-
Ofur einföld og ljúffeng jarðaberja jógúrt kaka
Hér er að finna alveg ótrúlega ljúffenga og einfalda köku sem er jafnframt alveg stórglæsileg. Það þarf alls ekki að vera neinn skreytingarmeistari til þess að ná að gera þessa köku, bara slétta úr kremi, skera ber og raða þeim á, einfaldara gerist það varla! Kakan sjálf er þétt og mjúk í sér með góðu […]
Recipe by Linda -
Pulled “pork” taco með ananas salsa
Anamma Pulled Vego BBQ bragðast alveg ótrúlega vel! Áferðin er alveg rosalega lík venjulegu kjöti, það vel að þegar ég var byrjuð að borða, varð ég fyrir smá sjokki og tók umbúðirnar upp úr ruslinu til þess að lesa á þær vegna þess að ég hreinlega trúði því ekki að það sem ég væri að […]
Recipe by Linda -
Hættulega góðar súkkulaði smákökur fylltar með saltri karamellu!
30 mínHér er að finna hættulega góðar súkkulaði smákökur fylltar með saltri karamellu sem þú munt elska! Söltu kramellurnar keypti ég tilbúnar út í búð, notaðu þínar uppáhalds karamellur! Salt karamellu fylltar súkkulaði smákökur 150 g smjör 300 g hveiti ½ tsk matarsódi ½ tsk vanillusykur ¼ tsk sjávar salt 150 g ljós púðursykur 100 g […]
Recipe by Linda -
Ömmu jógúrt, ljúffengur morgunmatur fyrir stóra sem smáa ofur kroppa
Þennan morgunmat þekkjum við fjölskyldan aðeins undir ömmu jógúrt en nafnið er tilkomið frá því að strákurinn minn var í heimsókn hjá ömmu sinni (mömmu minni) þar sem hún útbjó þetta jógúrt fyrir hann fyrir mörgum árum síðan. Hann var eitthvað lystarlítill þennan dag svo mamma útbjó extra djúsí jógúrt fyrir hann sem myndi næra litla […]
Recipe by Linda -
Stórhættulega góðar kókos risarækjur
30 mínMér finnst ótrúlega gaman að geta loksins deilt með ykkur þessari uppskrift þar sem þetta er besti rækjuréttur sem ég hef gert frá upphafi! Ég gerði réttinn fyrir tveimur vikum síðan en loksins er uppskriftin að koma inn og ástæðan fyrir seinkuninni er að ég fékk heilahristing þegar ég var að elda þennan rétt, sem er […]
Recipe by Linda -
Spicy mangó jalapenó margaríta
Hér er að finna alveg virkilega sumarlegan drykk fyrir þá sem fýla hlutina smá spicy! Sætan kemur skemmtilega á móti því sterka í jalapenóinu. Hægt er að stjórna því svolítið hversu sterkur drykkurinn er með því að sleppa fræjunum úr jalapenóinu og stækka bitann eða minnka af jalapenóinu sem er marinn saman við drykkinn. Ég […]
Recipe by Linda -
10 partýréttir sem slá í gegn!
