-
Ofnæmisvæn ostakaka með hvítu súkkulaði og hindberjum (vegan)
Ofnæmisvæn ostakaka með hvítu súkkulaði (vegan). Mér finnst rosalega gott að eiga nokkrar góðar ofnæmisvænar uppskriftir til að smella í þegar ég held veislur eða fjölskylduboð. Þessi kaka er virkilega góð, hún er mjög fersk, silkimjúk og með rjómakennda áferð. Hún inniheldur hvítt súkkulaði sem er með hindberjum en það gefur kökunni þetta ferska bragð. […]
Recipe by Linda -
Kartöflubátar í fetaostasósu
40 mínKartöflubátar í fetaostasósu. Hér höfum við alveg trufflað góða kartöflubáta í æðislegri fetaostasósu. Kartöflubátarnir henta vel sem meðlæti með öðrum mat, hvort sem það er hversdags eða við fínni tilefni. Það er afar einfalt að útbúa þennan rétt. Maður einfaldlega ofnbakar kartöflubátana og á meðan þeir eru inn í ofninum er kryddolíunni smellt saman og […]
Recipe by Linda -
Ávaxtabaka með grísku jógúrti
Hér höfum við ávaxtaböku sem er fullkomin til að bera fram í morgunmat eða brunch. Hún er holl og afar ljúffeng. Það er einfalt að smella í hana en maður einfaldlega blandar saman höfrum, hnetum og fræjum og myndar botninn. Smyr svo grísku jógúrti yfir og dreifir allskonar ávöxtum yfir jógúrtið. Einfalt, fljótlegt, hollt og […]
Recipe by Linda -
Pastelbleik kanínu vanillukaka með ljúffengu smjörkremi
Pastelbleik kanínu vanillukaka með ljúffengu smjörkremi. Hér höfum við klassísku góðu vanillukökuna sem ég er viss um að mörg ykkar hafa prófað, hún er alveg einstaklega ljúffeng, þétt í sér á sama tíma og hún er dúna mjúk og bráðnar upp í manni. Ég hjúpaði kökuna í smjörkremi sem er útbúið með Dr. Oetker smjörkremsblöndunni, […]
Recipe by Linda -
Smáréttaveisla – bragðgóðar hugmyndir fyrir veisluna
Smáréttaveisla – bragðgóðar hugmyndir fyrir veisluna Nú er sá tími árs þar sem mikið er af veislum framundan og því fannst mér kjörið að koma með nokkrar hugmyndir af smáréttum sem henta vel á veisluborðinu og hvernig er gaman að bera matinn fram. Ég gerði tvær mismunandi snittur, eina með roast beef á sjólkjarnabrauði, en […]
Recipe by Linda -
Gríska gyðju salatið
Gríska gyðju salatið. Ef þú ert að leita þér að virkilega bragðgóðu salati sem er létt, ferkst og jafnvel örlítið sumarlegt, þá þarftu ekki að leita lengra. Þetta salat er alveg dásamlega gott og ferskleikinn er allsráðandi. Til þess að gera gott salat er góð salatdressing lykilatriði. Til þess að gera góða salatdressingu þarf maður […]
Recipe by Linda -
Einföld kínóa ofurskál
20 mínEinföld kínóa ofurskál sem mun koma þér skemmtilega á óvart. Það besta er að það tekur aðeins 20 mínútur að útbúa þennan rétt! Hér höfum við rétt sem er í svo miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Hann er svo bragðmikill og góður, einfaldur og virkilega hollur. Ég hvet þig til að prófa þennan, þú […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði kröns hafragrautur með mjúkri hnetusmjörsfyllingu
15 mínSúkkulaði kröns hafragrautur með mjúkri hnetusmjörsfyllingu. Þú getur kysst venjulega harfagrautinn bless því þessi súkkulaði kröns hafragrautur með mjúkri hnetusmjörsfyllingu er í alvörunni virkilega hollur og er stútfullur af góðri næringu, hann lítur bara alls ekki út fyrir að vera það
Grauturinn heldur manni söddum langt fram eftir degi á sama tíma sem hann seðjar […]
Recipe by Linda -
Hreinsandi grænn morgundrykkur
