-
Fljótlegar vöfflur með karamellu bönunum og rjómaís
15 mínHér höfum við svo góðar vöfflur sem eru einfaldar og fljótlegar að útbúa. Maður byrjar á því að útbúa karamelluna og sker bananana út í hana og pekanhnetur. Svo ristar maður vöfflurnar og ber þær fram með karamellu bönununum og rjómaís. Hvort sem vöfflurnar eru borðnar fram í brunchinum, kaffiboðinu eða í eftirrétt munu þær […]
Recipe by Linda -
Smash “dumpling” tacos
20 mínSmash dumpling tacos er svo svakalega góður og fljótlegur matur. Þú hefur mögulega tekið eftir smash borgara tacoinu sem hafa verið út um allt á samfélagsmiðlum, hér höfum við dumpling útgáfuna af tacoinu. Ég lofa þér að þessi útgáfa á ekki eftir að valda þér vonbrigðum. Tacoið er ferskt, djúsí og svo svakalega bragðmikið. Maður […]
Recipe by Linda -
Túnfiskasalat með mexíkósku ívafi
15 mínTúnfiskasalat með mexíkósku ívafi er ótrúlega gott tvist á klassíska túnfiskasalatið. Það saman stendur af túnfiski í chilísósu, eggjum, gulum baunum, kóríander, agúrku og papriku. Ótrúlega gott á súrdeigsbrauðið eða bara hvað sem þér finnst gott að borða með túnfiskasalati, til dæmis vefju eða hrökkkexi. Ef þú ert að leita að hugmyndum um að góðu […]
Recipe by Linda -
Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu
1 klstOfnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu er alveg dásamlega góður og haustlegur réttur, alveg fullkomið með góðu rauðvínsglasi og góðum félagsskap. Maður byrjar á því að loka kjötinu á pönnu og útbýr svo sósuna á sömu pönnu. Þegar sósan er tilbúin setur maður kjötið aftur ofan í sósuna og leyfir öllu að malla saman inn í ofni […]
Recipe by Linda -
Bakaðar gulrætur með kryddjurta hvítlaukssósu
30 mínBakaðar gulrætur með kryddjurta hvítlaukssósu er virkilega gott meðlæti með hvaða rétti sem er. Kryddjurta hvítlaukssósan er ferks og bragðmikil, hún hentar sömuleiðis með mjög mörgu og um að gera að nota hana mikið. Ég nota þessa sósu til dæmis í grænmetisvefjurnar, þessi sósa passar sömuleiðis vel með falafel bollunum eða hnetusteikinni. Bakaðar gulrætur með […]
Recipe by Linda -
Bláberja jógúrtkaka – án eggja og mjólkur (v)
30 mínBláberja jógúrtkaka – án eggja og mjólkur, er einstaklega ljúffeng vegan útgáfa af bláberja skyrköku. Þessi er afskaplega einföld og fljótleg. Það er best að smella henni í smástund í frysti eða kæli þegar hún er tilbúin, þá heldur hún betur lögun þegar maður setur hana á disk, en ef þú vilt borða kökuna strax […]
Recipe by Linda -
Salat með sætum kartöflum, mangó og trönuberjum með tahini-hlynsírópsdressingu
20 mínLjúffengt salat með sætum kartöflum, mangó og trönuberjum með tahini-hlynsírópsdressingu. Einstaklega hollt og næringarríkt salat sem bragðast dásamlega. Salat með sætum kartöflum, mangó og trönuberjum með tahini-hlynsírópsdressingu 1 sæt kartafla 2 msk ólífu olía (skipt í 2 hluta) 400 g kjúklingabaunir Salt og pipar 1/2 tsk paprikukrydd 30 g grænkál 1 mangó 1/2 dl þurkuð […]
Recipe by Linda -
Egg Benedikt og Egg Royal á ekta english muffins
30 mínEgg Benedikt og Egg Royal á ekta english muffins. Ég treysti því að þið hafið flest smakkað Egg Benedikt, eða allavega heyrt um þann bragðgóða morgunverð. Það eru kannski ekki alveg eins margir sem hafa smakkað Egg Royal en sá réttur er í ennþá meira uppáhaldi hjá mér. Í egg Royal er beikoninu/skinkunni skipt út […]
