-
Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu
1 kist og 30 mínÉg er núna búin að vera reyna skrifa texta um þessa köku í þónokkuð langan tíma sem lýsir þessari köku rétt. Hún er nefninlega einstaklega góð og erfitt að koma því í orð sem lýsir henni rétt. Kakan er einstaklega rakamikil og unaðslega mjúk en það lýsir henni samt ekki nógu vel finnst mér. Ein trufflaðasta […]
Recipe by Linda -
Vefjubitar – góð nestis hugmynd
5 mínÞessar vefjur eru fullkmnar í nesti, það er ótrúlega þægilegt að skera þær niður í litla bita og raða í nestisbox, börnin alveg elska þær og fullorðnir líka þar sem þær eru virkilega góðar. Ég notaði vegan vörur í þessar vörur en vegan uppskriftir er það sem er lang mest um beðið hjá mér. Ég fór […]
Recipe by Linda -
Mjúkar marsípan bollakökur sem klessast með silkimjúku brómberja smjörkremi
1 klstÉg elska kökur sem eru mjúkar og “bouncy” við snertingu en þegar bitið er í þær þá verður áferðin svolítið klessuleg. Þessar marsípan bollakökur (eða cupcakes ef þið viljið frekar kalla þær það) eru akkurat þannig. Þær eru ljósar, áferðar fallegar, silki mjúkar og ljúfar en þegar bitið er í þær kemur í ljós að […]
Recipe by Linda -
3 uppskriftir af afar einföldum köldum sósum
Hér er að finna þrjár uppskriftir af köldum sósum sem gott er að hafa með allskonar mat. Þær eiga það sameiginlegt að taka enga stund að smella saman, ekkert vesen og afskaplega einfalt allt saman. Karrý sósa 2 dl majónes 2 tsk karrý 1 msk sinnep Safi úr ½ lime Salt og pipar Aðferð: Blandið öllum […]
Recipe by Linda -
Fullkomnir hafraklattar sem eru stökkir að utan en mjúkir og seigir að innan
Hvað er það sem gerir smákökur svona extra góðar? Að mínu mati er það þegar þær eru stökkar að utan, kantarnir jafnvel smá harðir en svo er kakan sjálf mjúk og seig að innan, jafnvel smá klessuleg. Ég get varla klárað setninguna án þess að slefa smá af tilhugsuninni um þannig kökur. Þessar hafraklattar eru […]
Recipe by Linda -
Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist?
Mér finnst ótrúlega gott að skipuleggja mig, ég lýsi því oft eins og ég sé að taka til í hausnum á mér. Þegar það er mikið að gera hjá mér og ég finn fyrir stressi þá er það besta sem ég geri fyrir sjálfa mig að skipuleggja mig. Það er mjög algengt að finna fyrir (jafnvel […]
Recipe by Linda -
Klúbb vefja með kalkúna áleggi, hvítlauks steiktum sveppum og grænmeti – frábær nestis hugmynd!
