Linda Ben

Kjúklingur og grænmeti eldað í einu fati

Recipe by
1 klst
| Servings: 3 manns

Kjúklingur og grænmeti eldað í einu fati er æðislegur, bragðgóður og fljótlegur réttur.

Rétturinn saman stendur af kjúklingabringum, sætum kartöflum, sveppum, rauðlauk, rjóma og rifnum osti. Kjúklingabringurnar eru skornar í tvennt, þvert, svo eldunartíminn er töluvert styttri en ef bringurnar væru ekki skornar þvert.

Allt í einu fati er mín allra uppáhalds eldunaraðferð en það kallar á að smella öllum innihaldsefnum inn í eitt fat sem er allt bakað inn í ofni, rétt eins og nafnið gefur til kynna.

Að elda mat með þessari aðferð gerir það að verkum að brögðin blandast vel saman, grænmetið verður gífurlega djúsí og bragðmikið og kjúklingurinn safaríkur. Ekki er verra hversu lítið uppvask er eftir það að elda mat með þessari aðferð. Venjulega myndu vera a.m.k. 2 eldföst mót (eitt fyrir grænmetið og eitt fyrir kjúklinginn) og einn pottur (til að gera sósuna) ef þessi matur væri eldaður allur í sitthvoru lagi, svo við erum að tala um mikið auðveldari frágang. Plús það (uppáhalds punkturinn minn) að hægt er að ganga frá öllu eftir matseldina á meðan rétturinn er inn í ofni, svo frágangurinn að loknum matmálstíma er í algjöru lágmarki.

Kjúklingur og grænmeti eldað í einu fati

Kjúklingur og grænmeti eldað í einu fati

 • 2 kjúklingabringur
 • ½ tsk paprika krydd
 • Salt og pipar
 • ½ tsk oreganó
 • 1 meðal stór sæt kartafla
 • 250 g sveppir
 • ½ rauðlaukur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 3 dl rjómi
 • 2 tsk kjúklingakraftur
 • 200 g rifinn ostur með pipar
 • Ferskt rósmarín

Aðferð:

Aðferð má einni sjá sem myndband í highlights á Instagraminu mínu Instagram.com/lindaben

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C og undir+yfir hita.
 2. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt þvert og langsum yfir bringurnar, kryddið þær með salt, pipar, papriku kryddi og oreganó, leggið til hliðar á meðan grænmetið er gert tilbúið.
 3. Flysjið kartöfluna og skerið hana í litla bita. Skerið sveppina, hver svepp í 4 hluta. Skerið rauðlaukinn og hvítlaukinn smátt niður, og setjið allt saman í frekar stórt eldfast mót.
 4. Setjið kjúklingakraft út í rjómann, hrærið og hellið yfir grænmetið. Dreifið u.þ.b. 100 g af rifna ostinum yfir, kryddið með salt, pipar og oreganó, hrærið örlítið í.
 5. Leggið kjúklingabringurnar yfir og bakið inn í ofni í 20 mín. Setjið þá restina af ostinum yfir kjúklinginn og bakið þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn og osturinn byrjaður að verða gullinn (u.þ.b. 15 mín í viðbót). Skreytið með fersku rósmarín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Ekki það sem þú varst að leita að? Skoðaðu þá þessar uppskriftir:

Safaríkur kjúklingur með sveppum og aspas í hvítvíns rjómasósu undir bræddum osti

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti

Heileldaður kjúklingur í potti með grænmeti

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5