-
Kirsuberja og súkkulaði litlar pavlóvur
Það er leikur einn að smella í pavlóvur ef notast er við þessa uppskrift. Mögulega flokkast pavlóvur undir þolinmæðisverk þar sem kökurnar þurfa að kólna inn í ofninum í dágóða stund svo þær springi ekki, en annars eru þær voða einfaldar. Ég raða því yfirleitt þannig, þegar ég er að fara baka marengs ásamt fleiri […]
Recipe by Linda -
Ofur einfalt og djúsí risarækju spagettí
20 mínHér er að finna einfaldan pastarétt þar sem bragðgóð hráefni leika saman og skapa fullkomna heild. Sósan í þessari uppskrift er bragðgóð extra virgin ólífu olía frá Filippo Berio sem bregst aldrei. Ég nota gulu olíuna til að steikja upp úr en grænu borða ég helst hráa, það er þó í lagi að sjóða hana […]
Recipe by Linda -
Ofur einföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkrís smjörkremi
1 klst og 20 mínÉg á alltaf brownie mix upp í skáp, ég elska að geta smellt í einfalda og ljúffenga köku á met tíma og án nokkurar fyrirhafnar. Það fer svo eftir því í hvernig stuði ég er hvað ég hef með brownie kökunni. Það er klassískt að bera þær fram með rjóma og ennþá betra með vanillu […]
Recipe by Linda -
Bragmikið rótargrænmetis salat með fersku pestói
Hér er að finna alveg frábært salat úr ofnbökuðu grænmeti sem er afar gómsætt. Ofnbakað grænmeti er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við borðum mikið af því. Hægt er að bera salatið fram með öðrum mat eða sem aðalréttur þar sem það er stútfullt af hollum næringarefnum og próteinum. Virkilega gómsætt pestó salat úr ofnbökuðu […]
Recipe by Linda -
Grískt kjúklingasalat með grænum eplum og vínberjum
10 mínÞetta salat er djúsí á sama tíma og það er hollt og gott. Í staðin fyrir majónes sem er oft að finna í svona salötum sem ætluð er ofan á brauð, inniheldur þetta salat grískt jógúrt. Grískt jógúrt er próteinríkara og að flestu leiti hollara en majónes en gefur svipaða áferð. Salatið er ótrúlega bragðgott, […]
Recipe by Linda -
Passoa rósa kokteill
5 mínÞessi kokteill er ótrúlega ferskur og ekki of sætur, fullkominn sumar drykkur! Passoa rósa kokteill ¼ glas Passoa ½ glas rósavín ¼ glas sódavatn Klakar Aðferð: Fyllið glasið til helminga af klökum. Hellið Passoa, rósavíni og sódavatni út í, hrærið örlítið og skreytið glasið til dæmis með blóðappelsínu sneið. Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti […]
Recipe by Linda -
Nýtt eldhús og nýjar græjur
Fyrir ekki svo löngu fluttum við inn í húsið okkar sem við erum að byggja. Húsið er þó langt frá því að vera tilbúið ennþá, en við gerðum hluta af því tilbúið svo við gætum flutt inn. Eins gaman og það var að búa í miðbænum, þá var það líka óþægilegt þar sem lífið okkar […]
Recipe by Linda -
Stevía skyr smoothie með berjum
Mér finnst alveg ótrúlega langt síðan ég deildi með ykkur hér smoothie uppskrift en það er eitthvað sem ég borða á nánast hverjum degi. Það er mismunandi hvað ég set í smoothie-ana og hvort ég borða þá með skeið upp úr skál eða drekk úr glasi. Ég hvet þig til þess að prófa þessa uppskrift […]
Recipe by Linda -
Nutella pönnupizza með ís
