-
Grillaður ananas með ís
Þetta er sumarlegur eftirréttur sem allir geta notið. Ég marineraði ananasinn upp úr púðursykri og rommi sem kom æðislega vel út en ef þið viljið ekki nota romm þá er ekkert mál að skipta því út fyrir ananassafa. Grillaður ananas með kókos ís, uppskrift: Ananas skorin í 1 cm þykkar sneiðar Ís ½ dl – […]
Recipe by Linda -
Ávaxtasalat – Íslenski fáninn
5 - 10 mínTil að gera þetta fallega fána ávaxtasalat notaði skrautspegil úr IKEA en þeir eru mikið notaðir heima hjá mér undir skrautmuni og mat. Hægt er að nota hvaða ferhyrningslaga disk eða platta sem er. Magnið sem þið þurfið fer eftir því hversu stór diskurinn sem þið notið er. Ávaxtasalat, Íslenski fáninn: 2 stórar öskjur af […]
Recipe by Linda -
Hollar súkkulaðibita muffins
30 mínÞessar hollu súkkulaði muffins kökur eru alveg unaðslega góðar! Öllum óhollum hráefnum hefur hér verið skipt út fyrir hollari valkostinn. Ég mæli með að þið prófið þessar snilldar kökur! Hollar súkkulaðibita muffins, uppskrift: 1 ½ Bolli hveiti 1 tsk matarsódi ¼ tsk salt 3 vel þroskaðir bananar ¼ bolli hunang 1 msk kókosolía 1 egg ½ […]
Recipe by Linda -
Fljótlegur kvöldmatur, æðislegur kjúklingaréttur í Suður Amerískum stíl
30 mínOft er staðan sú að maður vill helst geta töfrað fram æðislega góðan rétt á sem allra fyrst. Þessi réttur er einmitt þannig. Hann er stútfullur af góðum brögðum sem passa vel saman, hann er léttur en á sama tíma djúsí. Það besta er að það tekur bara 25-30 mín að útbúa hann! Rétturinn inniheldur […]
Recipe by Linda -
Hvítlauks parmesan kartöflubátar með sjávar salti
40 mínÞessir kartöflubátar eru alveg virkilega bragðgóðir! Þeir eru fljótlegir, auðveldir að útbúa, og brálæðislega góðir! Ég mæli með að þú látir þessa uppskrift ekki framhjá þér fara. Hvítlauks parmesan kartöflubátar með sjávarsalti, uppskrift: 4 stk bökunar kartöflur 2 msk ólífu olía 2 tsk sjávar salt 2 tsk hvítlauks krydd 2 tsk oregano 2 dl rifinn […]
Recipe by Linda -
Sítrónu Risarækju Spagettí
Sítrónu risarækju spagettí er klassískur ítalskur réttur. Sítrónan og basilið koma með ferskan keim og paremsan osturinn kemur réttinum á annað plan. Þessi réttur kallar gjörsamlega fram sumarið. Ég get sko alveg sagt ykkur það að þetta er besta spagettí sem ég hef nokkurntíman smakkað! Ég ákvað nýlega að taka fleiri myndir af þessu uppáhalds spagettíi. […]
Recipe by Linda -
Skinny bláberja muffins!