Hreinsandi grænn morgundrykkur. Þennan drykk hef ég drukkið á hverjum morgni seinustu vikurnar og finnst hann algjörlega frábær! Hann hefur sérstaklega hreinsandi áhrif á líkamann þegar maður drekkur hann strax á morgnanna og með því að drekka drykkinn reglulega stuðlar hann meðal annars að heilbrigðari og meira ljómandi húð. Ég fæ mér hann yfirleitt um […]
Recipe by Linda -
Ómótstæðileg ostapizza
20 mínÓmótstæðileg ostapizza sem þú átt eftir að elska! Hér höfum við uppskrift af pizzu sem ég smelli í nánast hverja einustu helgi! Afhverju er hún að koma fyrst inn á síðuna núna, spyrjið þið mögulega? Það er góð spurning sem ég eiginlega hef ekki svarið við
Það er nánast orðið eins og að drekka […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði og möndlu orkustangir
1 klst og 30 mínSúkkulaði og möndlu orkustangir. Ég er alltaf að leita mér að hollu og góðu millimáli til að narta í og þess vegna hef ég verið að þróa þessar einstaklega góðu orkustangir. Þær sem eru stútfullar af góðri næringu en seðjar á sama tíma alla sætuþörf. Þær eru ótrúlega djúsí og góðar! Hnetur og fræ leika […]
Recipe by Linda -
Orkumikill chiagrautur
1 klstÉg er afskaplega hrifin af þessum chiagraut og fæ ég mér hann nánast á hverjum virkum degi. Hann gefur mikla orku sem endist lengi ásamt því að vera afskaplega hollur. Orkumikill chiagrautur 2 msk chia fræ 2 msk grófir hafrar 1 msk próteinduft 2 dl möndlumjólk 2 dl frosin ber (skipt í tvo hluta) Karamellaðar […]
Recipe by Linda -
Sítrónu og bláberja pönnukökur
30 mínHér höfum við alveg dásamlega góðar sítrónu og bláberja pönnukökur sem eru einstaklega djúsí. Þær eru afar þykkar, djúsí og flöffí og minna mig mikið á klassísku amerísku pönnukökurnar sem er ein vinsælasta uppskrift síðunnar og myndi gróflega áætla að þið flest sem lesið síðuna, séuð búin að prófa. Þessar sítrónu og bláberja pönnukökur eru örlítið […]
Recipe by Linda -
Super nachos sem er hollara en þig grunar
25 mínSuper nachos sem er hollara en þig grunar sem er hlaðið grænmeti og djúsí osti. Ég er mikill aðdáandi Finn Crsip snakksins, það er alveg hrikalega bragðgott en það besta er að það er talsvert hollara en venjulegt snakk. Það er 100% heilkorna sem gerir það að verkum að það er vel stökkt. Einnig inniheldur […]
Recipe by Linda -
Bláberja og sítrónu vatnsdeigsbollur
1 1/2 klstBláberja og sítrónu vatnsdeigsbollur. Þessar vatnsdeigsbollur með bláberjum og sítrónu eru einstaklega góðar. Þær eru léttar, ferskar og virkilega ljúffengar! Bláberjasultan frá St. dalfour er mjög hentug í þessar bollur þar sem hún inniheldur mikið af heilum bláberjum og engan viðbættan sykur. Með því að nota St. dalfour sultuna eru bollurnar því nánast sykurlausar. Bláberja […]
Recipe by Linda -
Hindberja trompbollur með lakkríssúkkulaðitoppi
1 1/2 klstHindberja trompbollur með lakkríssúkkulaðitoppi. Ég hef alltaf verið hrifin af hindberja og lakkríssamsetningunni og hvað þá í vatnsdeigsbollum, þessi salta og sæta samsetning svíkur engan! Hér eru vatnsdeigsbollurnar fylltar með hindberjarjóma með trompkurli. Saltlakkríssúkkulaði er brætt og sett ofan á bollurnar, algjörlega ómótstæðilegar bollur! Hindberja trompbollur Vatnsdeigsbollur – sjá uppskrift hér 500 ml rjómi 150 […]
Recipe by Linda -
Chia skyrskál – hollur og bragðgóður morgunmatur
10 mínChia skyrskál. Hér höfum við afskaplega hollan og bragðgóða skyrskál sem er stútfull af góðri næringu og keyrir okkur í gang. Hentugt sem morgunmatur eða millimál. Chia skyrskál 1 msk chia fræ 1/2 dl vatn 200 g Örnu skyr með vanillubragði 1 msk hnetusmjör Ristaðar kókosflögur ½ banani 100 g brómber eða önnur ber að […]
