-
Fluffý amerískar pönnukökur bakaðar í einu formi
25 mínFluffý amerískar pönnukökur bakaðar í einu formi. Hér höfum við klassísku amerísku pönnukökuuppskriftina mína sem við mörg hver þekkjum á hversu ótrúlega mjúkar, fluffý og bragðgóðar þær eru. Ég bakaði þær þó hinsvegar ekki eins og lög og reglur gera ráð fyrir heldur hellti ég deiginu í 23×36 cm form (þú getur keypt það hér […]
Recipe by Linda -
Rjómalagað tagliatelle með sveppum og pepperóní
20 mínRjómalagað tagliatelle með sveppum og pepperóní sem þú átt alveg örugglega eftir að elska! Æðislegur pastaréttur sem er einfaldur og fljótlegur en síðar en ekki síst ódýr. Barilla tagliatelle er búið til samkvæmt ævafornum ítölskum aðferðum, með eggjum og gæða hveiti. Það er soðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, suðunni er náð upp á vatni í […]
Recipe by Linda -
kaldur hafragrautur með grænum eplum
5 mínKaldur hafragrautur með grænum eplum sem er svo góður! Það er upplagt að smella í þennan á kvöldin og fá sér svo ljúffengan morgunmat daginn eftir. Þessi kaldi hafragrautur er léttur og góður í maga, fullur af góðri næringu og heldur manni söddum langt fram eftir degi. Kaldur hafragrautur með grænum eplum 3 msk grísk […]
Recipe by Linda -
Gulrótarsúpa
40 mínGulrótarsúpa sem er alveg ótrúlega góð. Það er einfalt að útbúa þessa súpu og það tekur stutta stund. Fullkomin á dögum þegar maður vill hollan og góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Súpan er mild og áferðin þykk, ekta súpa sem krakkarnir elska, en þar sem litarefnin eru sterk í súpunni þá mæli ég með að taka þau […]
Recipe by Linda -
Hunangsmerineruð bleikja með fetaosti og chillí
30 mínHunangsmerineruð bleikja með fetaosti og chillí. Hér höfum við “go-to” bleikju uppskriftina hennar mömmu sem er svo góð, bragðmikil og afskaplega ljúffeng! Þessi bleikju uppskrift er einföld og fljótleg. Maður byrjar á því að smella marineringunni saman, smyr henni á bleikjuna ásamt salatostinum og bakar inn í ofninum. Ef maður vill þá er hægt að […]
Recipe by Linda -
Krispí kjúklingabauna pítur
20 mínKrispí kjúklingabauna pítur. Hvernig væri að hafa pítur sem stökkum kjúklingabaunum í matinn? Þessi réttur sem er tilvalinn sem kvöldmatur eða hádegismatur er einfaldur, fljótlegur, hollur og ótrúlega bragðgóður! Þú byrjar á því að steikja kjúklingabaunirnar á pönnu upp úr olíu og kryddum, lætur malla í u.þ.b. 5 mín á pönnunni eða þar til baunirnar […]
Recipe by Linda -
Heimalagaður hinberjatromps rjómaís
12 klstHeimalagaður hinberjatromps rjómaís. Dásamlega góður hindberjatromps rjómaís sem enginn ísaðdáandi má láta framhjá sér fara. Ísinn er rosalega einfaldur og fljótlegur en það þarf ekki að nota ísvél. Ísinn er laus við allar ísnálar en áferðin á ísnum er silkimjúk og góð eins og alvöru rjómaísar eiga að vera. Heimalagaður hinberjatromps rjómaís 6 eggjarauður 170 […]
Recipe by Linda -
Dökkar súkkulaðibitakökur með hvítu súkkulaði
1 klstDökkar súkkulaðibitakökur með hvítu súkkulaði Dökkar súkkulaðibitakökur með hvítu súkkulaði 110 g smjör við stofuhita 85 g púðursykur 85 g sykur 1 egg 150 g hveiti 1 tsk matarsódi ½ tsk salt 20 g sælkerabaksturs kakóduft frá Nóa Síríus 1 msk mjólk 150 g sælkerabaksturs hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus Aðferð: Þeytið saman smjör, […]
Recipe by Linda -
