-
Létt og ferskt hrásalat
24 klstLétt og ferskt hrásalat. Börnin mín eru nýbúin að uppgötva hrásalat og nú er þetta nýjasta æðið hér heima, þau elska hvað það er fallegt á litin og bragðast vel. Ég gæti ekki verið meira hamingjusöm með þessa uppfinningu þeirra enda fullt af grænmeti sem er hollt og gott fyrir litla kroppa. Ég geri hrásalatið […]
Recipe by Linda -
Klassískt kartöflugratín
1 klst og 45 mínKlassískt kartöflugratín sem er afskaplega bragðgott. Það inniheldur nóg af osti sem gerir það einstaklega djúsí. Kartöflugratín hentar sem meðlæti með allskonar mat eins og til dæmis: Heilsteikt nautalund og klassísk sveppasósa Heilsteikt dry age nauta ribeye a la mamma Fylltar kjúklingabringur með hráskinku, mosarella og basil Kartöflugratín 900 g kartöflur 500 ml rjómi […]
Recipe by Linda -
Spagettí með sólþurrkuðum tómötum og ólífum
20 minPasta með sólþurrkuðum tómötum og ólífum. Einfaldur spagettíréttur þar sem fá og góð hráefni njóta sín til fulls í bragðmiklum og afskaplega góðum rétti sem svíkur engan. Sacla vörurnar eru í hæsta gæðaflokki sem má svo sannarlega greina á bragðinu. Kosturinn við það að nota góð hráefni er að það leyfir manni að einfalda matargerðina […]
Recipe by Linda -
Cheerios bollakökur
1 klstCheerios bollakökur. Á dögunum fékk ég á borð til mín ótrúlega skemmtilegt verkefni en það var að gera Cheerios köku sem myndi vera notuð í auglýsingu með Sölku Sól og fjölskyldu hennar. Hugmynd mín á bak við kökuna var að endurhanna klassísku morgunkornskökurnar sem við mörg hver þekkjum og setja þær í nýjan búning sem við […]
Recipe by Linda -
Spicy fiski takkó – Facos
40 mínSpicy fiski takkó – Facos Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að nú er í gangi átakið Fisk í matinn þar sem fólk er hvatt til þess að borða meiri fisk. Mér finnst það stórkostlegt átak enda erum við fjölskyldan algjörir fisk unnendur og elskum að borða fisk. Okkur finnst fiskur í fyrsta […]
Recipe by Linda -
Grjónagrautur í ofni
1 klst og 30 mínGrjónagrautur í ofni. Hér er um að ræða einn af uppáhalds réttum krakkanna. Þau elska grjónagraut hvort sem það er í hádegismat eða kvöldmat. Ef grjónagrauturinn er í kvöldmat sýð ég yfirleitt lifrapylsu með sem þeim finnst ótrúlega gott. Grjónagrautur er ódýr kvöldmatur. Það er einnig mjög sniðugt að smella í grjónagraut þegar maður á […]
Recipe by Linda -
Heimabakað hvítlauksbrauð
Heimabakað hvítlauksbrauð Heimabakað hvítlauksbrauð 300 g hveiti 1 ½ tsk ger 1 tsk sykur ¼ tsk salt 2 ½ dl volgt vatn 70 g smjör, mjúkt 3 hvítlauksgeirar u.þ.b. 1 dl fersk steinselja 230 g Rifinn mozzarella með hvítlauks kryddosti Gróft sjávarsalt Þurrkað chili krydd Aðferð: Setjið hveiti, ger, sykur og salt saman í skál, bætið […]
Recipe by Linda -
mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu
Mjúkir kanilsnúðar með súkkulaði og karamellu. Þessir snúðar eru einstaklega góðir! Hér er komið nýtt afbrigði af einni vinsælustu uppskrift síðunnar fyrr og síðar, ég ætla rétt að vona að þið séuð öll búin að smakka þá og vitið nákvæmlega um hvaða uppskrift ræðir en fyrir ykkur sem eigið eftir að kynnast uppskriftinni þá getið […]
Recipe by Linda -
Grænmetis “gúllas” með kartöflumús