Recipe by Linda -
Snickers bolludags bollur með hnetusmjörs-súkkulaði rjóma og karamelluglassúr
2 klstSnickers bolludags bollur með hnetusmjörs-súkkulaði rjóma og karamelluglassúr. Hér höfum við alveg æðisgengilega góðar bollur sem ég hvet alla sem elska snickers, hnetusmjör og karamellu til að græja fyrir bolludaginn! Þessar bollur eru öðruvísi en ég hef nokkurntíman smakkað áður og alveg svakalega góðar þó ég segi sjálf frá. Mjög skemmtilega öðruvísi. Snickers bolludagsbollur með […]
Recipe by Linda -
Djúsí brauðbollur fylltar með skinku og osti
3 klstDjúsí brauðbollur fyltar með skinku og osti. Þessar brauðbollur eru einstaklega góðar og sniðugt snarl fyrir krakkana. Þær líkjast skinkuhornnum nema eru talsvert einfaldari að gera. Maður einfaldlega hnoðar skinkunni og ostinum í deigið eftir hefun, græjar bollur úr deiginu og bakar. Úr verða mjög djúsí osta og skinkufylltar bollur sem allir elska. Sniðugt nesti […]
Recipe by Linda -
Þrjár einfaldar týpur af hummus – pestó, hvítlauks og jalapenó hummus
Þrjár mjög einfaldar týpur af heimagerðum hummus – pestó hummus, hvítlauks hummus og jalapenó hummus, afskaplega ljúffengt! Hægt er að kaupa annað hvort tilbúnar soðnar kjúklingabaunir í krukkum eða ósoðnar í pokum. Soðnu baunirnar í krukkunum eru fljótlegri en þessar ósoðnu í pokunum eru ódýrari. Það er annars alveg mjög einfalt að sjóða baunir sjálfur […]
Recipe by Linda -
Alvöru Cheesecake factory ostakaka með jarðaberjatoppi
1 klstAlvöru Cheesecake factory ostakaka með jarðaberjatoppi. Ég má til með að deila með ykkur þessari stórkostlegu ostaköku sem ég keypti tilbúna út í búð. Um er að ræða alvöru Cheesecake Factory ostaköku, og þá er ég að meina, það er sama uppskrift notuð í þessa köku og þær sem eru bornar fram á Cheesecake Factory […]
Recipe by Linda -
Rjómalagað pestó pasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati
20 mínRjómalagað pestó pasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati. Hér höfum við afar ljúffengan pastarétt með rjómalöguðu rauðu pestói, sveppum, spínati og sólþurrkuðum tómötum sem er borið fram með parmesan osti. Ég notaði í þennan rétt heilhveiti spagettí frá Barilla sem mér finnst virkilega ljúffengt. Þar sem það er heilhveiti er það næringarríkara en hefðbundið spagettí, […]
Recipe by Linda -
Silkimjúkur kakó kollagen drykkur sem nærir húð og hár
5 mínSilkimjúkur kakó kollagen drykkur sem nærir húð og hár. Þessi smoothie er alveg einstaklega bragðgóður og fullur af ofurfæðu sem nærir húð og hár. Þessi drykkur inniheldur meðal annars hreint kakó er einstaklega ríkt af andoxunarefnum sem verndar húðina gegn ótímabærum öldrunareinkennum. Hann inniheldur einnig hampfræ og hnetusmjör sem er ríkt af hollri og góðri […]
Recipe by Linda -
Vegan súkkulaði bollakökur með kókossúkkulaði smjörkremi
1 klstVegan súkkulaði bollakökur með kókossúkkulaði smjörkremi. Þessar bollakökur eru alveg ótrúlega góðar! Súkkulaði bollakakan sjálf er afar djúsí og rakamikil með góðu súkkulaðibragði. Smjörkremið er silkimjúkt, einstaklega fluffý og loftmikið en dökka pralín súkkulaðið með kókosfyllingunni frá Nóa Síríus leikur þar aðalhlutverkið. Kókosfyllta pralín súkkulaðið frá Nóa Síríus er tímabundin vara sem ég mæli með […]
Recipe by Linda