-
Hátíðlegar súkkulaði og valhnetu hafrasmákökur
Hátíðlegar súkkulaði og valhnetu hafrasmákökur sem eru alveg dásamlega góðar. Þær eru stökkar að utan en undursamlega seigar og ljúffengar að innan. Akkúrat eins og bestu hafrasmákökurnar eiga að vera. Ég notaði í þessar smákökur lífrænu bakstursvörurnar frá Muna, góð hráefni eru svo sannarlega lykilatriði í góðum smákökum. Hátíðlegar súkkulaði og valhnetu hafrasmákökur 250 g […]
Recipe by Linda -
Brownie smákökukarlar
1 klstBrownie smákökukarlar úr blautri klesstri brownie með Rice Krispies sem kemur með ótrúlega skemmtilegan snúning á klassíska brownie köku og gerir hana örlítið meira seiga, eins og það séu karamellubitar í kökunni. Það er alls ekki skylda að gera smákökukarla úr þessari köku, en skemmtilegt er það! Brownie smákökukarlar 125 g smjör 300 g sykur […]
Recipe by Linda -
Graflaxsósa
15 mínÞessi graflaxsósa er alveg einstaklega góð, bragðmikil og silkimjúk. Það er upplagt að bera hana fram með heimagerðum graflax líka þegar á að gera extra vel við sig, þú finnur uppskriftina af honum hér. Graflaxsósa 1 dl majónes 2 msk Dijon Originale sinnep frá Maille 1 msk hunangssinnep frá Maille 1 msk hunang 1 msk […]
Recipe by Linda -
Heitt súkkulaði eins og á jólamörkuðunum
15 mínHér höfum við heitt súkkulaði sem minnir mig á heitt súkkulaði sem ég fékk á jólamarkaði um árið. Það er ríkt af súkkulaði, svolítið þykkt og með extra miklum rjóma með kanil yfir. Ótrúlega bragðgott og einfalt heitt súkkulaði sem er kjörið að gæða sér á, á köldum vetrardögum. Heitt súkkulaði með rjóma: 1000 ml […]
Recipe by Linda -
Karamellusmákökur með hvítu súkkulaði
2 klst og 30 mínÞessa uppskrift er að finna í Kökubækling Nóa Síríus 2021 sem ég gerði. Mér fannst það ótrúlega skemmtilegt verkefni að gera bæklinginn og er virkilega stolt og ánægð með útkomuna. Þessar smákökur eru extra þunnar, krispí og klístraðar. Algjörlega ómótstæðilegar og dásamlegar jólasmákökur. Karamellusmákökur með hvítu súkkulaði 230 g mjúkt smjör 100 g sykur 200 […]
Recipe by Linda -
Mjúkar og flöffí smákökur með jarðaberjum og hvítu súkkulaði
Mjúkar og flöffí smákökur með jarðaberjum og hvítu súkkulaði. Ef þú elskar mjúkar smákökur þá máttu alls ekki láta þessar framhjá þér fara, þær eru algjörlega æðislegar! Gríska jógúrtið með jarðaberjunum og vanillunni gerir þær svona ljoftmiklar og mjúkar, á sama tíma sem það gefur kökunum þetta dásamlega jarðaberjabragð. Dásamlegar smákökur sem eru eflaust ólikar […]
Recipe by Linda -
Skinku og aspas brauðréttur
30 mínSkinku og aspas brauðréttur eða Aspasstykki eins og sumir kalla þennan rétt. Hér höfum við æðislegan brauðrétt sem er afskaplega einfaldur og ljúffengur. Hann er að sjálfsögðu ættaður frá hinni klassísku skinku og aspas rúllutertu sem við flest öll ættum að kannast við. Ég elska baguette og því setti ég fyllinguna í baguette en það […]
Recipe by Linda -
Heit og þykk súkkulaði íssósa
20 minHér höfum við algjörlega ómótstæðilega þykka og heita súkkulaði saltkaramellu íssósu. Heit þykk súkkulaði íssósa 200 ml rjómi 30 g kakó 100 g púðursykur 60 ml síróp 50 g smjör 200 g suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti Aðferð: Setjið rjóma, kakó, púðursykur, síróp og smjör í pott og bræðið saman, leyfið blöndunni að malla í […]
