Linda Ben

Private: Lífstíll

Vikumatseðill nr. 6

No Comments

Hér finnur þú hugmyndir af kvöldmat, eftirrétt og bakstri fyrir vikuna. Til þess að gera hlutina ennþá einfaldari þá set ég tímann sem það tekur að elda réttinn fyrir aftan nafnið á réttinum. Þannig getur þú skipulagt vikuna með einföldum hætti.

Continue reading

Njótum augnabliksins!

No Comments

Ég keypti þessi gullfallegu blóm um daginn þegar ég átti von á ljósmyndara frá Fréttablaðinu í heimsókn. Þeir sem hafa flett fréttablaðinu í dag hafa mögulega rekist á innlit inn á heimilið okkar.

Continue reading

Innlit í 29 fm íbúð í 101 Reykjavík

6 Comments

Eins og ég sagði ykkur frá í þessari færslu erum við Ragnar að byggja okkur hús frá grunni. Á meðan framkvæmdunum stendur búum við í tæplega 29 fm íbúð í miðbænum. Það var dálítið skref fyrir okkur, þriggja manna fjölskyldu, að minnka við okkur um heila 210 fm, nánast ómögulegt myndu einhverjir segja. En með miklu skipulagi og útsjónarsemi hefur þetta gengið virkilega vel fyrir sig og okkur líður mjög vel í pínu litlu íbúðinni okkar. Þó svo að íbúðin sé afar lítil þá virkar hún alveg ótrúlega vel, hún er nefninlega alveg glettilega vel skipulögð. Áður en við tókum við íbúðinni þá hafði hún verið hluti af annari stærri íbúð, akkurat þar sem við sofum núna var áður eldhús, mér þykir það ótrúlega viðeigandi miðað við atvinnu mína. Við innréttuðum hana svo sjálf með eins hagkvæmum hætti og mögulega hægt var.

Continue reading

Bestu uppskriftirnar árið 2017 að mati höfundar

1 Comment

Það vill stundum verða að uppáhalds uppskriftirnar mínar og þær sem ég tel vera virkilega vel heppnaðar eru ekkert endilega þær sem slá mest í gegn. Flestar af þessum uppskriftum hafa þó náð heilmiklum vinsældum en náðu þó ekki allar inn á topp 10 yfir mest lestnu uppskriftirnar. Það er ýmislegt sem veldur því að bestu uppskriftirnar ná ekkert endilega mestu vinsældunum. Tímasetningin sem ég pósta uppskriftinni á netið er þar stór partur, einnig hafa myndir og titill mikið að segja. Þess vegna finnst mér gaman að telja einnig upp uppáhalds uppskriftirnar mínar sem ég hef sett hér á síðuna árið 2017.

Continue reading