15 mínÞessar vefjur eru alveg æðislega góðar! Þær henta fullkomlega sem hádegismatur, sem nesti eða léttur kvöldmatur. Það er mjög einfalt að smella þeim saman, engin framandi innihaldsefni eða neitt flókið, heldur er þetta einfaldleikinn upp málaður, sem hittir svo sannarlega beint í mark! Klúbb vefja með kalkúna áleggi, hvítlauks steiktum sveppum og grænmeti Vefjur Majónes […]
Recipe by Linda -
Dúnamjúkt túnfiskasalat með rjómaosti
12 mínÉg hef alltaf verið mikil talskona þess að rjómaostur og túnfiskasalat passi alveg merkilega vel saman. Lengi vel smurði ég rjómaostinum undir túnfiskasalatið eða þangað til ég prófaði að blanda honum saman við salatið og eftir að ég prófaði það var ekki aftur snúið. Dúnamjúkt túnfiskasalat með rjómaosti 1 dós túnfiskur í olíu ½ rauðlaukur smátt […]
Recipe by Linda -
Einfaldar grillaðar kjúklingabringur með avocadó og jarðaberja salati
Þessi uppskrift er algjörlega með þeim einfaldari. Svo einföld er hún að það er varla hægt að kalla hana almennilega uppskrift, en það er akkurat það sem ég elska við hana! Þessi réttur er fullkominn til að smella í í útilegu eða í sumarbústaðnum þar sem erfitt er að taka með sér fjöldan allan af […]
Recipe by Linda -
Einföld jarðaberja grísk jógúrt kaka sem þarf ekki að baka og er merkilega holl
5 kistÞessi gríska jógúrt kaka er silki mjúk og létt eins og ský. Það merkilega er hins vegar að hún er algjörlega með þeim hollari. Ég sleppti því algjörlega að bæta við auka sykri í hana og því er þetta nokkur veginn það sama og að fá sér gríska jógúrt með rjóma, jarðaberjum og svolítið af […]
Recipe by Linda -
Einföld grilluð pizza í steypujárns pönnu
25 mínÞað er svo einfalt að grilla sér pizzu í steypujárns pönnu. Það eina sem þarf að gera er að hafa grillið vel heitt og halda því sem mest lokuðu á meðan verið er að grilla svo hitinn leiki um alla pizzuna, ekki bara botninn. Pizzu botninn verður stökkari þegar pizzur eru grillar í steypujárns pönnum […]
Recipe by Linda -
Hugmynd af einfaldri en skemmtilegri lautarferð
Mig langar að vera með svona aðeins öðruvísi færslu þetta skiptið bara til þess að minna okkur á að hlutirnir þurfa ekki alltaf að vera eitthvað flóknir. Sérstaklega á sumrin þegar maður hefur oft ekkert alltof mikinn tíma í til að vera inni í eldhúsinu. Eitt það skemmtilegasta sem við gerum á sumrin er að […]
Recipe by Linda -
Brakandi ferkst salsa
Þetta brakandi ferska salsa er búið til úr fersku íslensku grænmeti og engu öðru. Það er nánast ótrúlegt hvernig hægt er að taka nokkur grænmeti, skera það niður og blanda saman og búa til svona ótrúlega góða salsa sósu. Það er enginn sykur, olía eða neitt annað sem er bætt út í þetta salsa, bara holla og […]
Recipe by Linda -
Örlítið hollari súkkulaðibita kökur
Ást mín á súkkulaðibita kökum er í algjöru hámarki þessa dagana, heilsu minnar vegna varð ég að finna örlítið hollari útgáfu af þessu gúmmulaði, án þess að það hefði áhrif á bragðið. Þessi uppskrift er einmitt þannig, akkurat eins og góðar súkkulaðibita kökur eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð […]
Recipe by Linda -
Pepperóní brauðrétturinn hennar mömmu
40 mínMamma er orðin þekkt fyrir þennan brauðrétt. Í veislum þar sem þessi brauðréttur er borinn fram, þá hikar fólk ekki við það að hópast strax í röð til þess að næla sér í brauðréttinn og er hann yfirleitt sá fyrsti til að klárast af þeim réttum sem eru bornir fram. Þessi uppskrift miðast við 2 […]
Recipe by Linda -
Lambalæri ofnsteikt með hasselback kartöflum
