Linda Ben

Ofnbakaður brie með brómberja toppi

Recipe by
20 mín

Ofnbakaður brie með brómberja toppi er eitthvað sem allir ættu að prófa að mínu mati.

Reyndar eru ofnbakaðir ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eitthvað sem ég get aldrei slegið hendinni á móti.

Það er svo einfalt að búa til ofnbakaðan ost, bara að smella ostinum inn í ofn í 20 mín, setja gúmmulaðið ofan á, bera fram með snittubrauði og köldu freyðivínsglasi.

Ofnbakaður brie með brómberja og hunangs toppi

Ofnbakaður brie með brómberja og hunangs toppi

Ofnbakaður brie með brómberja og hunangs toppi

Ofnbakaður brie með brómberja og hunangs toppi

Ofnbakaður brie með brómberja og hunangs toppi

Ofnbakaður brie með brómberja og hunangs toppi

 • Brie
 • 1 ½ dl frosin brómber
 • 1 ½ msk hlynsíróp
 • ½ dl pekan hnetur
 • Fersk brómber
 • Snittubrauð

Aðferð:

Aðferð má einnig sjá sem myndband í highlights á Instagraminu mínu Instagram.com/lindaben

 1. Stilltu ofninn á 200°C og undir&yfir.
 2. Settu ostinn í lítið eldfast mót og settu inn í ofn í 20 mín eða þar til osturinn er orðinn vel bólginn og mjúkur.
 3. Á meðan osturinn er inn í ofni, settu frosin brómber í pott á lágan hita ásamt hlynsírópi, hrærðu varlega í þar til berin eru bráðnum og svolítill safi hefur myndast af berjunum. Takið ostinn út úr ofninum, hellið brómberjunum yfir ásamt safanum.
 4. Skerið pekan henturnar niður og dreifið yfir ostinn.
 5. Berið fram með snittubrauði og ferskum brómberjum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Ofnbakaður brie með brómberja og hunangs toppi

Ekki það sem þú varst að leita af? Skoðaðu þá þetta:

Eftirrétta bakki

Sumarlegur ostabakki með innbökuðum jarðaberja brie

Bakaður brie með kashew hnetum og fíkjum

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5