Linda Ben

Vatnsdeigsbollur með karamelluðum eplum

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Hér höfum við alveg ótrúlega góðar vatsndeigsbollur sem eru fylltar með epla og kanilsultu, þeyttum rjóma og karamelluðum eplum sem eru einstaklega ljúffeng!

Maður byrjar á því að baka vatnsdeigsbollurnar en ég gerði mjög góða lýsingu á því hvernig þær eru útbúnar hér: https://lindaben.is/recipes/hinberja-bolludags-bollur-med-vanillukremsrjoma/. Ef baksturinn er þér ekki hliðhollur þá er líka alveg í góðu lagi að kaupa þær líka tilbúnar tómar.

Það er svo rosalega einfalt að útbúa karamelluðu eplin, maður sker þau í bita og setur í pott eða pönnu með smjöri og púðursykri, lætur malla í smástund þar til eplin eru mjúk í gegn og karamellan farin að þykkna.

Svo setur maður sultu á bollurnar ásamt þeyttum rjóma og toppar svo með karamelluðu eplunum. Ef þér finnst vanta eitthvað ofan á efri hluta bollunnar þá er rosalega gott að bræða hvítt súkkulaði ofan á, en ég ákvað að skreyta toppinn með gylltu matarglimmeri.

Vatnsdeigsbollur með karamelluðum eplum

Vatnsdeigsbollur með karamelluðum eplum

  • Vatnsdeigsbollur
  • 300 ml rjómi
  • St. Dalfour epla og kanil sulta
  • karamelluð epli (uppskrift hér fyrir neðan)
  • gyllt matarglimmer

Karamelluð epli:

    • 2 epli
    • 2 msk smjör
    • 1 dl púðursykur

Aðferð:

    1. Skerið eplin í bita.
    2. Setjið púðursykur og smjör í pott, bræðið saman.
    3. Bætið eplunum út í pottinn og leyfið þessu að malla saman í nokkrar mín þar til eplin eru orðin mjúk í gegn.

Aðferð:

  1. Bakið vatnsdeigsbollurnar samkvæmt uppskrift sem er tengd hér að ofan.
  2. Gerið karamelluð epli samkvæmt uppskrift hér að ofan.
  3. Skerið bollurnar í sundur og setjið sultu í botninn.
  4. Setjið vel af þeyttum rjóma ofan á sultuna og svo karamelluð epli ofan á rjómann.
  5. Lokið bollunum og skreytið með gylltu matarglimmeri.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Vatnsdeigsbollur með karamelluðum eplum

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5