25 mínÞessar bláberja möffins sem eru hollari en margar aðrar en gefa ekkert eftir þegar kemur að bragði. Ekkert smjör er notað í þessa uppskrift, bara góð grænmetisolía og grískt jógúrt. Mjög lítill sykur er notaður en bláberjabragðið skín vel í gegn sem gerir þær guðdómlega góðar. Byrjað er að baka kökurnar í mjög heitum ofni […]
Recipe by Linda -
Bragðmikill grillaður lax með hunangs gljáa
35 mínÞessi uppskrift af grilluðum laxi er guðdómlega góð! Laxinn er látinn marinerast í 20 mín ef það er möguleiki, annars skellið þið honum bara beint á grillið. Hunangið gerir það að verkum að það myndast örlítil himna ofan á laxinn sem gerir hann æðislegan. Hér er laxinn borinn fram með avocadó frönskum en þið finnið uppskriftina […]
Recipe by Linda -
Léttar og ljúffengar hindberja skonsur
35 mínÞessar skonsur eru léttar, mjúkar og fullar af gómsætum berjum. Þær eru ekki þurrar eins og margar aðrar uppskriftir né of þéttar. Það er auðvelt að búa þær til og taka ekki langan tíma. Með því að hnoða hindberin vel í deginu þá litast degið bleikt og skonsurnar verða alveg æðislega sætar og krúttlegar. Léttar […]
Recipe by Linda -
Fljótlegar og gríðarlega góðar avocado franskar! Fullkomið sem meðlæti eða snarl eitt og sér
35 mínAvocado franskar eru gríðarlega góðar! Stökkar að utan og dúna mjúkar að innan. Ferskar avocado sneiðar eru þakktar í brauðraspi og bakaðar til að mynda þetta guðdómlega snakk. Það er bara ekkert betra en þegar maður finnur hollt og gott snarl, eða það er allavega mitt álit. Avocadó er fullt af hollum fitusýrum, eitthvað sem […]
Recipe by Linda -
Frábær grillaður BBQ kjúklingur með maís stönglum og sumarsalati
1 klst og 30 mínÞað er alltaf gaman að grilla góðan mat, hvernig sem viðrar í rauninni, en ég leyni því þó ekki að það er extra gaman þegar sól Ég deili hér með ykkur einfaldri uppskrift af unaðslega góðum grilluðum kjúklingabringum, djúsí maís stönglum og sumarlegu fersku salati sem enginn verður svikinn af. Grillaður BBQ kjúklingur með maís stönglum, […]
Recipe by Linda -
Rjómalagað hvítlauks pasta með portobello sveppum og kjúkling
30 mínÆðislega gott og einfalt rjóma hvítlauks pasta sem bræðir hjörtu. Öll hráefnin í þessari uppskrift passa svo leikandi vel saman og dekra við bragðlaukana. Heilhveiti pastað frá Garofalo spilar stórt hlutverk í því hversu góður þessi réttur er en pastað er í hæsta gæðaflokki. Ég mæli alltaf með heilhveiti pasta þar sem það er heilsusamlegra […]
Recipe by Linda -
Besti Mangó Chutney kjúklingarétturinn
1 klstMangó Chutney kjúklingaréttur var eitt það fyrsta sem ég lærði að elda. Með tímanum hef ég þróað hann og náð að gera hann að mínum eigin. Þessi kjúklingaréttur er æðislega góður og slær alltaf í gegn. Mér finnst alltaf betra að nota brún eða villt hrísgrjón. Þau eru örlítið stífari undir tönn sem gerir réttinn mikið […]
Recipe by Linda -
Grillaðir Hamborgarar í hunangs og hvítlauks rub með steiktum sveppum
20 mínGrillaðir Hamborgarar í hunangs og hvítlauks rub, uppskrift: 4 hamborgar 4 hamborgarabrauð Honey Garlic hamborgarakrydd Mexíkóostur Hamborgarasósa Salat Tómatur Paprika Gúrka Steiktir sveppir, sjá uppskrift hér fyrir neðan. Steiktir sveppir, uppskrift: 2 msk ólífu olía 1/2 rauðlaukur, smátt saxaður 8 meðalstórir hvítir sveppir, skornir í sneiðar 1 msk Worcestershire sósa Aðferð: Hitið ólífu olíuna á […]
Recipe by Linda -
Kirsuberja marengsterta
2 klst og 30 mínEinfalt er oft best þegar kemur að marengstertum. Þessi stökki og tyggjanlegi rice crispies marengsbotn er virkilega góður. Kakan er svo skreytt með rjóma, snickersi og kirsuberjum sem er himnesk blanda. Ein besta marengsterta sem ég hef smakkað lengi. Marengsterta uppskrift: 120 g eggjahvítur 1/8 tsk cream of tartar klípa af salti 220 g sykur 2 […]
Recipe by Linda -
Einfaldar vanillu bollakökur með regnboga skreytingu, þessar eru fullkomnar í barnaafmæli!
1 klst og 10 mínÞessar sætu regnboga bollakökur eru fullkomnar í barnaafmælin eða aðrar veislur. Það er mjög einfalt að gera vanillu bollakökur, eitthvað sem flest allir eiga að geta gert. Kreminu er einfaldlega smurt á kökurnar, ef maður vill þá er hægt að sprauta ský á kökurnar og stinga svo regnboga namminu í þau en það er alls […]
Recipe by Linda -
Æðislega gott heimagert, einfalt og fljótlegt rautt pestó!