Djúsí pönnu pizza með heimagerðri pizzasósu og gómsætu áleggi Bakaður brie með kashew hnetum og fíkjum Avocadó sósa sem slær alltaf í gegn Lakkrís súkkulaðihjúpuð jarðaber Stórkostlegur ostabakki Fullkomnar bruschettur Berja sumarkokteill fyrir alla fjölskylduna Beergaríta Moscow Mule Jarðaberja Gin&Tonic
Recipe by Linda -
Djúsí pönnu pizza með heimagerðri pizzasósu og gómsætu áleggi
2 tímar og 40 mínMig hafði mjög lengi langað að gera mér alvöru pönnupizzu. Þar sem ég eignaðist nýverið fullkomna steipujárns pönnu var ekki eftir neinu að bíða lengur. Ég fékk þessa glæsilegu Lodge steipujárns pönnu í Hrím en ég hef áður fjallað um þessa snilld hér á blogginu, það er hægt að nota hana í nánast hvað sem […]
Recipe by Linda -
Bragðmikil kjúklingaspjót í jógúrt marineringu með ferskum grilluðum maís með fetaost mulningi
1 klst og 25 mínKjúklingaspjót í bragðmikilli jógúrt marineringu borið fram með ferskum grilluðum maís með fetaost mulningi er fullkominn réttur til þess að fagna því að loksins er farið að vora! Jógúrt marineringin er virkilega bragðmikil og góð, hvítlaukurinn ríkjandi en saffran kryddið kemur einni með ómótstæðilegt bragð. Ég mæli með að láta kjúklinginn marinerast eins lengi og […]
Recipe by Linda -
Beergaríta uppskrift og myndband
Sumarlegur og ótrúlega bragðgóður kokteill sem þú átt eftir að elska, sama hvort þú sért mikið fyrir bjór eða ekki! Beergaríta (Bjór margaríta) Uppskriftin miðast við tvö glös 1 staup Tequila 1 staup Cointreau 2 staup lime safi 1 Corona bjór skiptur á milli glasanna Aðferð: Fyllið glösin af klökum og setjið einnig nokkra klaka […]
Recipe by Linda -
Pasta í ferskri tómatsósu
15 mínÉg er algjörlega komin í sumarfýlinginn þó svo að veðrið sé ennþá á báðum áttum með hvort það sé að fara koma sumar eða ekki. Eitt af því sem einkennir vorið er að maður fer að borða léttari mat, pottréttirnir og þykku kjötmiklu súpurnar fá að víkja fyrir gómsætum pastaréttum og litríkum salötum. Eins og glöggir […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði bollakökur með sykurpúða kremi og kexi
3 tímarUndanfarið er ég búin að vera með algjört æði fyrir mini flipperum! Þetta er besta nammi í heimi ef þú spyrð mig. Þeir eru alls ekki eins og hefðbundnir sykurpúðar á bragðið, heldur svo miklu miklu betri. Bollaköku uppskriftina hef ég gert ótal oft og þær slá alltaf í gegn! Ofur mjúkar og rakar kökur […]
Recipe by Linda -
Íslenskar pönnukökur með rjóma, ab-mjólk og ferskum berjum
30 mínMér finnst fátt betra en að fá mér pönnukökur í morgunmat um helgar, bæði íslenskar og amerískar. Ég er þó ekki alltaf tilbúin í að fá mér þær of sykraðar, það geymi ég alveg spari. Ég er því búin að koma mér upp nokkrum “go to” útfærslum sem eru alveg virkilega góðar en innihalda ekki […]
Recipe by Linda -
Flórída yfir jólin
Seinustu jól voru með örlítið öðru sniði þar sem við fengum að njóta þeirra í Flórída í 28°C með fjölskyldu minni. Mig hefur lengi langað að deila þeirri upplifun með ykkur þar sem þetta var alveg frábært og mæli ég heilshugar með því að upplifa jól í öðru landi að minnsta kosti einu sinni á ævinni, […]
Recipe by Linda -
Kisu barna afmæliskaka
Litla frænka mín varð 1 árs í byrjun apríl. Mamma hennar (systir mín) var lengi búin að hugsa hvernig köku hún ætlaði að gera fyrir 1 árs afmæli krúttmúsarinnar. Þar sem hún er mikill kisu áhugamanneskja (við systurnar líka) og elskar fátt meira en krúttlega kisu bangsa ákvað mamma hennar að búa til kisu köku […]