Meðal stórt lambalæri 8 hvítlauksgeirar Ferskt rósmarín ¾ dl Ólífuolía 1 msk ítölsk kryddblanda 1 tsk sítrónupipar 1 tsk salt 1 tsk paprika 8 stk bökunar kartöflur 5-6 hvítlauksgeirar 1 sítróna Skerið nokkur göt um allt lambalærið, skerið 3-4 hvítlauksgeira í grófar sneiðar og stingið þeim inn í götin ásamt rósmaríni. Setjið ólífu olíu […]
Recipe by Linda -
Ljúffeng hunangs og fíkju kaka
Ljúffeng hunangs kaka með fíkju rjómaostakremi 115 g smjör 1 ¾ dl sykur 2 egg 3 ½ dl hveiti 1 tsk lyftiduft ½ tsk kanill ½ tsk salt 1 ¼ dl súrmjólk ½ dl hunang 1 tsk vanilludropar Fíkju rjómaostakrem 100 g smjör 100 g rjómaostur 300 g flórsykur Bleika kjötið innan úr 2 ferskum fíkjum 6-8 ferskar fíkjur […]
Recipe by Linda -
Ekkert kjöt spagetti “bolognese”
30 mínÉg reyni alltaf að elda að minnsta kosti einn rétt í viku sem inniheldur ekki kjöt, helst oftar. Mér finnst grænmetis réttir ótrúlega góðir, ég er merkilega lítil kjöt manneskja nefninlega. Til dæmis ef ég kíki á veitingarstaði í hádeginu vel ég yfirleitt grænmetisrétti fram yfir kjötrétti, ég mæli mikið með því, grænmetisréttir eru yfirleitt […]
Recipe by Linda -
Hvít og silkimjúk þriggja hæða nakin vanillu kaka
4 kistUndanfarnar vikur hef ég geymt mjög gleðilegt leyndarmál sem ég get loksins sagt ykkur frá núna. Ég er ólétt og er gegnin tæpar 14 vikur með annað barn. Við fjölskyldan erum hærra en skýjin af gleði og óendanlega þakklát. Róbert er svo spenntur yfir því að verða stóri bróðir sem er alveg til þess að bræða […]
Recipe by Linda -
Djúsí kjúklingafille salat með fersku basil, mosarella, tómötum og balsamik gljáa
Hér er að finna dásamlega gott sumarlegt salat. Hugmyndin af þessu salati vaknaði út frá Caprese salati og vann ég mig svo áfram með þá hugmynd og úr varð þetta matarmikla salat sem er fullt af allskonar grænmeti og ávöxtum. Salatið er afar fljótlegt og einfalt. Ég nota í það kjúklingafille frá Ali þar sem […]
Recipe by Linda -
Ofur einfaldir grillaðir kjúklingavængir með gráðosta sósu
Þetta er réttur sem við grípum oft í þegar við erum á hraðferð sem gerist ekki svo sjaldan, hvort sem það er í hádegismat eða kvöldmat. Einnig er þetta kjörin forréttur þegar meira liggur við. Það er hægt að elda þennan rétt bæði á grilli og inn í ofni, allt eftir því hvað hentar þér […]
Recipe by Linda -
Döðlu og banana brauð
Banana og döðlu brauð 2 vel þroskaðir bananar 100 g mjúkar döðlur 50 g smjör 2 egg 1 dl sykur 3 dl hveiti ½ dl mjólk 2 tsk lyftiduft 1 tsk kanill 2-3 msk heslihnetukurl Aðferð: Kveikið á ofninum og stillið á 175ºC. Bræðið smjörið, steinhreinsið döðlurnar og skerið í litla bita. Hrærið egg og […]
Recipe by Linda -
Ómótstæðilegir Ritz kex hamborgarar með trylltri spicy hamborgarasósu
Sumarið nálgast óðfluga og landsmenn keppast við að hita upp í grillunum til að fagna því. Hér er að finna gjörsamlega ómótstæðilega borgara sem þú hreinlega verður að smakka! Kjötið er mjög bragðmikið og áferðin af því þökk sé kexinu alveg ótrúlega góð, algjört sælgæti. Ómótstæðilegir Ritz kex hamborgarar með trylltri spicy hamborgarasósu u.þ.b. 500 […]
Recipe by Linda -
Heill ofnbakaður veislufugl með stuffing og öllu tilheyrandi meðlæti
2 kist og 30 MínJæja þá fer alveg að koma að páskunum og mjög margir farnir að velta fyrir sér hvað þeir eigi að hafa í matinn yfir hátíðarnar. Klassískt er að hafa lambalæri en við höfum ekkert endilega verið að halda í þá hefð á mínu heimili. Við höfum verið með allan skalann, nautakjöt, lambakjöt, kalkún, andabringur og […]
Recipe by Linda