







-
Hollir og einstaklega góðir múslíbitar
1 klstHollir og einstaklega góðir múslíbitar. Hér höfum við einstaklega góða múslíbita. Þeir minna óneytanlega á rice krispies kökurnar sem við flest öll þekkjum, nema talsvert hollari og henta því vel sem millimál, í nesti á ferðalaginu eða sem hollt nammi. Þeir eru afar einfaldir að gera, maður smellir möndlusmjöri, agave sírópi, kókosolíu og dökku súkkulaði […]
Recipe by Linda -
Klassískt írskt kaffi
15 mínKlassískt írskt kaffi. Hér höfum við klassískan kokteil sem margir ættu að kannast við. Hann er fullkominn þegar maður vill fá eitthvað hlýtt eins og til dæmis þegar maður er í útilegu eins og margir eru að gera þessa dagana. Hann er afar einfaldur en maður byrjar á því að þeyta rjóma, setur svo púðursykur […]
Recipe by Linda -
Djúsí ostabrauðbröllur
30 mínDjúsí ostabrauðbröllur. Þið eigið eftir að elska þessar djúsí ostabrauðbröllur en þær eru svo góðar! Maður byrjar á því að skera brauðið að ofan í tígla, passið að skera ekki niður í botninn. Bræðið smjör og bætið út í það hvítlaukskryddi, notið skeið til að koma því alveg ofan í rákirnar á brauðinu en það […]
Recipe by Linda -
Jarðaberjaakurs salatið
15 mínJarðaberjaakurs salatið. Hér höfum við salat sem ég kaupi mér stundum á skyndibitastað þegar ég er á flakki um bæinn. Mig langaði mikið í þetta salat en fannst alltof langt að fara að kaupa það, svo ég ákvað að gera það heima. Það er virkilega einfalt að smella því saman, maður sker fersku innihaldsefnin niður […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði ís með heitri dökkri piparmyntu súkkulaðiíssósu og Nóa kroppi
5 mínSúkkulaði ís með dökkri piparmyntu súkkulaðiíssósu og Nóa kroppi. Ef þú vilt taka ísinn þinn upp á annað stig með heimalagaðri íssósu þá er þetta sósan fyrir þig! Hér höfum við alveg svakalega góða þykka piparmyntu íssósu úr dökku súkkulaði. Hún er rosalega einföld að gera, maður einfaldlega hitar svolítið af rjóma og bræðir súkkulaðið saman […]
Recipe by Linda -
Vatnsmelónupizza
15 mínEitt sem við gerðum um daginn og krakkarnir elskuðu var að gera vatnsmelónu pizzu. Þetta er alveg ótrúlega einfalt og skemmtilegt, Maður einfaldlega sker vatnsmelónu eins og pizzusneiðar, setur rjóma á sneiðarnar og skreytir svo með berjum og myntu eða bara hverju sem er, súkkulaði er örugglega geggjað. Ég vona að þið eigið eftir að […]
Recipe by Linda -
Rabbabarajógúrts hrákaka
2 klstÞið eigið eftir að elska þessa rabbabarajógúrts hráköku. Hún er svo ótrúlega góð, inniheldur engan viðbættan sykur og stútfull af hollustu sem nærir líkama og sál! Hún inniheldur döðlur, kasjúhnetur, hnetusmjör, hörfræ og hafra sem maður smellr í blandara og maukar saman. Deiginu þrýstir maður svo í form og gott trix til að ná botninum […]
Recipe by Linda -
Grillaðar lambakótilettur í ítalslskri marineringu með kaldri mangó og hvítlaukssósu og fjölbreyttu meðlæti
1 1/2 klstGrillaðar lambakótilettur í ítalslskri marineringu með kaldri mangó og hvítlaukssósu, karftöflubátum og fjölbreyttu meðlæti. Við vorum með æðislega sumar grillveislu í gær þar sem við ákváðum að grilla lambakótilettur í ítalskri marineringu. Bitarnir eru afar veglegir, þykkir og góðir. Marineringin virkilega bragðmikil og góð, sló algjörlega í gegn hjá okkur og fékk mikið lof. Við bárum kjötið […]
