







-
Lax með sætkartöflumús með haustlegu yfirbragði
30 mínHér höfum við alveg lax með sætkartöflumús sem bragðast virkilega vel. Ég er með algjört æði fyrir sætkartöflumús þessa dagana og því er laxinn að sjálfsögðu borinn fram með slíkri. Hún er svo einföld að gera, inniheldur aðeins tvö innihaldsefni og er algjört lostæti. Laxinn er eldaður á pönnu upp úr smjörsteiktum lauk, hvítlauk, engiferi […]
Recipe by Linda -
Gómsæt graskerssúpa
45 mínGómsæt graskerssúpa sem enginn súpu aðdáandi má láta framhjá sér fara. Þessi súpa er alveg einstaklega bragðgóð, matarmikil og seðjandi. Það er svo fullkomið að bera hana fram með ristuðu súrdeigsbrauði með smjöri. Svona ekta haustlegur kvöldmatur. Graskerið er bakað fyrst inn í ofni áður en það er sett ofan í súpuna sem gefur því […]
Recipe by Linda -
Ítalskur salami pastaréttur með ferskum mozzarella
15 mínHér höfum við einstaklega gómsætan pastarétt með ítölsku salami, sólþurrkuðum tómötum, þistilhjörtum, fersku basil og mozzarella kúlum. Ítalskur salami pastaréttur með ferskum mozzarella 300 g heilkorna skrúfur frá Barilla 1 msk ólífu olía 1/2 laukur 115 g Ítalskt salami frá SS (eitt bréf) 280 g þistilhjörtu 100 g sólþurrkaðir tómtar 35 g ristaðar furuhnetur 1/4 […]
Recipe by Linda -
Krydduð kjúklingabaunahræra
Ef þig langar til að breyta til frá hefðbundna álegginu á brauðið þá mæli ég með að þú prófir þessa kjúklingabaunahræru, hún er alveg virkilega bragðgóð! Krydduð kjúklingabaunahræra er upplögð til fá sér í morgunmat eða hádegismat. Þetta er kjörin réttur til þess að “food preppa” en það er hægt að græja þennan rétt með […]
Recipe by Linda -
Kókosostakökur í glasi
10 mínHér höfum við alveg virkilega ljúffengan eftirrétt sem gerast ekki mikið einfaldari og fljótlegri. Hann samanstendur af kókosostakökudeigi og Póló kókoskexinu. Póló kókoskexið er algjör draumur í ostakökur og finnst mér ótrúlegt að ég hafi ekki prófað það áður sem botn í ostakökur. Kexið er svo mjúkt og ljúffengt, það verður líka það blautt og […]
Recipe by Linda -
Bláberja “yfir-nótt” chiagrautur
15 mínHér höfum við alveg dásamlega góðan chiagraut sem er upplagt að útbúa daginn áður og borða í morgunmat. Hann inniheldur dásamlega haustjógúrtið frá Örnu sem margir bíða allt árið eftir að komi í búðir. Það kemur í takmörkuðu upplagi þar sem notast er við nýupptekin íslensk aðalbláber til að búa til jógúrtið. Íslenska haustjógúrtið er […]
Recipe by Linda -
Daglegi græni og góði drykkurinn
5 mínNúna hef ég verið að fá mér grænan drykk á hverjum morgni undanfarna mánuði og líkar það svo ótrúlega vel! Ég hef tekið eftir allskonar breytingum til góðs eftir að ég vandi mig á þetta. Helst má nefna hvað ég er hressari á morgnanna núna, sæki minna í óhollustu, heilbrigðari og fallegri húð, sem og […]
Recipe by Linda -
Guðdómlega franska súkkulaðikakan hennar mömmu
1 klstGuðdómlega franska súkkulaðikakan hennar mömmu. Þessa uppskrift gróf mamma upp úr gamla uppskriftasafninu sínu um daginn. Þessa köku gerði hún fyrir allskonar tilefni þegar ég hef örugglega verið eitthvað í kringum 12-15 ára gömul en við vorum með algjört æði fyrir þessari köku. Mamma rifjaði svo þessa köku upp fyrir okkur um daginn þegar hún […]
Recipe by Linda -
