Linda Ben

Risarækju pasta í spicy hvítlauks tómatsósu á korteri

Recipe by
15 mín
| Servings: 3 manns

Risarækju pasta í spicy hvítlauks tómatsósu tekur aðeins korter að útbúa! Ef þú þarft að redda ljúffengum kvöldmat á 0 einni þá er þetta réttur fyrir þig.

Það besta við að elda rétt með risarækjum er að það tekur mjög stuttan tíma að afþýða rækjurnar. Ég kaupi yfirleitt frosnar risarækjur, tek þær úr umbúðunum og læt kalt vatn renna á þær, þá verða þær tilbúnar til eldunar á um það bil 30 mín.

Risarækju pasta í spicy hvítlauks tómatsósu á korteri

Korters risarækju pasta í spicy hvítlauks tómatsósu

 • 400 g risarækjur
 • 300 g spagettí
 • 1 laukur
 • 5 hvítlauksgeirar
 • 2 tsk ítölsk kryddblanda
 • Salt og pipar
 • ½ tsk þurrkað chillí krydd
 • Pastasósa
 • 2 dl rjómi
 • 200 g kirsuberjatómatar
 • 1 msk smjör
 • Rifinn parmesanostur
 • Ferskt basil

Aðferð:

Aðferð má einnig sjá sem myndband í highlights á Instagraminu mínu Instagram.com/lindaben

 1. Byrjið á því að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum þar til það er al dente (ekki alveg full soðið).
 2. Setjið olíu á pönnuna, skerið laukinn smátt niður og steikið hann þar til hann er orðinn mjúkur og glær. Pressið hvítlaukinn í gegnum hvitlaukspressu (eða skerið smátt niður).
 3. Bætið risarækjunum á pönnuna og kryddið. Þegar risarækjurnar eru byrjaðar að verða bleikar, bætið þá pastasósunni út á ásamt rjómanum. Bætið tómutunum út í. Smakkið til og bætið kryddi út í eftir smekk.
 4. Hellið vatninu af pastanu og bætið því út í sósuna. Setjið smjör út í og blandið öllu saman.
 5. Berið fram með parmesanosti og ferskri basil.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Risarækju pasta í spicy hvítlauks tómatsósu á korteri

Ekki það sem þú varst að leita að? Skoðaðu þá þessar uppskriftir:

Djúsí kjúklinga alfredo pasta

Tortellini með kjúkling og sveppum í hvítlauksosta rjómasósu

Ofur einfalt og djúsí risarækju spagettí

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5