Recipe by Linda -
Smáköku blondie með kexkökumiðju
1 klst og 30 mínSmáköku blondie með kexkökumiðju Slutty blondie Smákökubotn 100 g smjör 200 g sykur 1 egg 1 tsk vanilludropar 175 g hveiti ¼ tsk salt ½ tsk lyftiduft ½ tsk matarsódi 100 g hvítt súkkulaði Kexlag 260 g Frón Kremkex með vanillubragði Blondie 100 g smjör 100 hvítt súkkulaði 1 egg 200 g púðursykur 1 tsk […]
Recipe by Linda -
Vatnsmelónu margaríta
Ég ætla að deila með ykkur kokteil sem á eftir að slá í gegn um helgina. Hann inniheldur sem sagt tekíla, cointreau, lime safa, vatnsmelónuíste en þessu eru öllu saman smellt í blandara með fullt af klökum og hrist saman. Þar sem þetta er nú margarita þá að sjálfsögðu smellir maður lime á glasbrúnina og […]
Recipe by Linda -
Grillað brauð á priki
1 klst og 30 mínGrillað brauð á priki var eitthvað sem ég hafði aldrei heyrt um áður fyrr en núna nýlega. Strákurinn minn er búinn að vera á skátanámskeiði á meðan skólinn er í sumarfríi en þar grilluðu þau krakkarnir svona brauð á priki. Hann kom heim svo spenntur og sagði mér frá þessu öllu mjög nákvæmlega, mér fannst […]
Recipe by Linda -
Hindberja maísbitar með hnetusmjöri og súkkulaði
1 klstHindberja maísbitar með hnetusmjöri og súkkulaði. Hér höfum við alveg einstaklega holla og góða nammibita sem þú átt alveg örugglega eftir að elska! lxMaður byrjar á því að mylja maískökur og blanda hnetusmjöri saman við, síðan bætir maður frosnum hindberjum saman við, smellir í form og setur í frysti. Á meðan það er inn í […]
Recipe by Linda -
Bleikur og sætur jarðaberja bragðarefur
10 mínBleikur og sætur jarðaberja bragðarefur. Hér höfum við alveg ótrúlega góðan heimagerðan jarðaberja og nammi bragðaref sem bæði börn og fullorðnir elska! Það er ofur einfalt að búa til bragðaref heima en það er líka talsvert ódýrara en að kaupa hann tilbúinn út í ísbúð. Það sem maður þarf að gera er að kaupa góðan […]
Recipe by Linda -
Klessuleg hvítsúkkulaði blondie með hindberjum
1 klstHindberja og hvítt súkkulaði blondie. Hér höfum við alveg einstaklega ljúffenga köku sem geislar af sumri og ferskleika. Klessuleg hvítsúkkulaði blondie með hindberjum. Hentugt er að baka þessa köku daginn áður og geyma í lokuðu íláti og taka með í ferðalag í sumar. Ég nota þetta kökuform en ég elska það sérstaklega þegar ég ætla […]
Recipe by Linda -
Vinkonu pastasalatið
20 mínHér höfum við alveg einstaklega bragðgott og matarmikið pastasalat, sem er á sama tíma alveg ótrúlega hollt og næringarríkt. Ég smakkaði þetta pastasalat um daginn hjá vinkonu og varð algjörlega ástfangin af þessu salati. Hún fékk uppskriftina hjá vinkonu sinni því fannst mér upplagt að láta þetta salat heita vinkonu pastasalatið. Þetta pastasalat er svo […]
Recipe by Linda -
Smoothie íspinnar fyrir krakkana
15 mínSmoothie íspinnar fyrir krakkana. Ég er alltaf að leitast eftir góðum leiðum til að koma góðri næringu ofan í krakkana mína. Stundum þá eru þau bara ekki í stuði til að borða eins og þegar þau eru eitthvað slöpp, þá er svo gott að geta gripið í góðar uppskriftir sem ég veit að þau eiga […]
Recipe by Linda -
Grillaðir BBQ borgarar frá grunni
