttið úr og bakið í 50-60 mín.

Brownie:

  • 115 g smjör
  • 130 g súkkulaði
  • 2 og 1/3 dl sykur
  • 2 egg
  • 60 ml mjólk
  • 2 og 1/3 dl hveiti

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175ºC.
  2. Setjið smjörpappír í eldfastmót, brjótið pappírinn inn í horninn svo pappírinn passi fullkomlega.
  3. Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti yfir lágum hita.
  4. Slökkvið á hitanum og hellið sykrinum út í blönduna, hrærið reglulega í og látið kólna svolítið (5-10 mín)
  5. Í hrærivélaskál blandið saman mjólk og eggjum. Hellið saman við súkkulaði-smjör blöndunni og hrærið vel.
  6. Blandið hveitinu varlega saman við og hellið í formið. Bakið í 25 mín og leyfið henni að kólna alveg að stofuhita.

Marengsbomba men brownie bites, jarðaberjum og salt karamelllu sósu

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5