Ljúffengir þorskhnakkar á sætkartöflubeði
40 mínEf þú ert að leita þér af einstaklega góðum fiskrétt þá er leitin á enda. Þessi réttur er einfaldur og rosalega bragðgóður, léttur og ljúffengur. Þetta er uppáhalds fiskrétturinn minn þessa stundina. Ég smakkaði svipaðan rétt heima hjá tengdó um daginn og þetta er mín útfærsla af honum. Þorskhnakkarnir eru hjúpaðir með eggjum og hveiti […]
Recipe by Linda -
Risarækju poke skál
40 mínÞú átt alveg örugglega eftir að elska þessa litríku risarækju poke skál. Hún inniheldur marineraðar risarækjur og agúrkur, mangó, edamame baunur, hrísgrjón og wakame salat sem er svo allt toppað með ljúffengu sterku majónesi og sesamfræjum. Virkilega hollur og einstaklega ljúffengur matur sem er einfaldari að smella saman en hann lítur út fyrir að vera. […]
Recipe by Linda -
Sítrónu og rósmarín focaccia
2 klstSítrónu og rósmarín focaccia sem þú átt alveg örugglega eftir að elska! Focaccia hefur lengi vel alltaf verið eitt af uppáhalds brauðunum mínum. Það er svo safartíkt og bragðmikið, dásamlegt eitt og sér með góðri hágæða ólífu olíu eða ólífumauki. Það er heldur ekki síðra til að útbúa samlokur með gómsætu áleggi. Lykillinn að góðu […]
Recipe by Linda -
Grænmetisréttur miðjarðarhafsins
40 mínHér höfum við léttan og bragðgóðan grænmetisrétt sem svíkur engan. Hann er afar einfaldur en maður eldar grænmetið í ofninum og sýður svo hrísgrjón. Næst setur maður hakkaða tómata og bakaða grænmetið í hrísgrjónin. Kryddar til og bakar svo aftur með osti. Rétturinn er svo borinn fram með ferskri basilíku, sítrónu olíu og parmesan. Grænmetisréttur […]
Recipe by Linda -
Klassískt Carbonara
20 mínKlassískt Carbonara. Hér höfum við klassíska uppskrift sem við höfum mörg heyrt um áður og jafnvel smakkað. Eðalbeikon, egg og parmesan leika lykilhlutverk í þessari uppskrift sem svíkur engan sem elskar gott pasta. Þetta er mjög einfaldur réttur sem tekur stutta stund að útbúa. Klassískt Carbonara 450 g Tagliatelle frá Barilla 130 g Eðalbeikon frá […]
Recipe by Linda -
Ostafyllt naan brauð
1 klstHér höfum við fræga naan brauðið sem hefur verið hér á síðunni frá upphafi, en nú fyllt með osti. Þessi útfærsla varð til þegar mig langaði í eitthvað ótrúlega gott og djúsí naan brauð um daginn og ákvað þá að fylla það með osti. Það kom svo ótrúlega vel út að ég bara einfaldlega varð […]
Recipe by Linda -
Berjajógúrtbaka
30 mínBerjajógúrtbaka. Hér höfum við ótrúlega skemmtilega og ljúffenga útgáfu af eggjaböku en hún er virkilega mjúk og bragðgóð. Berjajógúrtbakan hentar fullkomlega sem morgunmatur en hún er rosalega holl, stútfull af próteini og annari hollustu enda inniheldur hún fullt af eggjum og grísku jógúrti. Ég mæli með að smakka ef þig langar að prófa eitthvað nýtt […]
Recipe by Linda -
Mokka grísk jógúrtkaka
4 klstHér höfum við alveg dásamlega góða mokka grískt jógúrtköku, sem svipar til, eins og margir myndu eflaust giska á, skyrköku. Hún er silkimjúk með stökkum súkkulaðikexbotni, súkkulaðikremið ofan á gerir hana algjörlega ómótstæðilega. Kaffi og súkkulaði passar svo ótrúlega vel saman í svona eftirréttum að mínu mati, fullkomið eftir góða máltíð. Mokka grísk jógúrtkaka Botn […]
Recipe by Linda -
Pottþétt pestó pizza (vegan)
