-
Grillaðir fylltir tómatar
20 mínGrillaðir fylltir tómatar. Á sumrin elska ég að grilla grænmeti og eitt af því sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni eru grillaðir tómatar fylltir með fetaosti. Við borðum þá aðallega sem meðlæti með öðrum mat. Það er afskaplega einfalt að græja tómatana en maður einfaldlega sker af þeim toppinn og tekur örlítið innan […]
Recipe by Linda -
Jógúrt ostakaka á múslí botni
2 klstJógúrt ostakaka á múslí botni Þessi jógúrt ostakaka á múslí botni hentar vel á brunch borðið. Botninn er úr dásamlegu múslí sem er stökkt og bragðgott á meðan kakan sjálf er úr grísku jógúrti og rjómaosti. Hollari morgunverðarútgáfa af klassísku ostakökunni. Jógúrt ostakaka á múslí botni 300 g classic crunchy múslí frá Kellog’s 100 g […]
Recipe by Linda -
Klístraðir karamellu kókos smákökubitar
1 klstKlístraðir karamellu kókos smákökubitar. Þessir klístruðu karamellu kókos smákökubitar eru alveg ómótstæðilegir, fullir af rjóma kúlum og kókosflögum, himnasending fyrir þá sem fýla “cheewy” smákökubita. Karamellu kókos smákökubitar 170 g púðursykur 150 g smjör 2 egg 200 g Hveiti 100 g haframjöl 100 g kókosflögur 1/2 tsk salt 1 tsk lyftiduft 2 msk mjólk 300 […]
Recipe by Linda -
Eggaldin pizza – þessi mun koma þér á óvart!
30 mínEggaldin pizza er það sem hefur komið mér hvað mest á óvart undanfarið. Ég rakst á svipaða hugmynd af eggaldin pizzu á netinu um daginn þegar ég var að leita mér að innblæstri fyrir síðuna. Mér fannst þetta afar áhugaverð hugmynd og ákvað að prófa að gera mína eigin útfærslu af þessu. Ég var svo […]
Recipe by Linda -
Ferskt falafel salat með Hunangssinneps salatdressingu
20 mínFerskt falafel salat með Hunangssinneps salatdressingu. Þessi salatsósa er alveg ótrúlega bragðgóð og passar með hvernig salati sem er. Ferskt falafel salat með hunangssinneps salatdressingu Salat Salathaus 4-5 ferskar döðlur 200 g kirsuberjatómatar 200 g bláber 300 g falafel bollur Ristaðar furuhnetur Hunangssinneps salatdressing ½ dl ólífu olía ½ dl Mialle hunangssinnep 1 dl grískt […]
Recipe by Linda -
Skúffukaka með ekta súkkulaðikremi sem krakkarnir elska
2 klstSkúffukaka með ekta súkkulaðikremi sem krakkarnir elska! Hér höfum við alveg dásamlega gamaldags skúffuköku með ekta súkkulaðikremi. Kakan er afskaplega bragðgóð, létt og ljúf sem passar svo vel með kreminu sem við erum flest sammála um að sé aðal málið þegar kemur að skúffukökum. Síríus suðusúkkulaði er aðal uppistaða kremsins en það er brætt með […]
Recipe by Linda -
Klassískar belgískar vöfflur
20 mínKlassískar belgískar vöfflur sem bragðast dásamlega! Þú getur borið þær fram því sem þér þykir gott, rjómi, sulta og ber er alltaf klassæiskt en ég mæli líka með að prófa að setja hlynsíróp. Eggin eru aðskilin í þessari uppskrift þ.e. eggjarauðurnar eru þeyttar saman við sykurinn, smjörið og allt hitt en eggjahviturnar eru þeyttar sér […]
Recipe by Linda -
Piparosta túnfiskasalat
15 mínPiparosta túnfiskasalat Hefur þú prófað að rífa piparost út í túnfiskasalatið þitt? Það er svo gott! Trixið er að rífa ostinn svolítið gróft niður, það gefur bestu áferðina. Túnfiskasalat með piparosti 1 dós túnfiskur 3 egg ¼ laukur 3 msk majónes ¾ rifinn piparostur frá Örnu Mjólkurvörum ¼ tsk hvítlaukskrydd ¼ tsk pipar ¼ tsk salt ¼ […]
Recipe by Linda -
Pasta í rjómalagaðri trufflusósu og smjörsteiktum sveppum.
