Linda Ben

Skrautlegar mini súkkulaðikökur

Recipe by

Ég ákvað um daginn að í staðin fyrir að gera eina stóra súkkulaðiköku að gera margar mini súkkulaðikökur. Ég sæki mikinn matar innblástur á Instagram og var ég búin að sjá svo margar sætar útfærslur á mini kökum að ég bara varð að prófa sjálf.

Ég tók klassísku súkkulaðiköku uppskriftina mína sem ég geri fyrir allar veislur, en hún bara klikkar ekki, og skipti deiginu í sex hluta til þess að hver kaka yrði 3 hæða.

Mini kökuformin keypti ég í Søstrene Grene, en þau eru 12 cm í þvermál, það er eflaust hægt að fá þau á fleiri stöðum líka.

Ég skreytti svo kökurnar með malt kúlum frá Omnom og með þrenns konar smjörkremi.

Klassísk súkkulaðikaka

 • 7 dl sykur
 • 350 g smjör
 • 4 egg við stofuhita
 • 9 dl hveiti
 • 2 tsk matarsódi
 • 2 dl kakó
 • 6 tsk vanillusykur
 • 2 tsk salt
 • 3 dl kalt vatn
 • 4 dl súrmjólk

Aðferð:

 1. Smjör og sykur er þeytt vel saman.
 2. Eggjum við stofuhita bætt saman við einu í einu. (Ef eggin eru köld látið þau þá liggja í volgu vatni í 5 mín fyrst)
 3. Blandið þurrefnunum saman við í aðra skál og sigtið.
 4. Í aðra skál blandiði saman súrmjólk og vatni.
 5. Setjið til skiptis þurrefna og súrmjólkur vatnsblönduna út í eggjablönduna og blandið saman varlega.
 6. Smyrjið með smjöri viðeigandi form.
 7. Kakan bökuð í miðjum ofni við 180°C með blæstri, í 20-30 mín, það þarf að fylgjast vel með kökunum og passa að baka ekki of lengi. Góð leið til að sjá hvort kakan sé tilbúin er að hrissta formið smávegis og ef kakan virðist fljótandi undir þarf hún lengri tíma en ef hún virðist stinn þá stingiði prjón í kökuna og ef ekkert deig kemur með þá er hún tilbúin.
 8. Kælið botnana vel.
 9. Þegar botnarnir eru orðnir alveg kaldir er hver skorinn þvert í tvennt.
 10. Útbúið krem.

Súkkulaðikrem:

 • 1ooo g smjör við stofuhita
 • 1200 g flórsykur
 • 1 dl kakó
 • 2 msk rjómi
 • 2 msk síróp

Aðferð:

 1. Þeytið smjörið vel þangað til það er létt og loftmikið.
 2. Blandið saman flórsykri og kakó, setjið það svo út í smjörið og þeytið rólega saman við.
 3. Hellið rjóma og sírópi í á kremið, 1 msk í einu og hrærið vel á milli.
 4. Þeytið smjörkremið vel þangað til það er orðið létt og loftmikið.
 5. Raðið botnum á fjóra litla kökudiska (ég notaði hvítar undirskálar), setjið krem á botninn, setjið annað lag af köku, aftur krem og svo seinasta botninn. Hjúpið kökurnar með súkkulaðikremi.
 6. Skiljið um það bil 150 g af súkkulaðikremi eftir.
 7. Búið til annað smjörkrem úr 300 g af smjöri og 400 g af flórsykri, fylgið leiðbeiningum hér fyrir ofan en sleppið kakóinu, skiptið í tvennt og litið annan hlutann bleikann.
 8. Setjið ljósa, bleika og súkkulaðikremið í sprautupoka með sprautustút á, ég notaði sprautustúta nr 21 199 og 4B frá Wilton.

Kaka 1:

 1. Raðið hvítum malt kúlum frá Omnom neðst á diskinn.
 2. Sprautið ljósa, bleika, súkkulaðikreminu og raðið hvítum malt kúlum til skiptis, látið ná niður fyrir brúnina.

_MG_7449

_MG_7463

Kaka nr 2:

 1. Sprautið ljósu, bleiku og súkkulaðikremi frá diski til skiptis alveg nánast upp að toppi.
 2. Raðið hvítum, lakkrís og mjólkursúkkulaðis malt kúlum frá Omnom upp á toppinn.

_MG_7453_MG_7459

Kaka nr 3:

 1. Raðið hvítum, lakkrís og mjólkursúkkulaðis malt kúlum frá Omnom upp á diskinn og í miðjuna á ofan á kökunni.
 2. Sprautið með ljósu, bleiku og súkkulaðikremi til skiptis í kringum kúlurnar og aðeins niður með brúninni.

_MG_7455_MG_7460

Kaka nr. 4:

 1. Raðið hvítum, lakkrís og mjólkursúkkulaðis malt kúlum frá Omnom óreglulega upp á diskinn og alveg upp með hliðum kökunnar.
 2. Skiljið toppinn eftir auðann.

_MG_7444_MG_7461

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

One Review

 1. Íris Baldvinsdóttir

  Myndi segja kaka nr. 1

  Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5