Linda Ben

12 hugmyndir af bragðgóðum og einföldum fiskréttum

Hér er að finna allskonar fiskrétti sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég hef alltaf jafn gaman að því að búa til svona lista og rifja upp gamlar uppskriftir í leiðinni. Það vakna yfirleitt hjá mér minningar, hvernig það var þegar við fjölskyldan borðuðum þennan mat og hvernig stemmingin var. Eftir að hafa sett saman þennan lista er ég komin með óstjórlega mikla löngun í góðan fiskrétt og mun ég að sjálfsögðu elda einn slíkan á morgun.

Í þessari upptalningu koma risarækjur ansi oft upp, 4 af 12 uppskriftum innihalda risarækjur, en það er einföld ástæða fyrir því, þær eru bara svo góðar!

Annað sem sést oft í þessari upptalningu er að elda fisk oft í einu fati með grænmetinu og sósunni í, það er að segja, “allt eldað í einu fati”. Sú eldunaraðferð er mín allra uppáhalds! Ég bý í litlu eldhúsi þar sem ég elska að geta smellt öllu saman í eitt fat og inn í ofn, það er BEST!

Ofur einfalt og djúsí risarækju spagettí

Ofur einfant og djúsí risarækju spagettí

Virkilega einfaldur og ferskur lax með jarðaberja salsa

ferskur og bragðmikill lax með jarðaberja salsa

Stórhættulega góðar kókos risarækjur

Stökkar kókosrækjur

Bragðmiklir þorskhnakkar eldaðir í einni glæsilegri Lodge pönnu

þorskhnakkar, uppskrift, fiskur, einfaldur

Fljótlegur og djúsí lax bakaður í einu fati með aspas, sítrónu og fetaosti

Fljótlegur og djúsí lax bakaður í einu fati með aspas, sítrónu og fetaosti

Einfaldur grískur fiskréttur sem slær öll met!

Einfaldur grískur fiskréttur sem slær öll met!

Rækju “Scampi” eins og á Cheesecake Factory

Rækju “Scampi” eins og á Cheesecake Factory

Djúsí laxa taco með avocadó salsa og hvítlauks lime sósu

Djúsí laxa taco með avocadó salsa og hvítlauks lime sósu

Ferskt og bragðmikið salat með risarækjum í hvítlauks marineringu

Ferskt og bragðmikið salat með risarækjum í hvítlauks marineringu

Gómsætur saltfiskur eins og þú hefur aldrei smakkað hann áður

Gómsætur saltfiskur eins og þú hefur aldrei smakkað hann áður

Dásamlega góðir hvítlauks humarhalar

Dásamlega góðir hvítlauks humarhalar

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Ljúffengar fiskibollur

Njótið vel!

Ef þú prófar eitthvað af þessum uppskriftum, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5