30 mínHér höfum við alveg pottþétta pestó pizzu sem þú átt alveg örugglega eftir að elska! Hún er svo rosalega bragðgóð og djúsí, hún er líka alveg vegan. Pottþétt pestó pizza (vegan) Pizzadeig (ég nota þessa uppskrift eða kaupi tilbúið súrdeigspizzadeig) Tómata pestó frá Sacla (vegan) Rifinn ostur (vegan eða venjulegur, eftir því hvað hentar þér) Sveppir […]
Recipe by Linda -
Ávaxta crumble
45 mínHér höfum við alveg dásamlegan eftirrétt sem smellpassar við síðsumarsstemminguna sem er í gangi núna. Hún er full af ljúffengum ferskum ávöxtum en hrökkkexlagið kemur með hlýja og notalega stemmingu í réttinn. Borin fram með rjóma er þessi ávaxta crumble að fara slá í gegn hvar sem er. Þessi eftirréttur flokkast alveg klárlega með hollari […]
Recipe by Linda -
Sykurlausar banana og súkkulaði bollakökur
40 mínÞið eigið eftir að elska þessar sykurlausu banana og súkkulaðibollakökur en þær eru svo góðar! Þær eru svo ótrúlega mjúkar og flöffý. Sykurlausar banana og súkkulaði bollakökur 3 þroskaðir bananar 200 g haframjöl 2 egg 50 g kókosolía 1 tsk vanilludropar 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 1 tsk kanill 200 g bláber 100 g […]
Recipe by Linda -
Kirsuberja daiquiri
15 mínHér höfum við ótrúlega ljúffengan kirsuberja daiquiri kokteil. Maður tekur nokkra kirsuberja Sun Lolly úr frystinum og smellir þeim í blandarann ásamt og ljósu rommi, ef maður vill hafa drykkina extra frosna og bleika þá er gott að setja svolítið af klökum með og 1-2 msk af trönuberjasafa, en það er samt ekki nauðsynlegt. Einfaldasta […]
Recipe by Linda -
Ofnæmisvæn súkkulaðimús úr 3 innihaldsefnum (vegan)
20 mínOfnæmisvæn súkkulaðimús úr 3 innihaldsefnum (vegan) Vanillusósa, vegan (ég notaði Oatly) 160 g (2 stk) Happi salt karamellu haframjólkursúkkulaði (+ meira til að skreyta með svo betra að kaupa 3 stk) Jurta þeytirjómi (ég notaði Alpro) Aðferð: Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Þeytið vanillusósuna í 5-10 mín eða þar til hún er orðin vel loftmikil og […]
Recipe by Linda -
Samlokur með fetaostasósu í nestið
15 mínSamlokur með fetaostasósu í nestið. Hér höfum við æðislegar samlokur með ljúffengri fetaostasósu og grænmeti. Fetaostasósan er alveg himnesk en hún passar með alveg ótrúlega mörgu. Einhverjir muna mögulega eftir því þegar ég smellti henni með kartöflubátum sem kom rosalega vel út. Einnig hef ég prófað hana með grillkjöti og mörgu öðru og slær hún […]
Recipe by Linda -
Eplakaka með karamellukurli og súkkulaðirúsínum
1 klstÉg er viss um að þú eigir eftir að elska þessa eplaköku með karamellukurli og súkkulaðirúsinum. Það sem þú þarft til að útbúa hana er haframjöl, hveiti, púðursykur, matarsóda, salt og hræra því saman. Bæta svo út í 2 eggjum, olíu og hræra því saman. Svo þarftu karamellukurl og súkkulaðirúsínur, blanda því saman við og […]
Recipe by Linda -
Sumarlegt og æðislega gott mangó og risarækjusalat með lime dressingu
30 mínSumarlegt og æðislega gott risarækjusalat sem þú átt eftir að elska. Ef þig langar í eitthvað ferskt og gott að borða þá skaltu smella í þetta sumarlega mangó og risarækjusalat. Það er svo ótrúlega gott! Maður byrjar á því að smella risarækjunum í marineringu sem saman stendur að mestu af lime, hvítlauk og chillí, og […]
Recipe by Linda

