Brie samloka með vínberjasultu
15 mínBrie samloka með vínberjasultu. Þessar samlokur eru einstaklega góðar. Ég notaði chiabatta brauð í samlokurnar sem er mitt uppáhald en hægt er að nota hvaða brauð sem er. Gott er að hita eða rista brauðið áður en það er smurt með vel með vínberjasultunni frá St. Dalfour. Ostinum, paprikunni og skinkunni er raðað á brauðið […]
Recipe by Linda -
Rice Krispies kökurnar hennar Bjarkar
20 mínRice Krispies kökurnar hennar Bjarkar. Björk frænka var svo yndileg á dögunu til að gefa mér uppskriftina af rice Krispies kökunum hennar en hún er fyrir löngu orðin fræg fyrir þessar kökur en þær teljast þær allra bestu! Þær eru extra teygjanlegar og klístraðar, algjört lostæti! Leynitrixið til að ná þeim svona klístruðum og góðum […]
Recipe by Linda -
Sumarleg Skyrterta með berja toppi
4 klstSumarleg skyrterta með berja toppi. Þessa uppskrift samdi ég upprunalega seinasta sumar þegar ég var að semja uppskriftir fyrir bókina mína Kökur. Þetta er aðeins breytt útgáfa af þeirri köku en hún er algjörlega ein af mínum uppáhalds eins og allar uppskriftirnar sem eru að finna í bókinni minni. Kakan er létt, fersk og ótrúlega […]
Recipe by Linda -
Sítrónubökubitar
1 klstSítrónubökubitar. Dásamlega góðir sítrónubökubitar sem þú átt alveg örugglega eftir að elska. Uppskriftin er gömul amerísk klassík og eitthvað sem allir þekkja þar undir nafninu Lemon Bars en ég átti það alltaf eftir að smakka þessa ljúffengu sítrónukökubita. Þessir sítrónubökubitar eru alveg unaðslega góðir, botninn er stökkur og “flaky” eins er sagt í Bandaríkjunum en […]
Recipe by Linda -
Ferskt salat með vatnsmelónu
Ferskt og bragðmikið salat með vatnsmelónu og stökku finn crisp snakki. Bragðmikið og sumarlegt salat þar sem ferskleikinn er í fyrirrúmi. Finn Crisp snakkið kemur með þetta stökka element og gerir salatið alveg ómótstæðilegt. Ferskt salat með vatnsmelónu 400 g foreldaðar kjúklingabringur Salt og pipar Ferskt salat ¼ Vatnsmelóna 100 g bláber Fetaostur Finn Crisp […]
Recipe by Linda -
Köld kóríander og lime sósa
10 mínKöld kóríander og lime sósa. Dásamlega góð köld kóríander og lime sósa sem smellpassar með grillmatnum. Sósan er fersk og afar bragðgóð. Köld kóríander og lime sósa 250 g grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum 1 tsk hvítlaukskrydd 1 tsk laukkrydd 1 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk þurrkað dill Börkurinn af 1 lime Safi […]
Recipe by Linda -
Grillað lambafille með sellerírótarmauki
45 mínGrillað lambafille með sellerírótarmauki. Ég verð að fá að mæla með sælkerasteikar lambafilleinu en það er í alveg guðdómlega góðri marineringu, einstaklega mjúkt og gott, fullkomið á grillið. Þessi sellerírótarmús er ótrúlega góð með kjötinu og ég mæli með að prófa hana með kjötinu. Grillað lambafille með sellerírótarmauki Sælkerasteik lambafille 1 sellerírót 1 shallotlaukur Ólífu […]
Recipe by Linda -
Lúxus hamborgarasósa
5 mínLúxus hamborgarasósa. Þessi hamborgarasósa er einstaklega góð og ég smelli alltaf í hana þegar mig langar í virkilega bragðgóðan grillaðan hamborgara. Lúxus hamborgarasósa uppskrift 4 msk majónes 3-4 tsk Maille hunangssinnep 2 msk tómatsósa 50 g súrar gúrkur, smátt saxaðar ½ tsk hvítlauksduft ½ tsk paprikukrydd 1-2 tsk hot sauce Salt og pipar eftir smekk […]
Recipe by Linda -
Bláberja múslíbaka