30 mínÞar sem þetta sumar er ekki upp á marga fiska og veðrið er ekki beint að skemmta okkur, er ekkert annað í stöðunni en að taka í taumana sjálfur og gera þetta sumar skemmtilegt! Það er algjörlega í okkar höndum hversu skemmtilegir hlutirnir eru. Það er ekkert annað í stöðunni en að læra að kunna […]
Recipe by Linda -
Ferskt salat með burrata osti og hráskinku á tvo vegu
15 mínBurrata er ferskur ítalskur ostur búinn til úr mozarella og rjóma. Ytri skel ostsins er þéttur mozarella ostur en inn í henni er að finna rjómakenndan ost sem er mjúkur og blautur. Ég smakkaði þennan ost í fyrsta skipti ekki fyrir svo löngu, ég og maðurinn minn pöntuðum okkur hann á veitingastað erlendis sem sameiginlegur […]
Recipe by Linda -
Hollir og ljúffengir morgun hafraklattar
25 mínMig hefur lengi vantað þessa fullkomnu hafraklatta uppskrift, ég er því búin að vera prófa mig svolítið áfram undanfarna daga og loksins fékk ég akkurat þá útkomu sem mig dreymdi um. Hollir en á sama tíma útrúlega ljúffengir og góðir hafraklattar sem eru fullkomnir með morgunkaffinu. Ég mæli með því að mylja hörfæjin eða chia […]
Recipe by Linda -
Bleikt límonaði gin
Það er eitthvað svo skemmtilegt við bleika kokteila sem ég bara elska. Þessi er einstaklega bragðgóður en hann inniheldur jarðaberja gin sem er það besta sem ég hef smakkað. Það er alveg ótrúlega einfalt að smella í þennan kokteil og lítur hann út fyrir að vera miklu flóknari en hann er í raun og veru. […]
Recipe by Linda -
Gulrótakaka með bláberjum og rjómaostakremi
Þessi gulrótakaka er laus við allan laktósa, en ég notaði gríska jógúrt frá Örnu í kökuna sjálfa, en í kremið notaði ég vegan rjómaost. Kakan sjálf er mjúk, létt og æðislega bragðgóð! Gulrótakaka með bláberjum og laktósafríu rjómaostakremi 5 dl smátt saxaður ananas 5 dl rifnar gulrætur 2 dl smátt saxaðar valhnetur 4½ […]
Recipe by Linda -
Ofur hrísgrjóna salatsskál
25 mínHrísgrjóna salatsskál er matarmeiri heldur en hefðbundið salat og því hentugt þegar maður er extra svangur eða þarf mikla orku. Ofur hrísgrjóna salatsskál: 1 dl hrísgrjón 1 lúka salat 1 msk gular baunir 1 msk svartar baunir 5 kirsuberjatómatar 1 msk fetaostur ½ avocadó ½ mangó 1 lítill vorlaukur salt og pipar chillí krydd ½ […]
Recipe by Linda -
Fljótlegt spagettí með kjúkling í bragðmikilli sósu úr sólþurrkuðum tómötum
Hver elskar ekki góðan pastarétt? Þeir eru allavega í miklu uppáhaldi hjá mér! Það sem ég elska við að elda pasta er að þetta er yfirleitt einföld eldamennska sem verðlaunar mann sko sannarlega með gómsætum mat. Ég fékk að prófa nýja sósu á markaðinum sem kemur frá FELIX en það er merki sem margir ættu […]
Recipe by Linda -
Ferskt avocadó og fetaosts salsa
15 mínÞessi ferska ídýfa er alveg tryllt góð! Hún er ótrúlega djúsí þrátt fyrir að vera fersk en þar er fetaosturinn leynitrikkið. Ferskt avocadó og fetaosts salsa: 2 dl smátt skornir tómatar 2 stór avocadó, skorin í bita 1/3 rauðlaukur, smátt skorinn 1 vorlaukur, smátt skorinn 1 dl ferkst kóríander, smátt skorið safi úr ½ sítrónu 1 […]
Recipe by Linda -
Sumarlegur ostabakki með innbökuðum jarðaberja brie
