Linda Ben

Private: Lífstíll

Bestu uppskriftirnar árið 2017 að mati höfundar

1 Comment

Það vill stundum verða að uppáhalds uppskriftirnar mínar og þær sem ég tel vera virkilega vel heppnaðar eru ekkert endilega þær sem slá mest í gegn. Flestar af þessum uppskriftum hafa þó náð heilmiklum vinsældum en náðu þó ekki allar inn á topp 10 yfir mest lestnu uppskriftirnar. Það er ýmislegt sem veldur því að bestu uppskriftirnar ná ekkert endilega mestu vinsældunum. Tímasetningin sem ég pósta uppskriftinni á netið er þar stór partur, einnig hafa myndir og titill mikið að segja. Þess vegna finnst mér gaman að telja einnig upp uppáhalds uppskriftirnar mínar sem ég hef sett hér á síðuna árið 2017.

Mínar uppáhalds uppskriftir raðast upp af bragði, hversu ánægð ég var með myndirnar, hversu oft ég hef gert uppskriftirnar. Hversu mikið rétturinn kom mér á óvart og hversu erfitt það var að láta réttinn heppnast akkurat rétt.

Það reyndist mér gríðarlega erfitt að velja mínar uppáhalds uppskriftir, nánast eins og að gera upp á milli barnanna sinna. Ég hef lagt svo mikla vinnu í allar þessar uppskriftir og í raun ánægð með þær allar, annars væri þær ekki hér inni. Upphaflega voru uppáhalds uppskriftirnar mínar 25 talsins en eftir mjög mikla umhugsun náði ég að fækka þeim niður í topp 10. Ég ákvað þó að gera mér lífið þó ekkert óþarflega erfitt og því er uppskriftunum raðað í tímaröð en ekki eftir uppáhaldi.

 

Fallegur og elegant jarðaberja trifle eftirréttur

_MG_2796

Konfekt kleinuhringir

_MG_1882

Gómsætur saltfiskur eins og þú hefur aldrei smakkað hann áður

_MG_1659 litil

Turkish pepper bollakökur

_MG_0212

Tapas veisla með stuttum fyrirvara

_MG_9079

Salt karamellu smákökur með hvítum súkkulaðibitum

salt karamellu smákökur með hvítum súkkulaðibitum

Fylltar fajita kartöflur

_MG_8239

Fljótleg heimabökuð pizza með hvítlauks risarækjum

Fljótleg heimabökuð pizza með hvítlauks risarækjum

Glæsileg og öðruvísi marengsterta

_MG_7505

One comment on “Bestu uppskriftirnar árið 2017 að mati höfundar

  1. Æði!! Ætla að prófa nokkrar þarna. Finnst þú ættir samt að setja næstu 10 -15 uppáhalds uppskriftir inn líka!

    Star

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5