Linda Ben

Trufflu sveppa risotto

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Dimm | Servings: 3 manns

Hér höfum við uppskrift sem örugglega nokkur ykkar þekkja, en þetta er gamla góða sveppa risottið sem hefur veirð hér á síðunni lengi. Mér fannst upplagt að rifja þessa uppskrift upp þar sem þetta er einfaldlega það góður réttur. Ég gerði smávægilegar breytingar á uppskriftinni núna sem gera hana ennþá betri.

Ég notaði í uppskriftina ítölsku sælkeravörurnar frá Dimm sem heita Made by mama. Þetta eru ekta ítalskar vörur, búnar til úr fremstu gæða hráefnum samkvæmt ekta ítölskum hefðum. Hönnunin á þeim er svo falleg sem gerir vörurnar ennþá skemmtilegri. Þú getur skoðað vörurnar betur hér: https://dimm.is/collections/made-by-mama.

Trufflu risotto

Trufflu risotto

Trufflu risotto

Trufflu risotto

Trufflu risotto

Ljúffengt trufflu sveppa risotto

 • 500 g kastaníu sveppir (má líka blanda saman venjulegum sveppum og kastaníu sveppum)
 • 1 laukur (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni)
 • 100 g smjör (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni)
 • U.þ.b. 4 msk trufflu olía (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni) frá Made by mama
 • ferkst timjan
 • 3 ½ dl risotto hrísgrjón frá Made by mama
 • 2 dl hvítvín (gott að nota Chardonnay)
 • 1000 ml vatn
 • 3 tsk kjúklingakraftur
 • 2 – 3 tsk trufflumauk Crema di tartufo bianco frá Made by mama
 • Trufflusalt frá Made by mama
 • Pipar
 • 1 dl rifinn parmesan ostur (meira til að bera fram með) frá Made by Mama

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Skerið sveppina niður í sneiðar og setjið á bökunarplötu með smjörpappír.
 3. Skerið laukinn í helming, skerið annan helminginn niður í þunnar sneiðar og dreifið yfir sveppina á bökunarplötunni.
 4. Bræðið smjörið og hellið yfir sveppina og laukinn, hellið einnig 2 msk af trufflu olíu yfir, klippið niður ferskt timjan og dreifið yfir. Bakið inn í ofni i 25 mín eða þar til sveppirnir og laukurinn er orðinn mjúkur í gegn.
 5. Setjið 2 msk af trufflu olíu á pönnu og stillið á meðal hita.
 6. Skerið hinn helminginn af lauknum smátt niður og steikið þar til hann er byrjaður að mýkjast.
 7. Setjið þá hrísgrjónin út á pönnuna og steikið í 1 mín. Bætið þá hvítvíninu út á og steikið þar til mesti vökvinn er gufaður upp, hrærið stanslaust í. Bætið þá 250 ml vatni út á ásamt 1 tsk af kjúklingakrafti, hrærið stanslaust í og leyfið að malla þar til mest allur vökvinn er gufaður upp. Endurtakið þar til búið er að setja 1000 ml af vatni og 3 tsk af kjúklingakrafti, þá ættu hrísgrjónin einnig að vera orðin mjúk og góð.
 8. Rífið parmesan ost niður og bætið út á risottoið, hrærið öllu saman.
 9. Setjið 2/3 af sveppunum og lauknum út á, ásamt restinni af smjörinu og blandið saman.
 10. Kryddið til með trufflusalti og pipar
 11. Skiptið risottoinu á milli diska, setjið restina af sveppunum og lauknum yfir, ferskt timjan og rífið parmesan ost yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Trufflu risotto

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5