Linda Ben

Private: Lífstíll

Vinsælustu uppskriftir 2017!

No Comments

Núna þegar árið er á enda er skemmtilegt að fara aðeins yfir árið og fara yfir hvaða uppskriftir hafa verið þær vinsælustu á árinu.

Alls komu inn 96 nýjar uppskriftir á árinu, ef ég geri ráð fyrir 5 myndum í hverri færslu eru það 480 nýjar matarmyndir, en myndirnar sem voru teknar hafa örugglega verið nær milljón ef ég þekki mig rétt.

Á árinu fór ég vel út fyrir þægindahringinn og gerði mitt fyrsta matreiðslumyndband. Það reyndist vera hin besta skemmtun fyrir mig og aðra þar sem viðtökurnar fóru fram yfir mínar björtustu vonir. Myndböndin enduðu 16 samtals og er stefnan er tekin á það að hafa þau mikið fleiri árið 2018!

10 vinsælustu uppskriftir www.lindaben.is árið 2017 eru eftirfarandi:

10. sæti

Sölt karamella

salt karamella uppskrift

9. sæti

Hollur morgunmatur: Léttar og góðar banana pönnukökur

Hollur morgunmatur, léttar og góðar banana pönnukökur

8. sæti

Choco-Hazel brauð sem þú trúir ekki að sé sykurlaust

_MG_0132

7. sæti

Banana rúllan hennar ömmu

Súkkulaði banana rúllutertan hennar ömmu

6. sæti

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Ljúffengar fiskibollur

5. sæti

Glæsileg og öðruvísi marengsterta

_MG_7516 copy

4. sæti

Fljótlegur eftirréttur sem slær í gegn

Einfaldur marengs eftirréttur

3. sæti

Klassískt íslenskt grillað lambalæri með rjómalagaðri sveppasósu og sætkartöflumús

Grillað lambalæri uppskrift

2. sæti

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti

1.sæti

Ostakakan hennar mömmu

Uppáhalds ostakakan!

Það verður spennandi að sjá hvaða uppskriftir ná að hald velli á næsta ári og hverjar fá að víkja fyrir nýjum uppskriftum.

Ég þakka ykkur óendanlega mikið fyrir lesturinn á árinu og vona að 2017 hafi verið bragðgott og ljúft ár. Megi 2018 vera enn betra!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5