Recipe by Linda -
Kryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas
2 klst og 30 mínKryddlegið lambalæri með kartöflusalati og bökuðum aspas. Þið sem hafið smakkað kryddlegna lambalærið frá SS vitið að það er einstaklega bragðgott, þetta er mín uppáhalds marinering frá SS. Ef þú átt eftir að smakka þá vil ég hvetja þig til þess að gera það við fyrsta tækifæri. Ég bar þetta lambalæri fram með æðislegu kartöflusalati, […]
Recipe by Linda -
Vegan vanillukaka með smjörkremi
1 klst og 30 mínVegan vanillukaka. Ég á litla frænku sem er með ofnæmi og elskar kökur. Það er mér afar mikilvægt að hún geti fengið sér flest sem er á boðstólum í ofnæmislausri útgáfu. Þessi vanillukaka er bæði eggjalaus og mjólkurlaus, hún inniheldur ekki hnetur eða neitt sem algengt er að hafa ofnæmi fyrir þar sem ég vildi […]
Recipe by Linda -
Marengstertu bomba
Marengstertu bomba á tveimur hæðum. Marengsinn sjálfur inniheldur púðursykur og Rice Krispies sem gerir hann sjálfann. Svo er rjómafyllinginn með kókosbollum, þristum, jarðaberjum og toppuð með bræddum kúlum, allt það góða á einum stað sem sameinast í algjörri marengstertu bombu. Marengstertu bomba 4 eggjahvítur ¼ tsk cream of tartar ¼ tsk salt 60 g púðursykur […]
Recipe by Linda -
Halloween Rice Krispies múmíur
40 mínHalloween Rice Krispies múmíur Leynitrixið til að ná þessu nammi svona góðu er að steikja sykurpúðana létt upp úr smjörinu þar til þeir verða örlítið brenndir, og byrja þá að blanda þeim saman við smjörið, þannig fær maður ótrúlega gott rice krispies nammi sem bragðast eins og grillaðir sykurpúðar 🤤👌🏻 Annars er þetta þrusu einfalt […]
Recipe by Linda -
Trompkurls vöfflur
30 mínTrompkurls vöfflur sem eru alveg dásamlega góðar! Hér höfum við klassískar vöfflur með viðbættu Trompkurli sem gerir þær alveg ómótstæðilega bragðgóðar. Trompkurls vöfflur 4 egg 80 g sykur 400 AB-jógúrt 1 tsk vanilludropar 1 msk kaffi (má sleppa) 260 g hveiti 1 ½ tsk lyftiduft ½ tsk salt 6 msk brætt smjör 150 Trompkurl Aðferð: Þeytið […]
Recipe by Linda -
Tortellini með stökkri pestó skinku
40 mínTortellini með stökkri pestó skinku í bragðgóðri hvítvínsrjómasósu. Einfalt og ótrúlega gott tortellini pasta með stökkri pestó skinku í hvítvínsrjómasósu. Þetta bragðgóða pasta á alltaf vel við. Það er fljótlegt og eitthvað sem allir eiga að geta gert. Þetta pasta er fyrir alla fjölskylduna þó svo að hvítvín sé eitt af innihaldsefnunum, en hvítvínið er […]
Recipe by Linda -
Grænmetisbaka með piparostarjómasósu
50 mínGrænmetisbaka með piparostarjómasósu. Þetta er frábær uppskrift af ljúffengri grænmetisböku, fyllingin er vel krydduð og örlítið sterk, en því er hægt að breyta að sjálfsögðu ef það er ekki áhugi fyrir sterkum mat. Hægt er að leika sér svolítið með hvaða grænmeti er notað í bökuna, það er um að gera að nota það sem […]
Recipe by Linda -
Einstaklega djúsí eplakaka
Einstaklega djúsí eplakaka sem þú átt alveg örugglega eftir að elska! Leynitrixið til að ná eplakökunni svona djúsí er að setja St.Dalfour epla og kanil sultuna undir eplin, þá verður kakan blautari og bragðmeiri. Þessi eplakaka er eins og ástarbréf til haustsins og eiginlega alltof góð til þess að sleppa því að prófa ❤️❤️ Einstaklega […]