30 mínGrillaðir bbq borgarar frá grunni Grillaðir BBQ borgarar frá grunni 500 g nautgripahakk frá SS 75 g kryddostur með pipar 1 dl Stubbs sticky and sweet BBQ sósa + meira á tilbúna hamborgarana 1 msk Grill Mates Brown sugar bourbon krydd + meira á tilbúna hamborgarana Ostur Hamborgarabrauð Grænmeti eins og til dæmis salat, súrar […]
Recipe by Linda -
Grillaðir bananar með súkkulaðiperlu rjómasúkkulaði
15 mínGrillaðir bananar með súkkulaðiperlu rjómasúkkulaði. Er til sumarlegri eftirréttur en grillaðir bananar? Ég á að minnsta kosti erfitt með að finna hann. Þessir grilluðu bananar eru alveg einstaklega góðir! Rjómasúkkulaðið með súkkulaðiperlunum gerir þá ekki aðeins fallega og skemmtilega, heldur gefa perlurnar bönununum skemmtilegt stökkt element sem gerir þá ómótstæðilega! Ég mæli með að kaupa […]
Recipe by Linda -
Tómata pizza með fetaostasósu
30 mínTómata pizza með fetaostasósu. Hér höfum við alveg himneska tómata pizzu með fetaostasósu sem ég er alveg viss um að þú eigir eftir að elska. Ef þú elskar ferskar og léttar pizzur þá áttu eftir að fýla þessa í botn! Pizzan er óhefðbundin að því leyti að hún er ekki með hefðbundna pizzasósu, heldur er […]
Recipe by Linda -
Bíó kropps brownie
40 mínHér höfum við þessa klassísku góðu brownie sem margir ættu að kannast við, en með alveg ótrúlega góðum krönsí snúning þar sem búið er að setja Bíó Kropp bæði í deigið og mylja það ofan á kökuna. Það gerir þessa klassísku blautu og klístruðu köku algjörlega ómótstæðilega! Kakan er afar einföld og þarf ekki hrærivél […]
Recipe by Linda -
Sítrónu búddaskál með kínóa og grænmeti
15 mínHver elskar ekki ofureinfaldan, ótrúlega góðan, fljótlegan og hollan mat?! Ég að minnsta kosti lifi fyrir rétti sem uppfyllir öll þessi skilyrði. Þessi sítrónu búddaskál með kínóa og grænmeti er einmitt akkúrat þannig, ofureinföld, ótrúlega góð, fljótleg og holl! Það er samt ekki svo langt síðan ég uppgvötaði almennilega kínóa, en síðan ég uppgvötaði það, […]
Recipe by Linda -
French toast með jarðaberjum og sítrónu
20 mínHér höfum við dásamlega ljúffengt french toast eða franskt eggjabrauð með jarðaberjum og sítrónu, alveg ótrúlega góður morgunmatur. Það er upplagt að nota nokkura daga gamalt brauð til að gera french toast því það dregur vökvann svo vel í sig og skilar sér í extra djúsí eggjabrauði. French toast með jarðaberjum og sítrónu 2 egg […]
Recipe by Linda -
Bakaður brie í ananas og mangó sultu og timjan
25 mínBakaður brie í ananas og mangó sultu og timjan er eitthvað sem þú verður að smakka! Liturinn á sultunni er ekki bara gullfallegur sem gleður augun heldur er hún alveg ótrúlega bragðgóð og sumarleg. Sultan smellpassar með bakaða blauta ostinum og fersku timjan. Bakaði osturinn er borinn fram með bláa Finn Crisp snakkinu sem er […]
Recipe by Linda -
Bragðgóð tómatsúpa sem þú átt eftir að elska
30 mínBragðgóð tómatsúpa sem þú átt eftir að elska. Hér höfum við afskaplega góða og létta tómatsúpu sem er mjög bragðmikil og rjómakennd, borna fram með pönnu grilluðu brauði. Þessi súpa hentar hvenær sem er, hvort sem það er sem hádegismatur eða kvöldmatur. Bragðgóð tómatsúpa sem þú átt eftir að elska 50 g smjör 1 laukur […]
Recipe by Linda
























