Linda Ben

Súkkulaðikaka með saltkaramellufyllingu

Súkkulaðikaka með saltkaramellufyllingu err eitthvað sem þú verður að smakka!

Súkkulaðikakan er útbúin úr kökumixinu mínu – Ljúffeng súkkulaðikaka Lindu Ben, en það er að mínu mati alveg stórkostlega gott og jafnvel betri en að gera súkkulaðiköku frá grunni, að minnsta kosti ekki síðri. Ég er svo yfir mig þakklát fyrir góðu viðbrögðunum sem kökumixin mín hafa verið að fá um allt land.

Ég hef fengið spurningar út í kökumix botnana mína og hvernig er best að geyma þá. Þeir geymast nefninlega mjög vel. Ég baka þá oft með löngum fyrirvara, pakka vel inn plasfilmu og geymi í frysti. Það er gott að gera það nokkrum dögum áður en maður er með veislu til dæmis.

Ég set svo yfirleitt kremið á botnana dagginn fyrir veislur og læt þær standa upp á borði yfir nótt. Þannig nær kremið að draga sig inn í kökurnar og þær verða ennþá mýkri fyrir vikið.

Endilega sendu þína spurningu á mig og ég svara þér við fyrsta tækifæri, annað hvort hér á síðunni eða á Instagram @Lindaben.

Salt karamellufyllingin gefur súkkulaðinu ennþá meiri dýpt og gerir súkkulaðikökuna algjörlega ómótstæðilega og ennþá meira djúsí.

Súkkulaðikaka með saltkaramellufyllingu

Súkkulaðikaka með saltkaramellufyllingu

Súkkulaðikaka með karamellufyllingu

Súkkulaðikaka með saltkaramellufyllingu

Súkkulaðikaka með saltkaramellufyllingu

Súkkulaðikaka með saltkaramellufyllingu

Súkkulaðikaka með saltkaramellufyllingu

  • Ljúffeng súkkulaðiköku þurrefnablanda frá Lindu Ben
  • 3 egg
  • 150 g smjör/bragðlítil olía
  • 1 dl vatn

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
  3. Setjið deigið í smurð 20 cm smelluform (eða álíka stórt) og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.
  4. Kælið kökurnar að stofuhita og útbúið kremið á meðan.

Myntusúkkulaðibitakrem

  • 300 g mjúkt smjör
  • 100 g rjómaostur
  • 400 g fljórsykur
  • 50 g kakóduft
  • Saltkaramellusósa (keypt tilbúin eða nota þessa uppskrift)
  • Brómber til að skreyta (má að sjálfsögðu sleppa og nota eitthvað annað)

Aðferð:

  1. Þeytið smjörið þar til mjúkt og loftmikið, bætið rjómaostinum, flórsykrinum og kakóduftinu út í og þeytið þar til aftur orðið mjúkt og loftmikið.
  2. Smyrjið 1/4 af kreminu á neðri botninn, setjið kremið í sprautupoka og sprautið kremi á hring á útjaður kökunnar (þannig að kremið myndi brún svo karamellusísan leki ekki út úr kökunni.
  3. Setjið vel af karamellusósu (ef þið eruð að nota heimagerða saltkaramellu passið að hún sé alveg köld) inn í smjörkremshringinn og setjið seinni botninn varlega ofan á, passið að skemma ekki smjörkremsbrúnina sem þið bjuggið til áðan) og hjúpið svo kökuna með 1/2 því sem eftir er af kreminu. Restina af kreminu setjiði í sprautupoka (ég notaði stóran opnan stjörnustút) og sprautið doppum á útthring kökunnar. Setjið saltkaramellusósu inn í þann hring líka.
  4. Skreytið með því að setja brómber ofan á smjörkremsdoppurnar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5