Recipe by Linda -
Bláberja acai skál
5 mínBláberja acai skál sem er stútfull af hollum og góðum andoxunarefnum sem vernda líkamann. Bláber eru virkilega holl fyrir okkur og eru meðal annars þekkt fyrir að vernda líkamann gegn ótímabærri öldrun. Haust jógúrtið frá Örnu er búið til úr íslenskum bláberjum og bragðast alveg dásamlega eitt og sér. Það er samt alltaf gaman að […]
Recipe by Linda -
Peru og burrata salat
20 mínPeru burrata salat er ferskt, litrríkt og ljúffengt kjúklingasalat. Salatið saman stendur af íslensku babyleaf salati (sem líkist smá spínati en er mikið betra, ef þið hafið ekki smakkað), íslensku klettasalati, gilluðum kjúkling, grilluðum perum, tómötum, burrata, sprettum og furuhnetum. Salatið er svo gert ennþá betra með einfaldri og góðri sítrónudressingu og balsamik gljáa. Sprettur […]
Recipe by Linda -
Perluhnappa ísterta
1 klst og 15 mínPerluhnappa ísterta ístertan er alveg einstaklega góð! Hún er afar einföld að útbúa og kjörið að smella í þegar eftirrétturinn þarf að vera fljótlegur, einfaldur en fyrst og fremst bragðgóður. Maður byrjar á því að brjóta niður tilbúinn marengsbotn og setja í botninn á formi. Ég er alltaf hrifin af því að setja hringinn af […]
Recipe by Linda -
Apabrauð – djúsí kanilbollubrauð
3 klstApabrauð er virkilega djúsí kanilbollubrauð. Brauðið byggist upp af litlum kanilhjúpuðum bollum sem eru bakaðar allar saman í kökuformi. Áður en bollurnar eru bakaðar hellir maður smjöri ofan í kökuformið sem gerir bollurnar alveg einstaklega djúsí og svakalega góðar! Apabrauð 350 ml mjólk 12 g þurrger 50 g sykur 80 g smjör 2 lífræn egg […]
Recipe by Linda -
Hvítlaukssmjörs risarækjupasta með hvítvínsrjómasósu
20 mínHvítlaukssmjörs risarækjupasta með hvítvínsrjómasósu sem þú átt eftir að elska. Það er einfalt og fljótlegt að útbúa, tekur aðeins 20 mín að smella saman og eitthvað sem flest allir ættu að ráða við að gera. Ef risarækjurnar eru flosnar, byrjar maður á því að afþýða þær, mér finnst best að setja þær í sigti og […]
Recipe by Linda -
Kjúklingavefjur með grænmeti, rifnum osti og hvítlaukssósu
15 mínKjúklingavefja með grænmeti, rifnum osti og hvítlaukssósu er frábært hugmynd að góðu nesti fyrir börn og fullorðna. Þessar vefjur eru í mjög mikllu uppáhaldi hjá stráknum mínum sem er 10 ára. Það sem þarf í þessar vefjur er kjúklingalundir, vefjur, grænmeti og hvítlaukssósa. Ég kaupi oftast tilbúnar frosnar kjúklingalundir sem eru í stökkum hjúp, þær […]
Recipe by Linda -
Jarðaberja krönsíkaka
1 klstEf þig langar í alveg ómótstæðilega köku sem er einstaklega bragðgóð þá skaltu ekki leita lengra. Þessi jarðaberja krönsíkaka er eins og nafnið segir til um með krönsí toppi og klístraðari miðju. Jarðaberja krönsíkaka Ljúffeng vanillukaka þurrefnablanda Lindu Ben 3 egg 1 dl vatn 1 1/2 dl olía (eða brætt smjör) 80 g smjör 80 […]
Recipe by Linda -
Próteinríkar grískt jógúrtbollur með skinku og osti
35 mínPróteinríkar grískt jógúrtbollur með skinku og osti eru bragðgóðar og hollar bollur. Þær eru seðjandi og nærandi á sama tíma. Þessar bollur eru fullkomnar sem nesti og líka til að eiga tilbúnar inn í ísskáp til að grípa í. Þær eru góðar einar og sér þar sem þær innihalda skinku og ost en það er […]
Recipe by Linda -
Ofurfæðis pistasíu súkkulaðibrownie
