Linda Ben

Hjartalaga vatnsdeigs rjómabollur með Prinsessu tertu fyllingu

Recipe by
1 klst og 30 Mín
| Servings: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Hvernig hljómar að fá sér hjartalaga vatnsdeigs rjómabollur með Prinsessu tertu fyllingu á bolludaginn?  Kveikjan af bollunum er að sjálfsögðu skírnarterta dóttur minnar en eins og mörg ykkar muna eftir var ég með Prinsessu tertu í skírnarveislunni hennar og hefur sú kaka varla vikið úr huga mér síðan.

Mér finnst rosalega gaman að þróa uppskriftir og allskonar hugmyndir áfram og geri sjaldan sömu uppskriftina tvisvar alveg eins. Svo þegar ég fór að leggja hugan í bleyti yfir því hvernig bollur ég ætti að gera fyrir bolludaginn datt ég niður á þá hugmynd að gera Prinsessu tertu rjómabollur. Útkoman var hreint út sagt stórkostlega góð!

Bollurnar eru fylltar með hindberjasultu, marsípani og pastry cream rjómablöndu, rétt eins og Prinsessu terta.

En ég stoppaði nú samt ekki þar með hugmyndavinnuna heldur ákvað ég að prófa að sprauta deiginu í hjarta. Ég þurfti fyrst að breyta vatnsdeigsbollu uppskriftinni lítillega svo hún héldi betur lögun við sprautun en annars var það leikur einn að sprauta deiginu í allskonar form. Ég prófaði að gera fyrst frekar stór hjörtu en gerði þau svo minni eins og þið sjáið á myndinni, bæði var mjög gott og algjört smekksatriði hvort sé betra og því leyfi ég báðum útfærslunum að njóta sín á myndinni.

Ef þið viljið þó ekki fara eins langt út fyrir kassann og ég þá er að sjálfsögðu góðu lagi að gera þær eins og venjulegar bollur. Svo ef þið eruð í tímaþröng þá er ekkert að því að kaupa tilbúnar tómar bollur og fylla þær með Prinsessu tertu fyllingunni.

Bollurnar skreytti ég með lituðu súkkulaði eða Candy Melt sem er oft notað til að hjúpa svokallaðar drip kökur. Það gerði ég vegna þess að ég vildi ekki að blóma og berja skreytingin myndi leka af eins og hún myndi gera ef ég hefði hjúpað bollurnar með glassúri. Ég fann litað súkkulaði í Hagkaup en það er eflaust til á fleiri stöðum, en ef þú lendir í vandræðum með að finna það þá er líka hægt að nota hvítt súkkulaði og hafa hjúpinn hvítann. Það gerir mjög mikið fyrir áferðina á bollunum að hafa stökkt súkkulaði utan á og gerir þær alveg ómótstæðilegar!

Hjartalaga vatnsdeigs rjómabollur með Prinsessu tertu fyllingu

Hjartalaga vatnsdeigs rjómabollur með Prinsessu tertu fyllingu

Hjartalaga vatnsdeigs rjómabollur með Prinsessu tertu fyllingu

Hjartalaga vatnsdeigs rjómabollur með Prinsessu tertu fyllingu

Hjartalaga rjómabollur með Prinsessuköku fyllingu

Hjartalaga vatnsdeigsbollur

  • 250 ml vatn
  • 125 g smjör
  • 33 g sykur
  • 175 g hveiti
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk lyftiduft
  • 250 g egg (4-5 stk)

Aðferð:

Aðferð má einnig sjá sem myndband í highlights á Instagraminu mínu Instagram.com/lindaben