Grænmetis “gúllas” með kartöflumús. Einfaldur og bragðgóður grænmetisréttur sem er einnig vegan og minnir mikið á gúllas nema án kjötsins og með meira grænmeti í staðinn. Grænmetið er skorið niður og steikt á pönnu með nóg af hvítlauk og hökkuðum tómötum. Að mínu mati er gúllas ekki gúllas nema með örlitlu rauðvíni í sósunni en […]
Recipe by Linda -
Súkkulaðiís með smákökudeigi (vegan)
Súkkulaðiís með smákökudeigi (vegan) Æðislegur vegan súkkulaðiís sem er borin fram með kökudeigi sem þarf ekki að baka og er að sjálfsögðu vegan líka. Súkkulaðiísinn og smákökudeigið passar svo vel saman og mun alveg örugglega verða nýja uppáhalds vegan eftirrétta tvennan þín. Súkkulaðiís með smákökudeigi (vegan) Veganís súkkulaði frá Kjörís 100 g vegan smjör 1 […]
Recipe by Linda -
Lax í mangó chutney
35 mínLax í mangó chutney Ég elska að heyra frá ykkur, hvort sem það er til að vita hvernig ykkur líkar við uppskriftir sem ég set inn eða fá ráðleggingar og hugmyndir frá ykkur um hvernig þið matreiðið matinn ykkar. Ég gerði það einmitt þegar ég var að matreiða þennan lax. Ég var ekki búin að […]
Recipe by Linda -
Hvítt súkkulaði freyðivíns trufflur
13 klstHvítt súkkulaði freyðivíns trufflur. Æðislegar og sparilegar hvítt súkkulaði freyðivíns trufflur. Þær eru silkimjúkar að innan með ljúfu freyivínsbragði. Það er gott að byrja á þeim daginn áður og leyfa trufflublöndunni að jafna sig yfir nótt inn í ísskáp. Hvítt súkkulaði freyðivíns trufflur 300 g hvítt súkkulaði 30 ml rjómi 15 g smjör ½ dl […]
Recipe by Linda -
Áramóta ostabakki
Áramóta ostabakki Pringles snakki er raðað upp og úr því myndað 2021. Ostum, berjum og sælgæti raðað meðfram á stóran bakka eða hreinlega beint á borðið ef það er að henta best. Áramóta ostabakki 4 stk Pringles snakk staukar Primadonna ostur Brie ostur Höfðingi ostur Kastali ostur Jarðaber Bláber Hindber Blæjuber Mandarínur Vínber Sulta Nammi […]
Recipe by Linda -
Heilsteikt nautalund og klassísk sveppasósa
8 klstHeilsteikt nautalund Hér er að finna klassíska uppskrift af síðunni en kominn var tími á að taka hana örlítið í gegn, smella inn nýjum myndum og betri útskýringum. Þessi uppskrift er algjör klassík, við fjölskyldan höfum gert þessa í fjölda mörg ár og hefur hún aldrei klikkað. Það er upplagt að gera heilsteikta nautalund þegar […]
Recipe by Linda -
Ístertu jólakrans
5 klstÍstertu jólakrans. Ótrúlega skemmtileg leið til að bera jólaísinn fram á hátíðlegan og fallegan hátt. Jólaísinn frá Kjörís er komið fyrir í hringlaga kökuformi sem hefur verið klætt með plastfilmu eða smjörpappír. Ísinn settur aftur í frystinn til að harna. Þegar hann er orðinn harður er hann settur á kökudisk og plastfilman/smjörpappírinn tekinn í burtu […]
Recipe by Linda -
Léttur eftirréttur – Fersk ber með mascarpone kremi
Léttur eftirréttur – Fersk ber með mascarpone kremi. Alveg dásamlega góður eftirréttur sem er léttur og ferskur úr alvöru ítölskum mascarpone osti frá Michelangelo sem stendur fyrir fyrsta flokks gæði. Það er ótrúlega einfalt að smella þessum eftirrétti saman, eitthvað sem allir geta gert! Maður einfaldlega hrærir örlítið í mascarpone ostinum sem er rjómkenndur ostur, afar […]
Recipe by Linda -
Sítrónukossa smákökur