5-10 mínÞað er fátt betra en gott pestó ofan á brauð með hinu fullkomna avocadó, eitthvað sem ég gæti borðað á hverjum degi án þess að fá nokkurntíman leið á því. Þetta er eitt langbesta pestó sem ég hef nokkurtíman smakkað! Mér finnst alltaf best þegar það er ekki of mikið maukað, en það er smekksatriði […]
Recipe by Linda -
Klassískt íslenskt grillað lambalæri með rjómalagaðri sveppasósu og sætkartöflumús
2 klstEf eitthvað er öruggt til að slá í gegn þá er það þetta klassíska íslenska grillaða lambalæri! Við fjölskyldan elskum lambalærin okkar. Þessa uppskrift höfum við gert ótal oft og alltaf er maturinn jafn góður. Hér er það borið fram með rjómalagaðri sveppasósu, sætkartöflumús og einföldu fersku salati með fetaosti. Mikilvægt er að notast við […]
Recipe by Linda -
Unaðslega djúsí lasagna með hvítri ostasósu
1 klst og 25 mínLasagna er klassískur réttur sem öll fjölskyldan elskar. Auðvelt er að lauma smá grænmeti í þennan rétt án þess þó að nokkur taki eftir því, en það er einmitt þannig í þessari uppskrift. Hvíta ostasósan gerir það að verkum að lasagnað er sérstaklega djúsí og lystugt, algjör unaður! Unaðslega gott djúsí lasagna með hvítri ostasósu […]
Recipe by Linda -
Hvernig setur maður sykurmassa á “Ombre” köku og Candy Melts á sykurpúða pinna? Leiðbeiningar fyrir kökuveisluna!
Ombre kökur hafa verið mjög vinsælar upp á síðkastið en það eru kökur sem eru útbúnar úr mörgum botnum þar sem liturinn á botnunum er látinn tónast út. Til þess að fá sem hreinustu litina á kökuna þarf kökubotninn að vera alveg hvítur. Phillsbury Moist Supreme, classic white premium kökumixið er einmitt þannig, alveg skjanna […]
Recipe by Linda -
Appelsínu og túrmerik drykkur sem bætir heilsu og útlit
5 mínTúrmerik hefur fjölmörg heilsubætandi áhrif. Það hefur verið sýnt fram á að það hafi bólguhamlandi áhrif á líkamann. Þannig stuðlar það að bættri geðheilsu, minni liðarverkjum, minnkar líkur á krabbameini, hefur góð áhrif á útlitið og margt fleira. Appelsínur og mangó eru meðal annars rík af C-vítamíni en það hefur einnig fjölmörg heilsubætandi áhrif. Þessi drykkur er ekki […]
Recipe by Linda -
Djúsí og mjúk Ofurfæðis Orkustykki með dökku súkkulaði
2 klst og 10 mínÞeir sem mig þekkja vita hversu mikill orkustykkja sjúklingur ég er. Mér finnst það bara svo rosalega þægilegt að geta gripið í holl orkustykki þegar ég er svöng og að flýta mér, sem er alltof oft. Þessi orkustykki eru stútfull af hollum ofurfæðum, eru seðjandi og virkilega bragðgóð! Maður er enga stund að skella í […]
Recipe by Linda -
Æðislega góður blómkáls pizzubotn sem er hollur og glútein frír!
45 mínBlómkáls pizza er virkilega gómsæt og góð leið til þess að borða grænmeti á óvenjulegan hátt. Hún er líka fullkomin fyrir þá sem kjósa að borða ekki glútein. Þessi uppskrift gefur tvo 25 cm botna. Ég mæli með að þið gerist svolítið djörf og prófið, ég lofa að blómkáls pizzubotninn mun koma ykkur skemmtilega á […]
Recipe by Linda -
Ilmandi gott ólífubrauð
Söltu ólífurnar og ilmandi hvítlaukskryddið gefa þessu brauði alveg dásmlega dýpt. Skorpan á þessu brauði er stökk og góð, brauðið er svo mjúkt og bragðmikið. Ólífubrauð eru til dæmis mjög góð sem snittubrauð með pestó og öðru áleggi en svo er líka mjög gott að hafa það með góðri súpu. Hvítlaukskryddið frá Johnny’s er mjög […]
Recipe by Linda