Recipe by Linda -
Bragðmiklir þorskhnakkar eldaðir í einni glæsilegri Lodge pönnu
35 mínÞetta er afar bragðgóður og ljúfur fiskréttur sem einfalt er að skella í. Ég hef alltaf verið hrifin af réttum sem hægt er að elda í einu íláti, þá er ég að meina potti, pönnu eða eldföstu móti. Það sparar tíma, uppvask, fyrirhöfn og gerir lífið eitthvað svo mikið einfaldara. Þessi fiskréttur er einmitt þannig. […]
Recipe by Linda -
Jógúrt og ávaxta grautur
5 mínÞennan graut er gott að skella í og taka með sér sem nesti eða útbúa á kvöldin og borða svo í morgunmat. Jógúrt og ávaxta grautur ½ banani ½ kíví 1 msk chia fræ 2 msk hafrar 3 msk grísk jógúrt ½ dl mjólk 10-15 vínber Aðferð: Stappið bananann og kívíið niður, setjið í […]
Recipe by Linda -
Einfalt og gott vegan basil pestó
10 mínÉg gerði þetta klassíska basil pestó en skipti út parmesan ostinum út fyrir næringar ger til þess að gera það alveg vegan og næringarríkara. Það er frábært til þess að þykkja pestóið svipað og osturinn gerir og gefur gott bragð. Vegan pestó 60 g ferskt basil (tvö box) 1 dl furuhnetur 1 – 1½ hvítlauksgeiri […]
Recipe by Linda -
Ofur einföld og góð vegan pestó pizza
Ég prófaði seinasta sumar vegan pizzu á pizza og brugghúsinu Ölverk í Hveragerði. Það var engin sérstök ástæða fyrir því að ég ákvað að prófa þá pizzu, ég er hvorki vegan, grænmetisæta eða neitt þannig, ég er bara venjuleg “æta” sem elskar góðan mat og fannst hún hljóma vel. Ég neita því samt ekki, alltaf […]
Recipe by Linda -
15 hugmyndir að réttum fyrir páskahátíðina
Hér er að finna 15 gómsætar hugmyndir af forréttum, aðalréttum, meðlæti, eftirréttum og almennum bakstri sem kjörið er að njóta um páskana.
Recipe by Linda -
Heimalagaður hátíðar ís með Dumle og Tyrkisk Peber
24 klstÞetta er útgáfa af uppskrift sem hefur verið í fjölskyldunni frá því að ég man eftir mér. Til að mynda hefur mamma gert þennan ís með tobleróni öll jól frá því að ég var lítil og gerir enn. Hér má sjá upprunalegu uppskriftina sem mamma mín skrifaði í uppskriftarbókina sína fyrir alltof mörgum árum síðan. […]
Recipe by Linda -
Hamborgarar með fetaost mulningi
25 mínMér finnst alveg ótrúlega gaman að finna nýjar og bragðgóðar útgáfur af einföldum mat sem við þekkjum öll. Hlutirnir þurfa nefninlega alls ekki að vera flóknir og framandi til þess að bragðast stórkostlega. Hér muldi ég fetaost kubb út í hakkið áður en ég setti borgarana saman og setti svo boston gurka relish á borgarana. Útkoman […]
Recipe by Linda -
Einfaldir lime skyrköku bitar
1 klst og 30 mínÞessir hafra skyrköku bitar eru svo ótrúlega góðir! Strákurinn minn alveg dásamar þessar kökur eins og þið eflaust sjáið á myndinni þar sem hann nælir sér í eina á meðan ég var ennþá að smella af myndum. Fyrirmynd mín af þessum kökum er hin al-ameríska Key-lime pie nema þessar eru töluvert heilsusamlegri en alveg jafn […]
Recipe by Linda -
Bláberja fylltar glúteinlausar bollakökur sem eru léttari en ský!
1 klst og 30 mínÍ þessar bollakökur notaði ég möndlumjöl sem gerir þær léttari en ský, en þess vegna eru þær líka alveg glúteinlausar. Að bíta í þessar kökur er guðdómleg upplifun! Ljúfa rjómaostakremið hylur bláberjasultu dropa en geymir líka létt ristuðu möndluflögurnar og fersku bláberin. Ef þú ert að leita af einföldum og bragðgóðum bollakökum þá er þetta uppskrift sem […]
Recipe by Linda