  1. Kveiktu á ofninum og stilltu á 190°C og undir+yfir.
  2. Smjör, sykur og vatn er sett í pott og soðið saman í 2-3 mín. Slökktu svo undir pottinum.
  3. Hveiti, lyftiduft og salt er sett í skál, bættu því út í smjör-vatnið og hrærðu vel saman með sleif. Deigið á að vera þétt og lyftast upp frá brúnum pottsins. Láttu standa í 5 mín.
  4. Vigtaðu 250 g af eggjum með því að setja skál á vigt, brjóttu 4 egg út í skálina (ætti að vera í kringum 200-250 g), brjóttu annað egg í aðra skál og hrærðu það saman, settu hrærða eggið út í skálina á vigtinni þar til eggin mælast 250 g og hrærðu þau vel saman við deigið. Áferðin á að vera þannig að deigið á að vera slétt og glansandi, það á að leka hægt og svolítið erfiðlega af sleifinni sé sleifin tekin upp úr deiginu.
  5. Settu deigið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút, settu sprautupokann með deiginu inn í ísskáp í 30 mín eða þar til deigið er orðið kalt.
  6. Settu smjörpappír á ofnplötu, gott að setja örlítið deig undir horninn á smjörpappírnum til að festa hann niður. Sprautaðu lítið V með því að byrja efst sitthvorum megin og draga ská niður þannig að það er mest að deigi efst í v-inu og minnst af deigi þar sem hornið er. Hafðu gott pláss á milli bollanna því þær stækka mikið í ofninum.
  7. Bollurnar eru bakaðar í u.þ.b. 20-25 mín en ekki opna ofninn fyrr en allavega 20 mín eru liðnar. Þá er hægt að taka eina út og meta hversu margar mínútur bollurnar eiga eftir, en þú sérð það þegar þú opnar bolluna en hún má alls ekki vera blaut inn í.

Prinsessu tertu fylling

  • Hindberjasulta
  • 300 g marsípan
  • 500 ml nýmjólk frá Örnu Mjólkurvörum
  • Fræin úr 1 vanillustöng
  • 1 egg
  • 1 eggjarauða
  • 100 g sykur
  • 30 g kornsterkja/maizena mjöl
  • 25 g smjör
  • ½ tsk salt
  • 400 ml rjómi frá Örnu Mjókurvörum
  • Litað súkkulaði t.d. Candy Melt eða Clasen
  • 2 msk bragðlítil olía

 Aðferð:

  1. Byrjað er á því að útbúa pastry cream með því að setja mjólkina í pott ásamt vanillu fræjunum í pott og hitið hana að suðu en slökkvið um leið undir og þegar byrjar að sjóða.
  2. Setjið egg, eggjarauðu, kornsterkju og sykur í skál og hrærið saman. Hellið 1/3 af heitu mjólkinni út í skálina með hrærivélina í gangi. Þegar allt hefur blandast saman hellið þá eggjablöndunni aftur ofan í pottinn með restinni af mjólkinni. Kveikið aftur á hitanum undir pottinum og hrærið stanslaust í blöndunni þar til hún hefur þykknað mikið og aðeins breytt um lit. Slökkvið þá undir pottinum og hrærið smjörið og saltið saman við.
  3. Hellið blöndunni í eldfast mót sem passar í ísskáp og leggið plastfilmu yfir, kælið vel.
  4. Byrjið á því að skera bollurnar í sundur, smyrjið þær svo að innan með hindberjasultu. Skerið marsípanið í u.þ.b. ½ cm sneiðar og fletjið út hverja sneið og mótið í hjarta (sjá aðferð á Instagram í rjómabollu highligts), leggið marsípaninn ofan á sultuna.
  5. Bræðið litaða súkkulaðið, setjið u.þ.b. 2 msk af bragðlítilli olíu út í súkkulaðið til þess að gera það meira fljótandi ef það er mjög stíft. Hjúpið lokið á bollunum með súkkulaðinu og skreytið eftir smekk með berjum, matarglimmeri og ferskum blómum (ath ekki eru öll blóm æt og það þarf þá að fjarlægja þau áður en bollurnar eru borðaðar).
  6. Þeytið rjómann og hrærið honum saman við kalda pasty cream-ið. Setjið í sprautupoka og sprautið inn í bollurnar. Lokið bollunum og berið fram.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Hjartalaga vatnsdeigs rjómabollur með Prinsessu tertu fyllingu

Ekki það sem þú varst að leita að? Skoðaðu þá þessar hugmyndir:

Lakkrís mús fylltar vatnsdeigsbollur

https://lindaben.is/recipes/toblerone-sukkuladi-mus-fylltar-vatnsdeigsbollur/

Sænskar semla bollur fylltar með marsípan og sætum rjóma

Fullkomnar vatnsdeigsbollur með mjúkum súkkulaðihjúp úr alvöru súkkulaði

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5