1 klst og 30 mínBláberja múslíbaka. Dásamlega góð bláberjabaka með súkkulaðimúslí botni, þessa þurfa allir sem elska bláber að smakka. Bláberja múslíbaka 200 g smjör 100 g púðursykur 2 egg 100 g hveiti 1 ½ tsk lyftiduft ½ tsk salt 350 g Kellogs Crunchy Musli með súkkulaði 300 g frosin bláber 3 tsk kornsterkja Aðferð: Kveikið á ofninum og stillið […]
Recipe by Linda -
Ostakúlu snakkídýfa
15 mínOstakúlu snakkídýfa. Skemmtileg og sumarleg leið til að bera fram snakkídýfu er að setja hana á disk og raða pringles snakki í kring, þannig verður til svona fallegt blóm. Góð hugmynd á veisluborðið, í partýið eða fyrir kósýkvöldið. Ídýfan samanstendur af rjómaosti, cheddar osti og mozzarella osti, krydduð til svo hún verður örlítið spicy. Ostakúlu […]
Recipe by Linda -
Mexíkóskt kjúklingasalat
30 mínMexíkóskt kjúklingasalat. Einfalt, virkilega bragðgott og djúsí kjúklingasalat sem svíkur engann. Að mínu mati er romaine salatið algjör lykill þar sem það er svo safaríkt og gott. Salatinu er velt upp úr sósunni svo hún bleytir vel upp í öllu og gerir það svo sannarlega djúsí. Mexíkóskt kjúklingasalat 600 g Kjúklingalundir 1 msk mexíkósk kryddblanda […]
Recipe by Linda -
Grillaðir bananar með saltaramellufylltu súkkulaði
20 mínGrillaðir bananar fylltir með saltkaramellufylltu súkkulaði. Það er varla til sumarlegri eftirréttur en grillaðir bananar fylltir með súkkulaði. Hér höfum við alveg tryllta saltkaramellu útgáfu af grilluðum bönunum sem þú átt alveg örugglega eftir að elska. Grillaðir bananar Bananar Síríus Pralín súkkulaði með saltkaramellufyllingu Aðferð: Skerðu alveg ofan í bananann eftir endilöngu án þess þó að […]
Recipe by Linda -
Vanillu bollakökur með hindberjasmjörkremi
1 klstVanillu bollakökur með hindberjasmjörkremi. Þessar bollakökur eru alveg dásamlega góðar! Vanillubollakökurnar eru einstaklega mjúkar, rakamiklar og ekki of sætar. Kremið með þeim er dásamlega góða hindberjasmjörkremið sem ég og fleiri, alveg elska. Vanillu bollakökur með hindberjasmjörkremi 125 g smjör 200 g sykur 2 egg 1 eggjahvíta 2 tsk vanilludropar 200 g hveiti 1 tsk matarsódi […]
Recipe by Linda -
Marengsterta með karamelluðum perum
3 klstMarengsterta með karamelluðum perum. Þessi marengsterta er alveg dásamlega góð og minnir okkur á gömlu tímana en þó með nýjum snúning. Perurunar eru látnar malla í smjöri og sykri sem veldur því að þær verða mjúkar og fá á sig karamelluhúð. Marengsinn sjálfur inniheldur Rice Crispies sem verldur því að hann verður extra stökkur og […]
Recipe by Linda -
Grillaðir fylltir tómatar
20 mínGrillaðir fylltir tómatar. Á sumrin elska ég að grilla grænmeti og eitt af því sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni eru grillaðir tómatar fylltir með fetaosti. Við borðum þá aðallega sem meðlæti með öðrum mat. Það er afskaplega einfalt að græja tómatana en maður einfaldlega sker af þeim toppinn og tekur örlítið innan […]
Recipe by Linda -
Jógúrt ostakaka á múslí botni
2 klstJógúrt ostakaka á múslí botni Þessi jógúrt ostakaka á múslí botni hentar vel á brunch borðið. Botninn er úr dásamlegu múslí sem er stökkt og bragðgott á meðan kakan sjálf er úr grísku jógúrti og rjómaosti. Hollari morgunverðarútgáfa af klassísku ostakökunni. Jógúrt ostakaka á múslí botni 300 g classic crunchy múslí frá Kellog’s 100 g […]
Recipe by Linda