Recipe by Linda -
Beikonosta fylltar döðlur
5 mínBeikonosta fylltar döðlur sem þú átt alveg örugglega eftir að elska! Þessar fylltu döðlur eru æðislegar sem forréttur eða á ostabakkann með fleiri smáréttum. Beikon kryddosturinn og döðlur passa einstaklega vel saman. Beikonosta fylltar döðlur U.þ.b. 300 g döðlur 150 g Kryddostur með papriku og beikoni Furuhnetur Fersk steinselja Aðferð: Skerið ofan í döðlurnar langsum […]
Recipe by Linda -
Bláberja haustjógúrt kaka sem þarf ekki að baka
Bláberja haustjógúrt kaka sem þarf ekki að baka. Létt og góð, ekki of sæt kaka sem passar vel hvort sem það er á brunch borðið, með kaffinu eða sem desert eftir góða máltíð. Bláberja haustjógúrtkaka 200 g hafrakex (t.d. graham kex) 50 g hvítt súkkulaði 60 g smjör 350 ml rjómi (ath skipt í 250 […]
Recipe by Linda -
Berjasmoothie skál
5 mínTil þess að fá þessa djúsí þykku áferð er mikilvægt að setja ekki of mikið af vatni í blandarann, byrjið á því að setja aðeins minna af vatni en ég mæli með og bætið svo við ef ykkur finnst vanta. Látið svo blandarann ganga svolítið svo hann nái að þeyta allt vel saman og fá […]
Recipe by Linda -
Vegan grænmetislasagna með ostasósu
1 klstVegan grænmetislasagna með ostasósu Vegan grænmetislasagna með ostasósu 2 msk ólífu olía 1 laukur 250 g sveppir 4-6 gulrætur 1 zucchini 1 paprika 2-3 hvítlauksgeirar 1 msk ítölsk kryddblanda Salt og pipar Sacla vegan ostasósa 350 g Sacla vegan bolognese sósa 350 g 75 g spínat Lasagna plötur (u.þ.b. 12 stk) Vegan parmesan ostur Ferskt […]
Recipe by Linda -
Klassískar vöfflur nema betri
25 mínKlassískar vöfflur nema betri. Þær eru mjög léttar og bragðgóðar, ekki of sætar svo það er nóg rými til að bæta við sultum og sírópi ofan á þær. Karamellu ab-jógúrtið gefur þeim dýpra bragð og kaffið gefur þeim þennan fallega brúna lit, ef þú ert hinsvegar ekki fyrir kaffi þá er ekkert mál að sleppa […]
Recipe by Linda -
Fljótlegar fylltar taco paprikur
20 mínFljótlegar fylltar taco paprikur sem eru afskaplega bragðgóðar og matarmiklar. Fljótlegar fylltar taco paprikur 6 paprikur Ólífu olía Salt 1 laukur 1 lítill hvítlaukur eða 1-2 hvítlauksrif 400 g svartar baunir í dós 400 g gular baunir í dós 400 g hakkaðir tómatar í dós 125 g hrísgrjón 2 msk taco kryddblanda 150 g kryddostur […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði og karamellukurls hafraklattar
30 mínDásamlega góðir hafraklattar sem við elskum svo mörg með Síríus sælkerabaksturs suðusúkkulaðibitum og karamellukurli. Algjörlega ómótstæðilegar smákökur sem ég mæli með að þú prófir. Spurning sem ég fæ hvað oftast er hvar er hægt að kaupa kæligrind eins og ég nota svo oft, það er þvi gaman að segja frá því að núna getur þú […]
Recipe by Linda -
Buffalo blómkáls “vængir”
30 mínBuffalo blómkáls “vængir” sem eru alveg ótrúlega góðir og eiga alveg örugglega eftir að koma þér á óvart! Blómkáls “vængirnir” eru góðir sem forréttur eða með öðrum réttum. Buffalo blómkáls “vængir” 100 g hveiti 1 tsk papriku krydd ½ tsk cayenne pipar 2 tsk hvítlaukskrydd 1 tsk salt ½ tsk pipar 2 dl mjólk frá […]
Recipe by Linda