Linda Ben

White Lady í gulum klæðum – Kokteill

Recipe by
5 mín
| Servings: 2 glass

White Lady í gulum klæðum varð fyrir valinu sem fyrsta kokteil uppskriftin hér inni heilt í ár og því löngu komin tími á nýja uppskrift!

Það er óhætt að segja að margir hafa saknað þess að fá nýjar kokteila uppskriftir hingað inn, en af augljósum ástæðum þurfu kokteila uppskriftirnar að fara í smá dvala á meðan ég var ólétt.

Kokteillinn þessu sinni er gullfallegur og einstaklega ljúffengur, alveg eins og við viljum hafa þá.

White Lady kokteillinn er svolítið froðukenndur en það gerir eggjahvítan í honum. Ef þér finnst ógirnilegt að borða hráa eggjahvítu beint úr egginu vil ég benda þér á að hægt er að kaupa gerilsneyddar eggjahvítur á brúsa í flestum matvörubúðum.

Ástríðuávöxts safann fann ég í Krónunni en hann er örugglega til á fleiri stöðum líka.

Til að fá hann vel freyddan og góðan þá er um að gera að hrista kokteilinn vel og lengi með klökunum, sem eru svo sigtaðir frá áður en drykkurinn fer í glasið.

Ástríðu White Lady kokteill

Ástríðu White Lady kokteill

Ástríðu White Lady kokteill

Uppskriftin miðast við tvö glös

White Lady í gulum klæðum – Kokteill

  • 60 cl Cointreau
  • 30 cl Gin
  • 60 cl Ástríðu ávöxts safi
  • 30 cl eggjahvíta
  • Safi úr ½ sítrónu
  • Klakar

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefni saman í kokteil hristara og hristið vel.
  2. Hellið drykknum í gegnum sigti ofan í kokteilglösin.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Ástríðu White Lady kokteill

Ekki það sem þú varst að leita að? Skoðaðu þá þessar uppskriftir:

Cosmopolitan

Basil Gimlet kokteill eins og hann er bestur

Bleikt Prosecco Spritz

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5