20 mínPasta í rjómalagaðri trufflusósu og smjörsteiktum sveppum. Trufflupastað er létt og ótrúlega bragðgott! Pastað er þakið unaðslega góðri rjómalagaðri trufflusósu og smjörsteiktum sveppum. Það er einfalt að smella þessum rétti saman en bragðið líkist helst því sem við eigum að venjast á veitingastöðum. Það er hægt að bæta við kjúkling í þennan rétt ef maður […]
Recipe by Linda -
Múslí muffins
35 mínMúslí muffins sem þú átt eftir að elska. Einstaklega góðar múslí muffins sem eru rakamiklar og djúsí en einnig með þessu ómótstæðilega krönsí biti. Það mætti lýsa þessum bollakökum sem afkvæmi mjúkra hafraklatta og jógúrt muffins, svo ljúffengar og einstaklega góðar! Ég notaði Kellogg’s crunchi múslíið með súkkulaði sem er svo ljúffengt. Súkkulaðibitarnir gera mikið […]
Recipe by Linda -
Lambalæri eins og amma eldaði það með ljúffengu meðlæti
5 klstLambalæri eins og amma eldaði það með ljúffengu meðlæti. Lambalærið er eldað í 5 klst við vægan hita sem gerir það að verkum að það verður alveg ótrúlega mjúkt og nánast dettur af beinunum, amma eldaði lambalærin alltaf svona í sveitinni í gamla daga og er þessi eldunaraðferð í algjöru uppáhaldi hjá mér. Bláberjakryddlögurinn er […]
Recipe by Linda -
Svartbauna quesadilla
15 mínSvartbauna quesadilla. Í fyrstu gætu þessar svartbauna quesadilla litið nokkuð ómerkilega út, en því fer fjarri þegar kemur að bragði! Þær eru ótrúlega einfaldar að gera og bragðast stórkostlega. Þessi réttur er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana þegar ég er í stuði til að fá matinn hratt á borðið án þess að þurfa eyða […]
Recipe by Linda -
Heimagerður hummus – án tahini
5 mínHeimagerður hummus. Hér er að finna afskaplega fljótlegan og einfaldan hummus sem er alveg dásamlegur á bragðið. Hann er silkimjúkur með svolítið afgerandi sítrónubragði, sem ég fýla. Léttur og ferskur. Undanfarna mánuði hef ég verið gjörn á að fá mér hummus og Finn Crisp snakk í millimál á daginn, það er svo gott, hollt og […]
Recipe by Linda -
Hollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma
40 mínHollensk pönnukaka með jarðaberjasultu og rjóma. Hollenskri pönnuköku mætti lýsa sem barni eggjakökunnar og pönnukökunnar. Hún er þétt og matarmikil eins og eggjakaka en bragðast eins og pönnukaka. Það er hægt að bera hana fram með ýmiskonar áleggjum, til dæmis er að finna alveg dásamlega útgáfu af hollenskri pönnuköku í bókinni minni kökur sem hægt […]
Recipe by Linda -
Kjúklinasalat með ferskum berjum og burrata osti
10 mínKjúklingasalat með ferskum berjum og burrata osti. Ferkt og bragðgott salat sem þú átt eftir að elska! Kjúklinasalat með ferskum berjum og burrata osti Salat blanda 2 stk foreldaðar kjúklingabringur 3-4 stk sneiðar hráskinka 1-2 dl hindber 2 msk furuhnetur Burrata Aðferð: Skolið salatið og hindberin og þerrið vel. Skerið kjúklingabringurnar í bita og rífið […]
Recipe by Linda -
Grænn spínat og mangó smoothie
5 mínGrænn spínat og mangó smoothie. Ótrúlega góður og frískandi smoothie, fullur af góðri næringu. Grænn spínat og mangó smoothie 1 stór lúka spínat 2 dl frosið mangó ½ banani 1 tsk möndlusmjör ½ msk hampfræ 2 msk grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum Vatn Aðferð: Setjið allt saman í blandara, setjið vatn í blandarann svo það nái […]
Recipe by Linda -