30 mínÉg fýla ostabakka ótrúlega vel og er það yfirleitt það fyrsta sem ég sting upp á þegar einhver biður um hugmynir að forrétt, eftirrétt eða partýrétt. Það er fátt betra og sumarlegra en stór, ferskur og girnilegur ostabakki með rósavínsglasi. Þessi ostabakki er að flestu leyti hefðbundinn nema hér bar ég innbakaðan brie með. Ég bakaði […]
Recipe by Linda -
Virkilega einfaldur og ferskur lax með jarðaberja salsa
30 minHér er að finna alveg ótrúlega einfaldan, fljótlegan og sumarlegan fiskrétt sem tekur bragðlaukana í ferðalag. Fullkominn réttur til þess að hafa í matinn þegar tíminn er naumur eða bara þegar maður vill hafa sérstaklega lítið fyrir matnum án þess að það komi niður á bragði og hollustu. Virkilega einfaldur og ferskur lax með jarðaberja […]
Recipe by Linda -
Jógúrt sriracha sósa
5 mínÞessi sósa passar vel með lang flestum mat, til dæmis taco, með kókos risarækjum eða kjúkling. Hún rífur örlítið í en hversu mikið fer eftir því hversu mikið er sett af sriracha sósunni. Í grunninn er þetta gríska jógúrtið frá Örnu en mér finnst áferðin af því henta lang best í sósur og vel það […]
Recipe by Linda -
Ofur einföld og ljúffeng jarðaberja jógúrt kaka
Hér er að finna alveg ótrúlega ljúffenga og einfalda köku sem er jafnframt alveg stórglæsileg. Það þarf alls ekki að vera neinn skreytingarmeistari til þess að ná að gera þessa köku, bara slétta úr kremi, skera ber og raða þeim á, einfaldara gerist það varla! Kakan sjálf er þétt og mjúk í sér með góðu […]
Recipe by Linda -
Pulled “pork” taco með ananas salsa
Anamma Pulled Vego BBQ bragðast alveg ótrúlega vel! Áferðin er alveg rosalega lík venjulegu kjöti, það vel að þegar ég var byrjuð að borða, varð ég fyrir smá sjokki og tók umbúðirnar upp úr ruslinu til þess að lesa á þær vegna þess að ég hreinlega trúði því ekki að það sem ég væri að […]
Recipe by Linda -
Hættulega góðar súkkulaði smákökur fylltar með saltri karamellu!
30 mínHér er að finna hættulega góðar súkkulaði smákökur fylltar með saltri karamellu sem þú munt elska! Söltu kramellurnar keypti ég tilbúnar út í búð, notaðu þínar uppáhalds karamellur! Salt karamellu fylltar súkkulaði smákökur 150 g smjör 300 g hveiti ½ tsk matarsódi ½ tsk vanillusykur ¼ tsk sjávar salt 150 g ljós púðursykur 100 g […]
Recipe by Linda -
Ömmu jógúrt, ljúffengur morgunmatur fyrir stóra sem smáa ofur kroppa
Þennan morgunmat þekkjum við fjölskyldan aðeins undir ömmu jógúrt en nafnið er tilkomið frá því að strákurinn minn var í heimsókn hjá ömmu sinni (mömmu minni) þar sem hún útbjó þetta jógúrt fyrir hann fyrir mörgum árum síðan. Hann var eitthvað lystarlítill þennan dag svo mamma útbjó extra djúsí jógúrt fyrir hann sem myndi næra litla […]
Recipe by Linda -
Stórhættulega góðar kókos risarækjur
30 mínMér finnst ótrúlega gaman að geta loksins deilt með ykkur þessari uppskrift þar sem þetta er besti rækjuréttur sem ég hef gert frá upphafi! Ég gerði réttinn fyrir tveimur vikum síðan en loksins er uppskriftin að koma inn og ástæðan fyrir seinkuninni er að ég fékk heilahristing þegar ég var að elda þennan rétt, sem er […]
Recipe by Linda