30 mínOfurfæðis pistasíu súkkulaði browniebitar sem eru dásamlega mjúkir og unaðslega bragðgóðir. Þessir bitar eru fullir af hollu ofurfæði svo sem valhnetum, pistasíuhnetum, pekanhnetum, kakó. Mjúku döðlurnar gera bitana sæta eins og nammi og gera áferðina seiga eins og alvöru brownies eru. Það er upplagt að smella í þessa uppskrift og skera í bita, geyma svo […]
Recipe by Linda -
Fljótleg sveppasúpa með osta hvítlauksbrauði
15 mínFljótleg sveppasúpa með osta hvítlauksbrauði sem er svo ótrúlega gott! Stundum þarf matseldin að vera extra fljótleg og þá er gott að geta gripið í tilbúnar súpur. Þessi villisveppasúpa frá Ora er bragðgóð, full af hollum sveppum og eins fljótleg og súpur gerast. Maður einfaldlega hellir súpunni ofan í pott og hitar að suðu. Ég […]
Recipe by Linda -
Ávaxtabakki með jarðaberja-sítrónu ídýfu
10 mínÁvaxtabakki með jarðaberja-sítrónu ídýfu er frábær leið til að bera fram ávextina á fallegan og ljúffengan hátt. Ávextirnir eru að sjálfsögðu ljúffengir einir og sér en til að gera þá ennþá skemmtilegri er sniðugt að bera þá fram með ídýfu sem bæði börnum og fullorðnum finnst bragðgóð. Ídýfan saman stendur af frosnum jarðaberjum, sítrónusafa og […]
Recipe by Linda -
Litríkt og bragðgott risarækju hrásalat með mexíkósku ívafi
15 mínLitríkt og bragðgott risarækju hrásalat með mexíkósku ívafi sem tekur enga stund að úttbúa. Ég elska fljótlegan, bragðgóðan og hollan kvöldmat. Þetta ljúffenga salat tekur aðeins 15 mín að útbúa og það er stútfullt af allskonar litríkri hollustu sem gerir líkamanum okkar gott á meðan það leikur við bragðlaukana okkar. Það góða við svona hrásalat […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði karamellukröns fudge með jarðaberjum úr 3 innihaldsefnum
30 mínSúkkulaði karamellukröns fudge með jarðaberjum úr aðeins 3 innihaldsefnum. Þetta er örugglega með því einfaldara sem hægt er að “baka” en maður einfaldlega sker niður suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti, hitar sæta niðursoðna mjólk, hellir yfir súkkulaðið og hræri þar til bráðnað saman. Blönduna setur maður í smjörpappírsklætt form með jarðaberjum og lætur stirðna. Svo […]
Recipe by Linda -
Ljúffeng gulrótakaka
1 klstAð gera lífið einfaldara og bragðbetra hefur alltaf verið mitt markmið með uppskriftasíðunni minni. Þess vegna þegar ég var að velta fyrir mér hvaða vöru ég ætti að bæta við Ljúffengu vörulínuna mína þá var mér strax hugsað til gulrótaköku. Það elska held ég allir gulrótakökur. Þær eru svo bragðgóðar, kryddaðar og góðar. Þessi gulrótakökublanda […]
Recipe by Linda -
Kalt basilpestó pastasalat
20 mínÞetta pastasalat er svo svakalega gott! Það er rjómkennt, bragðmikið og ferskt á sama tíma. Græna pestóið með eldpiparnum er alveg í miklu uppáhaldi hjá mér, það er smá sterkt en alls ekki of, meira svona til að gefa því smá kikk og gera það bragðmeira. Börnin mín borða það með bestu list bara svona […]
Recipe by Linda -
Próteinríkt og ljúffengt ískaffi
5 mínÞú verður að prófa þetta ískaffi, það er svo svakalega gott! Það er afskaplega einfalt að gera, kallar á ekkert auka síróp eða neitt þannig svo það hentar fólki sem er á ferðinni vel. Það er próteinríkt og ljúffengt því það inniheldur Örnu+ próteindrykkinn með kaffibragðinu, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Próteinríkt og […]
Recipe by Linda