Ískúlur með karamellukurli
2 klstÍskúlur með karamellukurli Ótrúlega góðir heimagerðar karamellukurls ískúlur. Formin eru hjúpuð þykku súkkulaði og karamellukurli með súkkulaði í botninum. Það er svo skemmtilegt að útbúa sína eigin ístoppa, sérstaklega þegar maður býður krökkunum að vera með, þeim finnst þetta alveg stórmerkilegt. Ísfomin er best að nálgast í næstu ísbúð en einnig er hægt að kaupa […]
Recipe by Linda -
Marmaraterta með ljósu súkkulaði smjörkremi
2 klstMarmaraterta með ljósu súkkulaði smjörkremi. Allar þessar jarðhræringar eru að hafa þau áhrif á mig að mig langar helst bara að vera baka. Baka góðar og djúsí kökur sem láta manni líða vel og eru eins og lítil borðanleg knús. Hér höfum við nýja útfærslu af geisivinsælu djöflatertunni sem þið ættuð vel flest að kannast […]
Recipe by Linda -
Hvítlauks pestó pizza
2 klst og 30 mínHvítlauks pestó pizza. Gómsæt hvítlauks pestó pizza, afskaplega einföld og úr góðum hráefnum. Hvítlauks pestó frá Sacla, bræddur ferskur mozzarella, bakaðir tómatar og hvítlauksolía. Þessi uppskrift miðast við tvær þunnbotna pizzur sem er u.þ.þ 25-30 cm í þvermál. Ef þið viljið hafa pizzuna stærri og þykkari þá sleppiði því að skipta deiginu í tvennt og […]
Recipe by Linda -
Súkkulaðibita kladdkaka
3 klstSúkkulaðibita kladdkaka. Blaut og djúsí kladdkaka með lakkrískurli, hvítu súkkulaði og að sjálfsögðu meira af súkkulaði. Þessi er alveg hrikalega góð svo vertu viss um að vista þessa uppskrift hjá þér! Kakan er fljótleg í framkvæmd en það er samt vissara að gera hana með góðum fyrirvara þar sem hún þarf að góðan tíma í […]
Recipe by Linda -
Bruschetta með fetaost smyrju og bökuðum tómötum
Bruschetta með fetaost smyrju og bökuðum tómötum. Æðislega góðar bruschettur eða snittur sem er upplagt að bera fram sem forrétt eða sem tapas með öðrum tapas réttum. Bruschetta með fetaost smyrju og bökuðum tómötum Snittubrauð 1 krukka fetaostur í olíu Kirsuberjatómatar 1 hvítlauksrif Ferskt timjan Salt Ólífu olía Aðferð: Kveikið á ofninum og stillið á […]
Recipe by Linda -
Marengsísterta með karamellukurli
Marengsísterta með karamellukurli. Einstaklega ljúffeng marengsísterta með seigum möndlumarengsbotni og karamellukurls ís. Maður byrjar á því að baka marengstertuna og kælir hana alveg. Svo setur maður ísinn yfir og þá er hún tilbúin. Einfalt og ótrúlega gott! Marengsísterta með karamellukurli 4 eggjahvítur ¼ tsk cream of tartar 200 g flórsykur 180 g möndluflögur 2 l […]
Recipe by Linda -
Eitt Sett bollur
Eitt Sett bollur fyrir bolludaginn. Einstaklega góðar vatnsdeigsbollur fylltar með súkkulaðirjóma og Eitt Sett súkkulaðibitum. Ef þú elskar lakkrís og súkkulaði þá eru þetta bollurnar fyrir þig. Eitt Sett bollur Vatnsdeigsbollur 500 ml rjómi 200 g Síríus suðusúkkulaði 75 ml rjómi Eitt Sett bitar 50 g Siríus lakkrískurl Aðferð: Bræðið saman 200 g Síríus suðusúkkulaði […]
Recipe by Linda -
Karamellu kropps bollur
Karamellu Kropp bollur fyrir bolludaginn. Æðislegar karamellu kropp bollur fyrir alla sem elska karamellu. Þær eru fylltar með karamellu rjóma og Nóa Kroppi, toppaðar með karamelluglassúr og karamellukurli. Karamellu kropp bolludags bollur Vatnsdeigsbollur 500 ml rjómi 200 g Nóa Kropp 150 g Nóa rjóma kúlur 50 ml rjómi 2 dl flórsykur 50 g Síríus […]
Recipe by Linda