1 klst og 20 mínSítrónukossa smákökur. Þessar smákökur minna mikið á gömlu góðu vanilluhringina sem eru ómissandi hluti af jólahaldi margra. Þær eru þykkari og með ómóstæðilegum sítrónu kremi í miðjunni sem líkist helst sítrónu karamellu eftir bökun. Til þess að smákökur heppnist sem best almennt er lykilatriði að þeyta smjörið og sykurinn mjög vel saman, alveg í góðar […]
Recipe by Linda -
Bakaður epla og kanil brie ostur
25 mínBakaður epla og kanil brie ostur. Það er eitthvað svo ómótstæðilegt við bakaðn brie, bráðinn osturinn með sætri sultunni ofan á, borin fram á stökku kexi, namm ég fæ vatn í munninn. Að mínu mati er þetta algjörlega ómissandi réttur núna í kringum jólin hvort sem osturinn er borinn fram sem forréttur eða eftirréttur því […]
Recipe by Linda -
Eggnog – amerískur jóladrykkur
Eggnog jóladrykkur. Það þekkja margir þennan drykk úr amerískum bíómyndum en eggnog er órjúfanleg hefð margra í Ameríku. Eggnog er rjómakendur drykkur og er algjört lostæti. Hægt er að gera bæði áfengislausa og áfenga útgáfu af drykknum en eini munurinn til að gera áfenga útgáfu er að blanda áfengi saman við í endann áður en […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði fudge kaka með saltri karamellu
6 klstSúkkulaði fudge kaka með saltri karamellu. Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að prófa nýjar uppskriftir og sjá viðbrögðin hjá þeim sem smakka. Yfirleitt eru þau góð og er fólkið í kringum mig orðið þaulvanir smakkarar sem gefa mér hreinskilið álit til baka. Það er nefninlega það mikilvægasta hlutverk smakkarans að vera gagnrýninn […]
Recipe by Linda -
Heimabakaðar piparkökur
Heimabakaðar piparkökur. Æðislegar heimabakaðar piparkökur sem eru svolítið mjúkar og einstaklega bragðgóðar. Leynitrixið til að fá þær mjúkar er að fletja deigið út þar til það er u.þ.b. 1/2 cm þykkt (ekki of þunnt) og baka ekki of lengi. Svo er um að gera að leyfa krökkunum að skreyta piparkökurnar eða hreinlega gera það sjálf […]
Recipe by Linda -
Brownieskál með ís
1 klstBrownieskál með ís. Einfaldur og skemmtilegur eftirréttur sem allir ættu að leika sér að útbúa. Brownie kökur eru bakaðar í bollakökuformum og klessar örlítið niður svo þær verði að skálum. Brownieskálarnar eru fylltar með Mjúkís með pekanhnetum og og karamellu, skreyttar með karamellusósu og súkkulaðihjúpuðu lakkrískurli. Þennan eftirrétt er sniðugt að útbúa með fyrirvara en […]
Recipe by Linda -
Sörur – klassísku jóla smákökurnar
Sörur – klassísku jóla smákökurnar Þessa uppskrift er að finna í uppskriftabókinni minni Kökur. Til þess að gefa ykkur örlitla innsýn inn í bókina vil ég deila með ykkur þessum æðislegu smákökum sem við íslendingarnir erum mörg hver alin upp við og eru órjúfanlegur hluti af jólahefð okkar margra. Bókin er til sölu í flest […]
Recipe by Linda -
Ristretto Martini kokteill
15 mínRistretto Martini kokteill. Þessi kokteill minnir á espresso martini nema kaffibragðið á þessum er dýpra og kraftmeira, ótrúlega góður kokteill sem hentar einstaklega vel sem eftirdrykkur eftir góða máltíð. Ristretto Martini kokteill 30 ml Galliano kaffilíkjör 30 ml Vodka 30 ml espresso kaffi Klakar Aðferð: Uppskriftin miðast við 1 drykk, tvöfaldið ef þið viljið gera […]
Recipe by Linda